Hugur og hönd - 01.06.1976, Síða 16
Hnýttar
töskur
Töskurnar eru hnýttar úr grófu hampgarni, nema sú
litla kringlótta, hún er hnýtt úr hvítu snæri. Þær eru
ýmist fóðraðar með gráum segldúk (Tarpaulin-dúk) eða
að þær eru saumaðar úr segldúknum og síðan skreyttar
með hnýtingum og tréperlum. Þessi efni fara mjög vel
saman, og það er hægt að fá skemmtilegt handavinnu-
efni í veiðafæraverzlunum. Litla ferkantaða taskan er
saumuð úr dúknum og aðeins hliðar og lok er hnýtt. Hana
má hengja í mittisbeltið, en kringlótta taskan er borin
um hálsinn. Stóra taskan er gerð úr 4 hlutum sem allir
eru eftir sama sniði, 2 úr segldúk og 2 hnýttir. Segldúks-
hlutarnir eru saumaðir saman og stungið niður í hnýttu
hlutana sem einnig hafa verið saumaðir saman. Hankarnir
eru fléttaðir í svokallaða færeyzka snúru. Hún er gerð
úr 8 þráðum og eru 4 þræðir hafðir í hvorri hendi. Aftasti
þráðurinn í hægri hendi er færður á bak við þræðina í
þeirri hendi og tvo þræði í vinstri hendi, þ. e. hann er
færður upp á milli 2. og 3. þráðar í vinstri hendi, og
síðan til baka til þráðanna í hægri hendi og verður þá
fremsti þráðurinn þar. Þá er aftasti þráðurinn í vinstri
hendi færður aftur fyrir þræðina, upp á milli 2. og 3.
þráðar í hægri hendi, og svo til baka til vinstri handar.
Það eru alltaf 4 þræðir í hvorri hendi eftir hverja til-
færzlu. Þetta er endurtekið þar til snúran er hæfilega
löng. Snúran verður ferköntuð og er sterk og falleg. Það er
hægðarleikur að ruglast í ríminu í þessari fléttu og ef
maður þarf að fara frá í miðju verki, er vissara að hnýta
saman með lausum hnút þá 4 þræði hvorrar handar, svo
auðvelt verði að sjá hvar taka skal til við fléttuna á ný.
Helga Egilsson.
16
HUGUR OG HÖND