Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1976, Síða 18

Hugur og hönd - 01.06.1976, Síða 18
Prjónuð Hyrna Efni: Tvinnað handspunnið þelband í sauðalitum, um 100 grömm. Aðallitur sauðsvartur, 4 gráir litir og hvítur litur í bekkjunum. I stað tvinnaðs þelbands má nota vélspunnið eingirni. Prjónar nr. 4. Hægast er að prjóna fram og aftur á hringprjón. Byrjað er á hyrnunni við hálsinn og aukið út á 4 stöðum í annarri hverri umferð. Fitjið upp 13 1 og prjónið eftir mynstrinu. Prjónið aðra hverja umf. (2., 4., 6. o. s. frv.) brugðið nema ystu lykkjurnar 3 hvorum megin og mið- lykkjuna. Þær eiga að vera sléttar. Takið síðustu lykkjuna alltaf óprjón- aða yfir á prjóninn. (Þá verður steypi- lykkja á jöðrunum). Að 160. umf. lokinni er heklunál stungið inn í þrjár fyrstu lykkjurnar, bandið dregið gegnum þær og 5 loft- lykkjur heklaðar. Haldið þannig á- fram uns engar lykkjur eru eftir. Athugið að draga bandið gegnum sömu 3 lykkjurnar og teknar eru saman í prjóninu. Lykkið saman uppfitjunarlykkjurn- ar 5 hvorum megin. Bregðið kögrinu í hvern loftlykkju- boga. Lengd þráða í kögri er 30 cm og 3 þræðir saman. Mynstrið er aðeins af helmingi hyrnunnar. Prjónið því fyrst eftir mynstrinu frá hægri til vinstri og síð- an frá miðlykkju til hægri uns um- ferð er lokið. Margrét Jakobsdóttir. 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.