Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1976, Side 25

Hugur og hönd - 01.06.1976, Side 25
KoLa frá MosfeLLi Svolítið er skrýtið að hugsa út í það, þegar þorri Islendinga man ekki framar önnur ljós til daglegra nota en rafmagnsljós, að gegnum mestalla Islands söguna voru það þó kolurnar, sem báru birtu sína um bæinn, þó að í daufara lagi væri. Sennilega hafa þær lengstum verið úr steini. Við þekkjum a. m. k. ekki til annars, enda gátu ekki heldur aðrar kolur varð- veitzt fram á okkar daga aftan úr grárri forneskju. Steinkolur hafa fundizt víðs vegar um land, og til er talsvert af þeim í Þjóðminjasafni og víðar. Þær eru mjög sundurleitar að gerð, svo að varla verður önnur allsherjar lýsing gefin á þeim önnur en sú, að í þeim hlaut allt af að vera einhvers konar skál undir feitmetið, hvort sem það var selspik, lýsi eða eitthvað annað. Rakið drakk svo í sig feitina, svo að á því logaði glatt, eða svo þótti forfeðrum okkar að minnsta kosti. Oftast nær hefir rakið verið úr fífu. A börmum kolunnar situr svo enn í dag sót frá löngu liðinni tíð, og vera má, að okkur takist með lagi að lesa úr því sýnir frá frumbýlisárum for- feðra okkar í landinu. Með vissu eru til steinkolur frá seinni hluta sögualdar, en ekki er ósennilegt, að þær hafi verið notaðar allt frá upphafi Islands byggðar. Og þær voru notaðar allt fram á öndverða seinustu öld, þegar lýsislamparnir eða grútarlamparnir leystu þær af hólmi. Myndin sú arna sýnir einn þessara kostagripa liðinna alda, en kolan fannst í rústum gamals eldhúss, í námunda við hlóðirnar, þegar verið var að grafa fyrir húsi á Mosfelli í Mosfellssveit um 1960. Eins og sjá má er skaft á kolunni til að stinga í vegg, og á henni eru tvær varir, en í vörinni lá rakið. Kolan er 15 cm annars vegar, en 22 cm hins vegar að meðtöldu skafti. Ekki hefir Egill gamli Skalla-Grims- son rist neinar rúnir við ljóstýru þess- arar kolu, því að þá var hann blind- ur orðinn, þegar hann settist að á Mosfelli. Aftur á móti má vel vera, að Þórdís stjúpdóttir hans og frænka hafi notið við birtu hennar til að hlynna að honum í fletinu á kvöld- in. Bjarni Sigurðsson. HUGUR OG HÖND 25

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.