Hugur og hönd - 01.06.1976, Side 28
Fáein orh
um hrosshársvinnu
Hér vestur í fjörðum voru fá hross
og ekki fleiri en nauðsynlega þurfti
til heimilisnota. Það var því ekki mik-
ið, sem til féll af hrosshári, en það var
vandlega hirt og notað, eins og allt
annað nýtilegt á þeim góðu, gömlu
dögum nýtni og nægjusemi. Alltaf var
skorið af hrossunum á vorin, þegar
farið var að hlýna. Þó mátti aldrei
skerða fax á folaldshryssu, fyrr en
hún var köstuð.
Það var sjálfsagt óvenjulegt að á
mínu bernskuheimili skar mamma
sjálf af hestunum og notaði hún-
verska aðferð við það. ,,Hún Ingibjörg
á Ánastöðum kenndi mér það“, sagði
hún. Verkið var þannig unnið að tvö
prik voru sett eins og klemma á
faxið, sem var látið rísa beint upp.
Prikin voru bundin saman í annan
endann, áður en þau voru sett á fax-
ið, en hinum endanum var haldið
saman, meðan faxið var skorið með
beittum hníf, ofan við prikin. Faxið
var skorið svo snöggt að það reis upp,
þegar það var búið að jafna sig. Þó
var þess gætt að hafa það ekki svo
snöggt aftan til á makkanum að börn
gætu ekki náð í því handfestu, ef
með þurfti. Á eftir var faxið jafnað
með skærum, svo ekki væru stallar,
því fyrir kom að lokkar höfðu lagst
skakkt milli prikanna.
Hrosshárið var spunnið á hross-
hárssnældu. Stundum var það tætt
milli fingranna og síðan spunnið und-
an al, sem stungið var í gegnum
viskina, þegar búið var að tæta og
niður í fjöl. Þannig sá ég einn karl
spinna, hann var úti við verkið, sagði
að það óþrifi svo mikið að vinna
hrosshár inni. Stundum var hross-
hárið kembt í körrugörmum, það er
slitnum ullarkömbum, sem búnir voru
að þjóna vel og lengi í ullarvinnunni
28
HUGUR OG HÖND