Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 29

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 29
„Haustar að“, pappírsverk eftir Hólmfríði Árnadóttur. Eigandi: Savaria Muzeum, Ungverjalandi. Ljósmynd: Guðmundur Jóhannesson. Studio Mats. HEIMSOKN I VINNUSTOFU Hólmfríðar Ámadóttur Fyrir skömmu gekk ég við hjá Hólmfríði Árnadóttur i vinnu- stofu hennar við Klapparstíg í Reykjavík. Ég hafði boðað komu mína og Hólmfríður lofaði að sýna mér hvað hún væri að fást við þessa dagana. í vinnustofunni var margt að sjá, fullunnin pappírsverk og textílverk voru á öllum veggjum, svo og hug- myndir að verkum sem nú eru í gerj- un. Myndverk gerð í pappír vöktu sér- staka athygli mína, en það efni hefur fangað huga Hólmfríðar meira en önnur nú í áraraðir og á þessu sviði hefur hún ef til vill náð hvað lengst í listsköpun sinni. Pappírsverk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum sýning- um hæði hérlendis og erlendis. Hólm- fríður hefur efnt til tveggja einkasýn- inga hér á landi á pappírsverkum sín- um, sú fyrri var fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi. Hólmfriður hef- ur fyrir löngu skapað sinn persónu- lega stíl, óháðan því efni sem hún vinnur með hverju sinni. Ég fékk góð- fúslega leyfi til að birta í Hug og hönd eitt verka hennar. Það nefnist „Haust- ar að“ og er gott dæmi um tjáningu og verklag Hólmfríðar í þetta efni. Myndin er gerð úr handlituðum og handunnum pappir með ívafi úr gull- þræði. Textíll síðustu ára hefur m.a. teygt vaxtarsprota sína frá hefð- bundnu vefjarefni yfir í að tjá slík hugverk í pappír, enda vefjarefni og pappír skyld efni þar sem uppistaða í báðum efnunum er náttúrutrefjar. Um leið og varðveisla menningar- arfsins er henni þýðingarmikil leitar hún sífellt nýrra leiða og tækni í tján- ingu sinni. Sum verk Hólmfríðar mætti kenna við framúrstefnuverk þar sem hún losar sig frá hinu hefðbundna í vali efna og tækni, en missir þó aldrei sjónar á sígildum grundvallaratriðum við útfærslu hugmynda sinna í efnið. Þó hér hafi enn aðeins verið fjallað um textíl- og pappírsverk Hólmfríðar hefur aðalvettvangur hennar verið á sviði kennslu. Frá þvi að hún útskrif- aðist frá Handíða- og myndlistarskóla íslands vorið 1951 hefur hún kennt á öllum stigum skólakerfisins, fyrst við grunnskóla og framhaldsskóla Reykjavíkur en síðan við Kennarahá- skóla Islands þar sem hún er nú lektor í list- og verkgreinaskor. Hólmfríður hefur frá því fyrsta ver- ið ötull brautryðjandi margs konar nýjunga á mörgum sviðum kennslu, þá ekki síst hvað varðar notkun ís- lensku ullarinnar í skapandi starfi nemenda sinna. Henni hefur alltaf tekist að nálgast hugi nemenda sinna og efla áhuga þeirra til úrvinnslu eigin hugmynda með því að sækja sér fyrir- myndir forms og lita í sitt nánasta umhverfi sem ekki var venja áður fyrr. Áhrif Hólmfríðar á handlista- kennslu í íslenskum skólum eru óum- deilanleg. Ég hef kynnst störfum hennar í stefnumarkandi nefndum og starfi innan Menntamálaráðuneytis- ins allt frá 1971 til þessa dags. Koma þar sterklega fram þau sjónarmið sem hún hefur ætíð sett á oddinn og hér hefur verið lýst að nokkru. Hólmfríð- ur hefur staðið fyrir og kennt á fjöl- mörgum kennaranámskeiðum og þannig haft veruleg bein áhrif á stefnu og strauma í mynd- og handmenntar- kennslu um langt skeið og enn er eng- an bilbug á henni að finna. Þórir Sigurðsson HUGUR OG HÖND 29

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.