Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 29
„Haustar að“, pappírsverk eftir Hólmfríði Árnadóttur. Eigandi: Savaria Muzeum, Ungverjalandi. Ljósmynd: Guðmundur Jóhannesson. Studio Mats. HEIMSOKN I VINNUSTOFU Hólmfríðar Ámadóttur Fyrir skömmu gekk ég við hjá Hólmfríði Árnadóttur i vinnu- stofu hennar við Klapparstíg í Reykjavík. Ég hafði boðað komu mína og Hólmfríður lofaði að sýna mér hvað hún væri að fást við þessa dagana. í vinnustofunni var margt að sjá, fullunnin pappírsverk og textílverk voru á öllum veggjum, svo og hug- myndir að verkum sem nú eru í gerj- un. Myndverk gerð í pappír vöktu sér- staka athygli mína, en það efni hefur fangað huga Hólmfríðar meira en önnur nú í áraraðir og á þessu sviði hefur hún ef til vill náð hvað lengst í listsköpun sinni. Pappírsverk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum sýning- um hæði hérlendis og erlendis. Hólm- fríður hefur efnt til tveggja einkasýn- inga hér á landi á pappírsverkum sín- um, sú fyrri var fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi. Hólmfriður hef- ur fyrir löngu skapað sinn persónu- lega stíl, óháðan því efni sem hún vinnur með hverju sinni. Ég fékk góð- fúslega leyfi til að birta í Hug og hönd eitt verka hennar. Það nefnist „Haust- ar að“ og er gott dæmi um tjáningu og verklag Hólmfríðar í þetta efni. Myndin er gerð úr handlituðum og handunnum pappir með ívafi úr gull- þræði. Textíll síðustu ára hefur m.a. teygt vaxtarsprota sína frá hefð- bundnu vefjarefni yfir í að tjá slík hugverk í pappír, enda vefjarefni og pappír skyld efni þar sem uppistaða í báðum efnunum er náttúrutrefjar. Um leið og varðveisla menningar- arfsins er henni þýðingarmikil leitar hún sífellt nýrra leiða og tækni í tján- ingu sinni. Sum verk Hólmfríðar mætti kenna við framúrstefnuverk þar sem hún losar sig frá hinu hefðbundna í vali efna og tækni, en missir þó aldrei sjónar á sígildum grundvallaratriðum við útfærslu hugmynda sinna í efnið. Þó hér hafi enn aðeins verið fjallað um textíl- og pappírsverk Hólmfríðar hefur aðalvettvangur hennar verið á sviði kennslu. Frá þvi að hún útskrif- aðist frá Handíða- og myndlistarskóla íslands vorið 1951 hefur hún kennt á öllum stigum skólakerfisins, fyrst við grunnskóla og framhaldsskóla Reykjavíkur en síðan við Kennarahá- skóla Islands þar sem hún er nú lektor í list- og verkgreinaskor. Hólmfríður hefur frá því fyrsta ver- ið ötull brautryðjandi margs konar nýjunga á mörgum sviðum kennslu, þá ekki síst hvað varðar notkun ís- lensku ullarinnar í skapandi starfi nemenda sinna. Henni hefur alltaf tekist að nálgast hugi nemenda sinna og efla áhuga þeirra til úrvinnslu eigin hugmynda með því að sækja sér fyrir- myndir forms og lita í sitt nánasta umhverfi sem ekki var venja áður fyrr. Áhrif Hólmfríðar á handlista- kennslu í íslenskum skólum eru óum- deilanleg. Ég hef kynnst störfum hennar í stefnumarkandi nefndum og starfi innan Menntamálaráðuneytis- ins allt frá 1971 til þessa dags. Koma þar sterklega fram þau sjónarmið sem hún hefur ætíð sett á oddinn og hér hefur verið lýst að nokkru. Hólmfríð- ur hefur staðið fyrir og kennt á fjöl- mörgum kennaranámskeiðum og þannig haft veruleg bein áhrif á stefnu og strauma í mynd- og handmenntar- kennslu um langt skeið og enn er eng- an bilbug á henni að finna. Þórir Sigurðsson HUGUR OG HÖND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.