Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 35

Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 35
3. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr.“ Hulda Jósefsdóttir Steinunn Marteinsdóttir er fædd í Reykja- vík árið 1936. Hún lauk prófi úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1957, stundaði framhaldsnám í Vestur-Berlín 1957—1960. Hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga heirna og erlendis frá 1960. Einnig haldið margar einkasýningar. Steinunn er ein af stofnendum Leirlista- félagsins. Verk eftir hana eru í eigu Lista- safns Háskólans, . Listasafns Kópavogs, Listasafns Borgarness, Verslunarbanka ís- lands, Pósts og síma, Ármúla, og Krabba- meinsfélags fslands. tækari merkingu. Farið að huga meira að öllum greinum hennar. “ — Er auðveldara að Ufa af faginu í dag en það var þegar þú byrjaðir? „Já, vegna þess að í dag er ég þekkt- ari. Annars hefur þjóðfélag okkar breyst mjög á þessum árum, það er orðið grimmt samkeppnisþjóðfélag. Ég öfunda ekki unga fólkið í dag sem þarf að brjótast í gegnum samkeppn- ismúrinn sem stöðugt hækkar. Mig grunar að skólarnir hafi lagt of mikla áherslu á málverkið á kostnað listiðn- aðargreinanna. Handverkið er undir- staða allra greina myndlista. Við verð- um að kenna nemendum miskunnar- lausan sjálfsaga og vönduð vinnu- brögð, tæknilegar hliðar fagsins og möguleika efnisins og verkfæranna. Einnig þurfum við að rækta tengsl við eigið umhverfi, bæði að fornu og nýju, gæta þess að týna ekki sjálfum okkur í erlendum tískustefnum á hverjum tíma. Minnumst orða Jóns Helgasonar: 1. Steinunn Marteinsdóttir á vinnustofu sinni 1984. Ljósmynd: Kristján Ingi Sigurðsson. 2. Skúlptúrvasi, 1980. Steinleir. 3. Líkn og líf 1986. Postulín, 200x114 cm. Eigandi Krabbameinsfélag Islands. 4. Jökulstef 1974. Steinleir. Ljósmyndir: Kristján Pétur Guðnason nr 2, 3 og 4. 35

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.