Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1987, Qupperneq 8

Hugur og hönd - 01.06.1987, Qupperneq 8
yrða sem annarrar menningar, en eftir stofnun biskupsstólanna í Skálholti og á Hólum (1056 og 1106) og seinna nunnu- klaustranna tveggja í Kirkjubæ og á Stað í Reyninesi (1186 og 1295) var eðlilegt að þessir staðir, einkum klaustrin, yrðu smám saman aðalhannyrðasetrin. Hinar fáu heimildir sem til eru virðast líka stað- festa þýðingu þeirra, en gefa ekki tilefni til að gera meira úr hlut klaustranna en biskupssetranna. Varðandi Skálholtsstað eru heimildirnar að vísu mjög óljósar, en á Hólastað virðist mega merkja verulega starfsemi á sviði textíllistar, ekki aðeins við upphaf tímabilsins, heldur einnig undir lok þess. I biskupstíð Jóns Ögmundssonar á Hólum (1106—1121) er sagt frá hinni hreinferðugu og lærðu jungfrú Ingunni (Arnórsdóttur?) sem saumaði klæði með helgra manna sögum. Og úr biskupstíð Jóns Arasonar (1524—1550) er vitað að fylgikona hans, Helga Sigurðardóttir, sem orðlögð var bæði fyrir fegurð og hagleik til hannyrða, og dótturdóttir hennar, Þóra Tumasdóttir (Tómasdótt- ir), saumuðu báðar fýrir Hóladóm- kirkju, Helga tíu aura virði ár hvert (5. mynd og Hugur og hönd 1984, 1. og 2. mynd á bls. 26 og 28). Enn ein nafn- greind kona sem menn vita þó ekki frek- ari deili á, Ingibjörg Þorvarðsdóttir, vann að útsaumi í þágu dómkirkjunnar, ef til vill á seinni hluta 15. aldar (7. og 8. mynd). Hvað klaustrin snertir er heimild um að nunnurnar í Kirkjubæ gerðu um 1400, að fyrirlagi Vilchins Skálholtsbiskups, stórfenglega refla, refilsaumuð (?) vegg- tjöld, um Stórustofu á biskupssetrinu. Önnur heimild, frá 1413, greinir frá því að tveimur ungum frændkonum, Stein- unni, dóttur séra Björgólfs Illugasonar, og Sigríði Sæmundsdóttur, var komið fyrir með meðgjöf í Reynistaðarklaustri og þeim áskilin þar læring, vafalaust í hannyrðum ásamt öðru. Urðu þær síðar nunnur þar. Einnig er varðveittur út- saumur með áletrun þar sem fyrir kemur 5. mynd. Altarisklæði frá Miklagarði í Eyjafirði, með tólf postulamyndum. Talið efst frá vinstri: Jóhannes, Jakob eldri, Pétur, Páll, Andrés, Bartólómeus, Júdas Taddeus, Tómas, Filippus, Jakob yngri, Símon og Mattías. Frá öðrum fjórðungi 16. aldar. Refdsaumað með marglitu ullar- bandi og svolitlu málmgarni. Stærð 96x 105 cm. Varðveitt í Nationalmuseet, Kaup- mannahöfn, nr. 15379: 1856. Ljósmynd: Nationalmuseet. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.