Hugur og hönd - 01.06.1987, Qupperneq 13
Framstykki: Fitjaðar eru upp 108 lykkj-
ur fremur fast með bláa litnum (nr 42) og
prjónaðar 7 umferðir, 4 garðar á réttu.
Bláa bandið slitið frá. Byrjað er á lita-
munstrinu þannig (rétta): 25 lykkjur
mosagrænar, 28 bláar, 2 ljósmórauðar,
28 mórauðar og 25 bláar. Næsta umferð
(ranga) er prjónuð alveg eins, þ.e. allar
lykkjur prjónaðar með eigin lit (hið sama
gildir um allar umferðir frá röngu) og nú
*er byrjað að krækja litum saman þar sem
þeir mætast eins og sýnt er á teikningu B,
sjá einnig d) í leiðbeiningum.
í 3. umferð koma 24 lykkjur mosa-
grænar, 28 bláar, 4 ljósmórauðar, 28
mórauðar og 24 bláar. Skilhankir hanga
röngu megin og þar er þeim krækt saman
eins og teikning A sýnir. Skálínurnar í
munstrinu eru þannig fengnar með því
að færa litfletina um eina lykkju til hægri
eða vinstri í hverri umferð frá réttu. 28
lykkjur eru í rákunum þar sem þær eru
breiðastar og verður lykkjufjöldinn
hvergi meiri í lit. Fyrstu (neðstu) litfletir
á framstykki breytast því þannig að
mosagrænn og blár í hliðum hverfa eftir
50 umferðir, 28 lykkjur haldast í bláa og
mórauða þar til þeir ná út í jaðra, þá
minnkar lykkjufjöldinn og hverfur að
lokum.
Ljósmórauði hlutinn sem byrjar með
tveimur lykkjum í 1. umferð bætir við sig
einni lykkju hvorum megin, þar til þær
eru orðnar 28, þá eru komnir 14 garðar
(28 umferðir) í litamunstrinu. I 29. um-
ferð bætast tveir litir við milli þess bláa
og ljósmórauða þannig: 11 lykkjur mosa-
grænar, 28 bláar, 1 ljósmórauð, 1 mosa-
græn, 28 ljósmórauðar, 28 mórauðar og
11 bláar, sjá á teikningu af framstykki
hvernig litir færast til og mætast.
Eftir 28 garða er 57. umferð þannig:
25 lykkjur bláar, 15 ljósmórauðar, 15
mosagrænar, 27 ljósmórauðar, 1 dökk-
blá og 25 mórauðar. Dökkblái liturinn
mætir þeim ljósmórauða í lóðréttri línu
og tekur smátt og smátt við af honum í
rákinni.
Eftir 42 garða eru ljósmórauðu og
mosagrænu lykkjurnar orðnar 28. Kem-
ur þá í 85. umferð dökkblár litur á milli
þeirra: 11 lykkjur bláar, 28 ljósmórauð-
ar, 2 dökkbláar, 28 mosagrænar, 13 ljós-
mórauðar, 15 dökkbláar og 11 mórauðar.
Nýi dökkblái flöturinn breikkar til
beggja handa, þar til lykkjurnar eru
orðnar 28, komnir 56 garðar. Þá bætast
mosagrænn og blár við í 113. umferð: 25
lykkjur ljósmórauðar, 28 dökkbláar, 1
mosagræn, 1 blá, 28 mosagrænar og 25
dökkbláar.
hægri ermi
Eftir 84 garða eru komnar 28 mosa-
grænar og bláar lykkjur, bætist þá ljós-
mórauður flötur við milli þeirra í 169.
vinstri ermi
umferð: 25 lykkjur dökkbláar, 28 mosa-
grænar, 2 ljósmórauðar, 28 bláar og 25
mosagrænar. Eftir 14 garða í viðbót (alls
98) bætist mórautt við í 197. umferð: 11
lykkjur dökkbláar, 28 mosagrænar, 2
mórauðar, 28 ljósmórauðar, 28 bláar og
11 mosagrænar.
Þegar mórauðu lykkjurnar eru orðnar
28 er tekið úr fyrir hálsmáli og hvor öxl
prjónuð fyrir sig. Hálsmálið kemur nið-
ur í odda fyrir miðju og myndast við að
ein lykkja er tekin úr í 2. hverri umferð.
A vinstri öxl eru síðustu 2 mórauðu
lykkjurnar í umferð frá réttu prjónaðar
saman, á hægri öxl eru fyrstu 2 ljósmó-
rauðu lykkjurnar í umferð frá réttu
prjónaðar saman (steypt yfir). Þannig er
haldið áfram þar til eftir eru 28 mórauð-
ar (ljósmórauðar) lykkjur og 3 mosa-
grænar (bláar). Síðan er fellt af.
Bak. Fitjaðar upp og prjónaðar jafn-
margar lykkjur og umferðir með bláu og
á framstykki. 1. umferð (rétta) með lit-
HUGUR OG HÖND
13