Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 15
HEIMILISIÐNAÐAR-
SKÓLINN
Veturinn 1986—1987 var Heim-
ilisiðnaðarskólinn starf-
ræktur að venju frá sept-
emberbyrjun til maíloka. Haldin voru
samtals 30 námskeið og var nemenda-
fjöldi um 230. Við skólann störfuðu 14
kennarar auk skólastjóra.
Bryddað var upp á þeirri nýjung að
stofna til sérstakra námskeiða fyrir þá
sem leiðbeina öldruðum í handíðum á
hinum ýmsu heimilum og stofnunum
aldraðra. Þetta urðu tvö fullsetin nám-
skeið, á öðru var kennd körfugerð, á hinu
leðursmíði. Kennt var fyrir hádegi í tvær
vikur. Um þessi námskeið var haft sam-
ráð við Félagsmálastofnun Reykjavíkur.
Síðastliðin tvö ár hafa verið allerfið í
skauti, vegna þess hve dregið hefur úr
aðsókn að skólanum. Hvað veldur er
ekki fullljóst, en sjálfsagt eru hér að
verki margir samverkandi þættir sem
erfitt er að vinna gegn. Minnkandi að-
sókn veldur lélegri afkomu skólans sem
kemur niður á léttum sjóðum félagsins.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á
húsnæði skólans í sumar. Kennslustofa á
neðstu hæð hefur verið stækkuð með því
að fjarlægja veggi. Verður því væntan-
lega hægt að nýta hana betur en verið
hefur, m.a. fyrir námskeið í fatasaumi.
Námskeiðum fyrir leiðbeinendur
aldraðra verður haldið áfram á skólaár-
inu 1987—1988. Fyrirhuguð eru tvö slík
námskeið, annað í október, hitt í febr,—
mars. Með tilliti til þess að leiðbeinend-
ur utan af landi eigi auðveldara með þátt-
töku, standa þau yfir aðeins í eina viku,
en kennt allan daginn kl. 9—16.30. A
hvoru námskeiði verða teknar fyrir tvær
greinar, körfugerð og bandvefnaður á
því fyrra og tréskurður og tauþrykk á því
síðara. Að öðru leyti skal vísað á lista
yfir námskeið vetrarins hér að neðan.
í skólanefnd eru nú Þórir Sigurðsson
formaður, Elsa E. Guðjónsson, Hildur
M. Sigurðardóttir, Ingibjörg Þorvalds-
dóttir og Ragnheiður Thorarensen.
Sigríður Halldórsdóttir
Ljósmynd: Sigríður Halldórsdóttir.
HUGUR OG HÖND
NAMSKEIÐ HEIMILISIÐNAÐAR-
SKÓLANS VETURINN 1987-1988
Vefnaður, alm. 7. sept. Leðursmíði 11. jan.
Utskurður 16. sept. Tuskubrúðugerð 12. jan.
Prjóntækni 23. sept. Bótasaumur 12. jan.
Leðursmíði 26. sept. Dúkaprjón 13. jan.
Þjóðbúningasaumur 2. okt. Þjóðbúningasaumur 15. jan.
Þjóðbúningasaumur 3. okt. Fatasaumur 16. jan.
Tauþrykk 6. okt. Vefnaður, alm. 18. jan.
Fatasaumur 12. okt. Myndvefnaður 28. jan.
Bótasaumur 13. okt. Knipl 30. jan.
Tuskubrúðugerð 13. okt. Tóvinna 1. febr.
Knipl 14. okt. Tauþrykk 2. febr.
Spjaldvefnaður 22. okt. Útskurður 3. febr.
Námskeið fyrir Tuskubrúðugerð 9. febr.
leiðbein. aldraðra 26. okt. Saumagínugerð 12. febr.
Vefnaður, uppsetning 2. nóv. Prjóntækni 24. febr.
Myndvefnaður 5. nóv. Námskeið fyrir
Baldýring 9. nóv. leiðbein. aldraðra 29. febr.
Tuskubrúðugerð 10. nóv. Jurtalitun 29. febr.
Útskurður 11. nóv. Vefnaður, alm. 14. mars
Saumagínugerð 20. nóv. Útskurður 6. apr.
Vefnaður, glit o.fl. 30. nóv. Körfugerð 12. apr.