Hugur og hönd - 01.06.1987, Side 17
uð, þó að fátt eitt hafi varðveist af kríl-
uðum böndum á söfnum.
í Islenskum þjóðháttum eftir Jónas
Jónasson (1856—1918) segir um kriluð
bönd: . .krílað er á 3, 5, 7 og enda
9 þáttum. Kríluð bönd eru flöt, en
þykkust í miðjunni. . .“. Jafnframt er
sagt að kríluð bönd hafi verið notuð
sem tengsli, stroffur, bolreimar o.fl.
í Árbók h'ms íslenska fornleifa-
félags 1964, skrifar Elsa E. Guðjóns-
son grein um skinnsaumaða hempu-
borða í Þjóðminjasafni sem taldir eru
frá 18. öld. í þá voru m.a. notuð kríluð
bönd, einlit svört úr togþræði. Grein-
inni fylgir ítarleg lýsing á hvernig kríl-
að er á 7 og á hliðstæðan hátt á 3 og
5. Aðferðina lærði Elsa hjá Halldóru
Bjarnadóttur (1873—1981) og má telja
víst að þetta sé sú aðferð sem notuð
hefur verið hér á landi, þó er mjög
erfitt ef ekki ógerlegt að kríla á 9 á
sama hátt. Orðalag Jónasar Jónas-
sonar „og enda 9 þáttum“ gæti bent
til meiri vanda eða einhverra frávika.
Elsa hefur eftir Halldóru Bjarnadótt-
ur að kríluð bönd hafi m.a. verið not-
uð sem slitbönd innan á samfellu-
falda.
Vitað er að sú aðferð við að kríla
sem Elsa E. Guðjónsson lýsir í grein
sinni hefur verið viðhöfð í mörgum
löndum víða um heim og verður hún
hér eftir nefnd aðferð I. Hún er í
megindráttum þannig að innsta
lykkja annarrar handar (lófar snúa
upp) er dregin yfir í hina með vísi-
fingri þeirrar handar í gegnum eina
lykkju, þá sem er á löngutöng sömu
handar. Lykkjur eru fluttar til á fingr-
unum svo að sá vísifingur sem á að
krækja í nýja lykkju verði laus.
Lykkjufjöldi er látinn standa á stöku
og er því ævinlega einni lykkju færra
á þeirri hendi sem næst á að krækja í
Iykkju.
III
Nú skal nánar lýst hvernig krílað er
á 5 lykkjum með aðferð I. Raktar eru
5 jafnlangar lykkjur (ekki lengri en
75—100 cm) gjarnan með 2—3 litum.
Þær eru bundnar saman í opna end-
ann í einn hnút sem festur er í glugga-
krók, hurðarhún eða annað fast.
(Ágætt er að kappmella litla snæris-
lykkju upp fyrir hnútinn og hengja
hana á krókinn). Lykkjunum 5 er rað-
að á fingurna, t.d. á löngutöng (Lh) og
baugfingur (Bh) hægri handar og á
vísifingur (Vv), löngutöng (Lv) og
baugfingur (Bv) vinstri handar.
Lykkjunum er haldið strekktum við
fremsta liðinn og snúa lófar upp. Nú
er Vh stungið inn í lykkju á Lh (þum-
alfingur getur hjálpað til að halda
lykkjunni opinni), síðan krækir Vh í
lykkju á Bv og dregur hana til sín
gegnum Iykkjunaá Lh, 2. mynd 1. Nú
sitja 3 lykkjur á hægri hendi en aðeins
2 eftir á þeirri vinstri sem næst á að
krækja sér í lykkju. En fyrst er lykkja
á Lv flutt á Bv, lykkja á Vv flutt á Lv.
Þá er Vv laus og getur krækt í lykkju
á Bh sem hann dregur til sín gegnum
lykkjuna á Lv á sama hátt og Vh gerði
áður í gegnum Lh, 2. mynd 2. Á hægri
hendi sitja nú lykkjur á Lh og Vh, þær
eru fluttar í réttri röð á Bh og Lh og
sitja þá eins og í upphafi lýsingar.
A & c o
3.
Þannig er krílað áfram. í hvert sinn
sem krækt hefur verið í lykkju, er
bragðið flutt frá höndunum með því
að breiða út faðminn og þarf að gæta
þess að herða álltaf jafnt, því að eftir
því sem lykkjurnar styttast verður
auðveldara að herða bragðið.
Ef leggja þarf verkið frá sér áður en
því er lokið, verður að ganga þannig
frá lykkjunum að hægt sé að taka þær
nákvæmlega eins upp aftur, t.d. með
því að draga skilband undir og yfir
hvern þátt, fram og til baka og binda
endana saman. Það er ekki auðvelt að
raða lykkjunum rétt á fingurna aftur
hafi þeim verið sleppt lausum.
Hægt er að krækja á nokkra mis-
munandi vegu í lykkjuna sem á að
draga yfir á hina höndina, 3. mynd
A—D. Ef krækt er með bragði A snýst
lykkjan ekki, hægri lykkjuhelmingur
verður áfram hægra megin, hvort sem
lykkjan er á hægri eða vinstri hendi.
Ef krækt er eins og sýnt er með B (eða
C sem gefur sama árangur) snýst
lykkjan um hálfhring við að flytjast
milli handa. Þetta sést vel ef tveir litir
eru hafðir í sömu lykkju (hnútur við
fingur).
Þegar krílað er með aðferð I verður
aðeins lítill áferðarmunur á bandinu,
hvort krækt er með bragði A eða B
(C), og litir raðast einnig eins nema ef
tveir litir eru í sömu lykkju. Aftur á
móti ef krækt er með bragði D snýst
lykkjan um heilan hring og við það
breytist áferðin talsvert. Bragð A og B
eru vafalaust þau sem mest hefur verið
beitt, líklega jöfnum höndum. í lýs-
ingu Elsu E. Guðjónsson er bragð B
notað, en undirritaðri er tamara að
nota A og hefur gert það á sýnishorn-
um, nema annað sé tekið fram, (1.
mynd).
Á sama hátt og krilað er á 5 er kríl-
að á 3 og 7. Vísifingur og langatöng
notuð fyrir 3 Iykkjur, en fyrir 7 eru all-
ir fingur notaðir nema þumalfingur.
„Kríluð bönd eru flöt en þykkust í
miðjunni“, segir í íslenskum þjóðhátt-
um. Þetta á við um bönd kriluð á 5 og
7 með aðferð I, en sé krílað á 3 verður
bandið nær því að vera þrístrent, þ.e.
ef krækt er með bragði A eða D. Ef
notað er B myndast tvö bönd sem
hvort um sig er eins og þríflétta.
Bönd kríluð á 5 og 7 eru áþekk í út-
liti. Á annarri hliðinni, þeirri sem nið-
ur snýr þegar krílað er, koma fram
tvær samhliða lykkjuraðir. Hliðarnar
sem upp snúa eru ekki eins líkar, þó að
báðar minni þær á fléttu. Ur sama
efni verða þau álíka breið en misþykk.
Að kríla á 9, eins og álykta má af
orðum Jónasar Jónassonar að hafi
1. Bönd a,b,c, og d eru krfluð á 3,5,7 og 9
með aðferð I, bönd e,f og g eru krfluð á 5,7
og 9 með aðferð II. Efst sést sú hlið sem
upp snýr þegar krflað er, að neðan er sú
hlið sem niður snýr.
HUGUR OG HÖND
17