Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 20

Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 20
„VEFA MJÚKA DÝRA DÚKA“ Myndvefnaður er mjög gömul listiðn og áhugaverð og gefur möguleika á ótrúlegri margbreytni. Tvívíðar myndir þar sem bregður fyrir marglitum flötum með misþykkri efnisáferð er það sem fyrst kemur upp i hugann þegar fjallað er um myndvefnað. En hin siðari ár hafa einnig sést margvísleg tilbrigði við myndgerðina, svo sem ýmiss konar lögun verka og jafnvel skúlptúrar af ýmsum toga sem vafalítið mundu flokkast undir myndvefnað. Hann skapar óendanlega möguleika á lita- skrúði og formgerð, en er að sama skapi mjög seinunninn og er hið síð- astnefnda ef til vill skýringin á því hvers vegna svo fáir leggja hann fyrir sig. Að gera myndir úr garni, handfjatla efnið og allt að því gæla við það á meðan á vinnu stendur, fá tilfinningu fyrir efnisgerðinni og móta síðan með því mismunandi lagaða og mislita fleti á tvívíðum grunni allt þetta er einstök reynsla og bráðskemmtileg. Um það eru sammála allir þeir sem reynt hafa. Ása Ólafsdóttir tekur heilshugar undir þetta og gott betur. Hún hefur drjúga reynsluna, þar sem hún hefur stundað myndvefn- að af kappi undanfarin 12—14 ár. Myndsköpun í vefnaði er aðalstarf hennar auk þess sem hún kennir myndvefnað við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands eina önn á ári. Ása er fædd árið 1945. Hún nam í MHI 1969—73 og við Konstindustri- skolan, Göteborgs Universitet 1976— 78. í Svíþjóð dvaldi hún og starfaði samtals í átta ár. Nú siðustu árin hefur hún búið í Hafnarfirði, þar sem hún starfrækir vinnustofu með góðri að- stöðu á heimili sínu að Lækjar- hvammi 8. Þegar þangað er komið er augljóst að ekki er slegið slöku við og Ása hef- ur komið sér þannig fyrir að auðvelt er að ganga að verkefnunum. Þar er margt uppi við, enda er listakonan að fást við ýmislegt. Það sem fyrst vekur eftirtekt undirritaðrar eru tveir vef- stólar sem taka talsvert rými enda býsna stórir. í skúffum og hillum er garn og aftur garn, ullargarn, hörgarn og „mohair“ í ótal tilbrigðum. Virð- ingin fyrir hnyklum og hespum vex til muna, þegar Ása segir frá því að hún liti garnið sjálf, þar sem henni sé kappsmál að í verkum hennar varð- veitist hin geysimörgu litbrigði, enda litarefni hennar mjög vandað kemiskt efni. Ása notar mjög lítið íslenska ull, þar sem hún skilar ekki nægilega góð- HUGUR OG HÖND 20 2.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.