Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Side 25

Hugur og hönd - 01.06.1987, Side 25
EFTIRTEKTARVERT FRAMTAK r Aslaug Sverrisdóttir kennari er ein þeirra sem veit af eigin reynslu, að úr góðri íslenskri ull er hægt að vinna miklu fjölbreytt- ara og vandaðra band en spunaverk- smiðjurnar hafa gert síðustu áratugi. Sem listamaður á sviði þráðagerðar, jurtalitunar og vefnaðar kýs hún helst að vinna úr íslenskri ull, en er langt frá því ánægð með það band sem er fram- leitt. Hún telur að það skorti m.a. gott myndvefnaðarband. En Áslaug Sverr- isdóttir er ekki ein þeirra sem sest út í horn og ergir sig yfir aðþeir skuli ekki spinna æskilegt band fyrir hana að vinna úr. Hún framkvæmir sjálf. Áslaug hefur í mörg ár fengist við handspuna og jafnframt kennt þráða- gerð, jurtalitun og vefnað. Hún er því vel kunnug eðliskostum íslenskrar ull- ar og veit að togið hefur þá eiginleika sem eru eftirsóknarverðastir í fallegt myndvefnaðarband, þ.e.a.s. gljáa, spennu, styrkleika og þann að taka vel við lit. Hún vildi láta reyna á hvort ekki væri hægt að fá framleitt gott list- vefnaðarband úr íslenskri ull, en gerði sér jafnframt strax ljóst að úrvalsband verður ekki til úr öðru en úrvalsull sem kemst óskemmd gegnum öll vinnslu- stig. Seint á árinu 1984 tók Áslaug þá ákvörðun að standa sjálf að tilraun með íslenska ull til þráðagerðar með það markmið í huga að fá fram „nokkuð snúðhart band með góðum glans og spennu, miklu slitþoli og yfir- leitt fallegri jafnri og lifandi áferð, sem annars vegar mætti nota í mynd- vefnað en hins vegar í vönduð handof- in smáteppi á gólf“. Hún var staðráðin í því að fylgja verkefninu eftir sjálf frá upphafi til enda. Áður en hafist var handa kannaði hún samstarfsmögu- leika við val og útvegun á ull, ullar- þvott og spuna og hlaut alls staðar góðar undirtektir. í fyrstu var ætlunin að fá ull frá til- raunabúum ríkisins snemma árs 1985 af vetrarrúnu fé, en þá kom í ljós að til- raunir voru í gangi með haustrúningu svo að bíða þurfti haustsins. í október 1985 fór Áslaug austur að Skriðu- klaustri í Fljótsdal ásamt starfsmanni Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins, Emmu Eyþórsdóttur, til að velja ull áður en rúning færi fram. Valdar voru 23 veturgamlar ær með svipaðan lagð, fínan, hreinan og gljáandi. Rúið var um miðjan nóvember og fékk Ás- laug þá senda ullina, samtals 56 kg. Síðar fékk hún 20 kg af ull frá Reyk- hólum, en ull þaðan mun vera sérlega togmikil. Að þessu öllu var skipulega unnið, hver skepna skráð, ullarsýni tekin og ær eða reyfi ljósmynduð. 2. Ullin var siðan þvegin í ullarþvotta- stöð Garðars Gíslasonar í Reykjavík. Þar sem ullin kom mjög hrein og gljá- andi fór Áslaug fram á að sódamagn í þvottalegi yrði minnkað frá því sem venja væri og var það gert. En við athugun hjá Álafossi, sem tekið hafði að sér kembingu og spuna, kom í ljós að ullin myndi of feit í kembivélarnar. Var hún því skoluð aftur úr sódalausu sápuvatni. Síðan var kembt, spunnið og tvinnað. Við ákvörðun á spuna- snúð og stærð bandsins var sænskt listvefnaðarband haft til hliðsjónar. Bandið fékk loðbandsspuna, z-spuna- snúð, 200 snúninga pr/m og s-tvinn- ingarsnúð, 178 snúninga pr/m. Stærð- in (númerið) er 5,9 m/g á einfalda þættinum og slitþol 1605 g/m. Þegar bandið var afhent í janúar 1986 reyndist það vega 48 kg. En hvernig tókst svo tilraunin að öðru leyti? í maí 1986 sendi Áslaug samstarfsfólki sínu skýrslu um til- raunaverkefnið sem hún kallar þar „íslensk ull — úrvalsband“. Þar skýrir hún frá hvernig staðið var að hverjum þætti tilraunarinnar og hvernig hún metur árangurinn. Við matið á band- inu gerir hún samanburð á því og norsku listvefnaðarbandi úr ull af spelsau-fé, sem er gamall norrænn fjárstofn, skyldur hinum íslenska. ís- lenska bandið reyndist loðnara og heldur mýkra en það norska, þ.e. hefur hlutfallslega meira þel. Snúðurinn er því ógreinilegri og glansinn heldur minni, þó viðunandi. Spenna og fjað- urmögnun eru ágæt. Snúðurinn er nokkuð misjafn bæði á því íslenska og norska, en íslenska bandið er talsvert hvítara. Áslaug hefur litað bandið með jurtalitum og tekur það mjög vel við þeim. Litirnir verða sérlega bjartir og fallegir. Um kosti og galla íslenska bandsins segir Áslaug m.a. í skýrslunni: „Band- ið mætti vera sneggra og snúðharðara, en litur, glans og spenna svara vel þeirri skilgreiningu sem til grundvallar liggur. Hvíti liturinn ásamt lifandi og fjaðurmagnaðri áferð eru tvimæla- laust helstu kostirnir en loðin áferð og tiltölulega lítið slitþol helstu gallarnir. Hvað snertir spunann þá er jafn spuni e.t.v. ekki nauðsynlegur á myndvefn- aðarbandi. Jafnspunnið band getur gefið flata og dauða áferð í myndvef en misspunnið verið meira lifandi“. Eftir þessu að dæma er Áslaug nokkuð sátt við tilraunina og árangur- inn, enda má hún vera það. Bandið er mjög fallegt, hefur kosti góðs mynd- vefnaðarbands, þó að það standist ekki i öllum greinum samanburð við norska bandið sem vafalaust hefur þróast á löngum tíma og er spunnið úr togmikilli ull af ræktuðu fé. 1. og 2. Myndverk úr jurtalituðu hand- spunnu togi eftir Aslaugu Sverrisdóttur. Ljósmyndir: Aslaug Sverrisdóttir. HUGUR OG HÖND 25

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.