Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1987, Qupperneq 30

Hugur og hönd - 01.06.1987, Qupperneq 30
UM HROSSHÁR OG FLEIRA Sigurlaugu (Sillu) Jóhannesdóttur. Hún spann á „vitlausu snældu" (sjá Hug og hönd 1976, bls. 29) og hafði lært það austur í sveitum. Þetta er áhald sem líkist tveimur sleifum, önn- ur er með gati sem hinni er stungið í og hnokki (krókur) framan á. Þessu er snúið með handsveiflu mikilli og gata- sleifin færir snúðinn uppá hrosshárið sem flækist í mikla bendu uppvið snælduna. Allt lítur þetta heldur ógæfulega út og þar fyrir trúi ég að nafnið á áhaldinu sé komið. Þó er til- tölulega auðvelt að jafna snúðinn á bendunni þegar rakið er ofanaf, því hrosshárið þófnar ekki. Feikilega þreytandi er að snúa áhaldinu lengi. Með orð Áslaugar í huga: „Það er hægt að spinna á allt sem snýst“, fór ég að leita að öðru tæki. Halasnældan reyndist mér ekki síð- ur þreytandi en „sú vitlausa“. Þá reyndi ég áhald sem notað er til að tvinna með, og gekk sæmilega. Síðast komst ég yfir stóran spólurokk, festi hnokka framaná teininn og þá fór þetta að ganga. En fyrst þarf að þvo og tæta áður en spunnið er. Mér hefur gefist ágætlega að nota þvottalög með salmíaki og sjóðandi heitt vatn. Hitaveituvatnið dugir. Töglin eru mjög misjöfn, sum eru í ársritinu Hugur og hönd, 1968, skrifar Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum ágæta grein um hross- hársvinnu á heimilum áður fyrr. Lýsir hann allítarlega vinnslu á hrosshárinu og í hvað það var aðallega notað, en það voru nytjahlutir, eins og fléttuð reipi og brugðnar gjarðir. Þessi notkun á hrosshári hefur að mestu horfið, en í allmörg ár hafa textíllista- konur okkar notað hrosshár í verk sín. Má nefna Ásgerði Búadóttur og Sig- urlaugu Jóhannesdóttur. egar setið er við spuna hvarflar hugurinn víða meðan þráður- inn verður til milli fingranna. Hendurnar vinna óháðar hugsuninni og þótt augun hvíli á þræðinum spinn- ur hugurinn annan þráð sem leiðir oft á óvæntar slóðir. Að vinna hrosshár minnir töluvert á barnauppeldi. Aðalatriðið er að hafa hemil á efninu án þess að skemma upprunalega eiginleika þess. Hrosshár er ákaflega dramatískt efni með mikla spennu, hált og glans- andi. Það reynir að brjótast úr þeim hömlum sem á það eru lagðar. Mjög Að Þingholtsstræti 28 í Reykjavík reka 5 ungar konur vinnustofu. Ein af þeim er Elísabet Þorsteinsdóttir. Hún er vefnaðarkennari, útskrifuð frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985. Elísabet notar hrosshár í vefnað sem hún spinnur á spólurokk. Hún hefur orðið við tilmælum blaðsins um að segja lesendum frá því hvernig hún framkvæmir þennan óvenjulega spuna. auðvelt er að ofgera með þvi og þá verður það tilgerðarlegt. Ekki ólíkt ís- lenskri tungu sem verður svo auðveld- lega uppskrúfuð þegar þarf að orða heilsteypta hugsun. Hófsemi er best í hvorutveggja. Ég lærði að spinna í MHI hjá Ás- laugu Sverrisdóttur sem hafði gott taumhald á nemendunum og þráða- gerðinni, en gaf svo lausari tauminn þegar líða tók á; sköpunarnáttúran tók við stjórninni og mannshár, reyni- ber, fjaðrir og jafnvel dagblöð voru spunnin og snúin á milli þáttanna. Hrosshárinu kynntist ég fyrst hjá 2. stríð og flókin, önnur gljáandi og slétt. Að þvotti loknum klippi ég lengstu töglin, þar sem lengstu hárin eru meira en metri á lengd. Það er 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.