Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 38

Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 38
Nordens Institut pá Aland, Álands Hemslöjdsförening og Alands Museum. Fyrri dag ráðstefnunnar var aðal- áherslan lögð á umfjöllun um verkun og notkun skinna og leðurs í samfélagi forfeðra þessara þjóða. Þar flutti Toini-Inkeri Kaukonen frá Finnlandi erindi sem hún nefndi: „Notkun skinna fyrr og nú í Finnlandi með hliðsjón af norrænum aðstæðum“. Ingrid Bergman, forstöðumaður Norræna safnsins í Stokkhólmi, fjall- aði um og sýndi myndir af skinnklæð- um frá ýmsum stöðum sem til eru á því safni. Þær Sorine Kjær Nilsen og Martine Jensen frá Grænlandi, kenn- arar við Noregaards Hojskole i Bjer- ringbro i Danmörku, töluðu um skinnavinnu á Grænlandi. Marianne Nilsson, kennari og handverksmaður frá Norður-Sviþjóð, sagði frá og sýndi myndir af handverki Samanna. For- vörður færeyska safnsins í Þórshöfn, Nicolina Jensen, talaði um handverk- ið í Færeyjum og verkun gæruskinna. Elsa E. Guðjónsson, deildarstjóri textíldeildar Þjóðminjasafnsins, flutti samantekt um íslensk sjóklæði (mynd 1) og skinnskó eftir ferðabókum ís- lendinganna Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og Ólafs Olaviusar, Dananna Niels Horrebow og Nicolai Mohr og Svíans Uno von Troil. Sam- antekt þessi birtist í aðalatriðum í 2. hefti sænska heimilisiðnaðartimarits- ins Hemslöjden 1987/2. Að lokum sagði Li Simon Dahl, frá Ulefoss í Suður-Noregi, frá svefnfeldum í Noregi og táknmyndum þeirra. Seinni hlutinn fjallaði um stöðu skinniðjunnar eins og hún er nú á Álandseyjum. Um það efni töluðu heimamenn. Það voru þau Barbro Mann, Michael S. Gunér og Lars Mattsson. Síðari hluta dagsins var haldið til á byggðasafninu í Maríu- höfn. Þar hafði verið sett upp sýning á gömlum skinnfatnaði frá eyjunum. Sögðu gestgjafar okkar að ótrúlegt væri hvað tíndist til af slíkum munum þegar farið væri að falast eftir ein- hverju frá fólki sem grunur léki á að lumaði á skinn- og leðurklæðnaði. Mynd 2 er frá þessari sýningu og segir hún kannski meira en nokkur orð. Hver þátttökuþjóð setti upp smásýn- ingu á munum frá sinum heimaslóð- um og var safnið opið öllum almenn- ingi. Á námskeiðunum fengum við Elsa HUGUR OG HÖND SKINNAVINNA RÁÐSTEFNA OG NÁMSKEIÐ Á ÁLANDSEYJUM Verkun og notkun skinna á norðlægum slóðum fyrr og nú var aðalefni ráðstefnu sem haldin var dagana 22. og 23. nóvember 1986 í Mariuhöfn á Álandseyjum. í framhaldi af ráðstefnunni, þ.e. dagana 24. og 25. nóvember voru haldin nám- skeið í heimilisiðnaðarskóla í Tosarby 38 (Sund). Þátttakendur á þessari ráð- stefnu voru um sjötíu talsins frá öllum Norðurlöndunum að Grænlandi með- töldu. Um helmingur þeirra sótti síð- an námskeiðin. Héðan fóru tveir þátt- takendur, þær Elsa E. Guðjónsson og Hildur M. Sigurðardóttir, í boði þeirra sem gengust fyrir ráðstefnunni, þ.e.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.