Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 39
að ganga á milli hópanna og kynna
okkur m.a. skógerð Færeyinganna
sem þær Mona Jensen, Elin Linden-
skov og Nicolina Jensen kenndu, og
verkun selskinna hjá Grænlendingum
og perlusaumi þeirra sem þær Martine
Jensen og Sorine Kjær Nielsen
kenndu. Þá fylgdumst við með gæru-
skinnavinnu Álandseyjabúanna, en
þá vinnu leiddi Elisabet Sjöland sem
sjálf rekur gæruskinnaverksmiðju og
saumastofu í tengslum við hana.
Marianne Nilsson sýndi verkun hrein-
dýraskinna og kenndi hvernig Sam-
arnir saumuðu úr því og skreyttu.
í samfélagi forfeðranna voru þeir
þættir sem tengdust öflun matar og
því að skýla sér fyrir kuldum samofnir
í órjúfanlega heild daglegs lífs fólks-
ins. Skepnum var lógað og farið var á
veiðar að afla til matar. Skinnin sem
þannig féllu til voru verkuð og unninn
úr þeim klæðnaður, skófatnaður og
nytjahlutir ýmiss konar. Skinntegund-
irnar voru margar og greinilegt að að-
ferðirnar við verkunina voru misjafn-
ar eftir stöðum. Má í því sambandi
benda á að hér heima voru skinn ekki
barkarsútuð af þeirri einu skiljanlegu
ástæðu að hér voru ekki skógar eins
og víðast annars staðar. Hér voru
skinn hengd upp og látin hanga, þar til
rotnun hafði náð réttu stigi. Þá voru
þau tekin og hárið skafið af, skinnið
þvegið og lagt í saltpækil. Svipuð að-
ferð var notuð í Færeyjum.
Á Grænlandi var selskinn mikið
notað í skó en þeir voru mjög frá-
brugðnir íslensku skónum meðal ann-
ars vegna þess að þeir voru eins og
stígvél, náðu upp fyrir hné. Hárið var
ekki skafið af selskinnunum heldur
var það látið snúa út en gæta þurfti vel
að því að skafa fituna úr hárinu og var
það gert með þitlausu verkfæri. Þetta
sýndu Grænlendingarnir og leyfðu
þátttakendum að reyna sig við á nám-
skeiðinu.
Barkarsútunin sem mest er notuð
við verkun nautshúða, kálfskinna,
hreindýraskinna o.fl. fór þannig fram
að skinnið var lagt í lög af trjáberki
þar til hárið losnaði, þá var það skafið
af. Nicolina Jensen frá Færeyjum
nefndi að vel hefði gefist þar að leggja
skinnið í lög af „potentilla“ (blárót)
þvi þar eins og hér var lítið um skóga.
Á Byggðasafninu í Maríuhöfn sýndi
Johan Helander frá Finnlandi athygl-
isverða mynd um barkarsútun. Mynd
þessi var gerð af byggðasafninu í
Gamla Karleby árin 77—78 og aðal-
leikarar hennar voru tveir menn á
áttræðisaldri sem alla sina tíð höfðu
unnið við þá iðju. Þátttakendur virt-
ust yfirleitt sammála um að slík verk-
2.
un hefði gefið af sér miklu betri afurð.
Christer Jönsson og Eva Salomonsson
frá Gotlandi lýstu því hvernig þau
reyndu að nota gamlar aðferðir við
verkun skinna sem þau síðan ynnu að
fullu í hluti sem þau seldu sér til lífs-
viðurværis. Þátttakendum sýndu þau
smækkaðar myndir af verkfærum
þeim sem þau notuðu við sína vinnu.
Það má ljóst vera að allur klæðnað-
ur, skófatnaður og aðrir nytjahlutir
urðu til á heimilunum vegna nauð-
synjar á að nýta alla þá hluti sem til
féllu. Hvað var þá eðlilegra en nota
þau skinn sem af skepnunum komu.
Hver þjóð skóp með sér sín sérkenni í
hönnun fatnaðar úr skinni og leðri þar
sem þörfin og notagildið varð upp-
spretta nýrra hluta. Hér heima var
skinn mest notað til sjóklæðagerðar
eins og fram kom í máli Elsu E. Guð-
jónsson. Síðan var það skófatnaður-
inn sem oftast var búinn til úr sauð-
skinni þó ýmislegt annað væri notað
eins og hákarlaskrápur o.fl. I Færeyj-
1. íslensk sjóklæði. Ljósmynd frá önd-
verðri 20. öld.
2. Skinnklæðnaður frá Álandseyjum.
Ljósmynd: Hildur M. Sigurðardóttir.
HUGUR OG HÖND
39