Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Sjálfsagt líður
þeim óþægi-
lega þegar við
þeim blasa á
sjónvarps-
skjánum
falleg og
sakleysisleg
andlit þeirra
barna sem
senda á í
skelfinguna í
Grikklandi.
Það dylst
engum að
frumvarp
þetta er
hluti af
kattarþvotti
ríkisstjórn-
arinnar í
Samherja-
málinu.
Víst er mannkynið of mörgum stund-um eigingjarnt og sjálfhverft, en þrátt fyrir það eru fjölmargir einstaklingar sem vilja ekki horfa aðgerðalausir upp á neyð annarra heldur rétta þeim hjálparhönd hafi þeir tækifæri til.
Einhverjir myndu halda að stjórnmálamenn legðu
út á braut stjórnmála einmitt til að láta gott af sér
leiða og gera sitt til að skapa öðrum betri aðstæður.
Áhugaleysi stjórnmálamanna á að gera einmitt
þetta er oft æpandi og opinberast í mörgu. Eins og
til dæmis í málum þeirra flóttamanna sem flýja
stríð og ofsóknir og koma hingað með börn sín í
von um að geta skapað þeim örugga framtíð í frið-
sömu landi. Í stað þess að hugsun stjórnmálamanna
sé: „Leyfum þeim að koma,“ þá er viðhorf þeirra
margra: „Enn einir f lóttaforeldrarnir með börn í
neyð. Mál sem ég get ekki verið að skipta mér af!“
Samt erum við Íslendingar þjóð sem á ráðherra
sem hefur titilinn „barnamálaráðherra“. Sá titill er
eins og hannaður til að stæra sig af á ráðstefnum
Sameinuðu þjóðanna. Þegar börn flóttafólks eiga
í hlut lætur þessi ráðherra þó ekki ná í sig. Dóms-
málaráðherrann lætur sig engu varða þótt hópur
fólks mótmæli við ráðuneytið kaldrifjaðri afstöðu
sem ríkir hér á landi í málefnum flóttafólks. Ráð-
herrar Vinstri grænna umvefja sig síðan þögninni
meðan allir vita að viðbrögðin yrðu á annan veg
væru þeir í stjórnarandstöðu. Þá hefðu þeir hraðað
sér í hóp mótmælenda við dómsmálaráðuneytið.
Það er leitt þegar stjórnmálin stjórnast hverju
sinni af hentistefnu. Verður það virkilega þannig
eftir næstu kosningar, þegar Samfylkingin er komin
í ríkisstjórn, að Helga Vala Helgadóttir, hvort sem
hún er þá í ráðherraembætti eða ekki, glati sam-
stundis umhyggju sinni gagnvart barnafjölskyldum
á flótta og svari, þegar hún er spurð um stöðuna í
máli einhverra þeirra: „Ég get ekki tjáð mig um ein-
stök mál.“
Nýlega var því frestað tímabundið að vísa úr landi
barnafjölskyldu sem hingað leitaði og senda átti til
Grikklands, þar sem aðstæður eru svo skelfilegar að
Rauði krossinn hefur varað við þeim. Frestunin er
einungis tímabundin og tilkomin vegna kerfisbreyt-
inga í Grikklandi. Fjölskyldunnar bíður brottvísun,
fyrr eða síðar. Hér á landi gætu börnin sem í hlut
eiga átt gott líf með foreldrum sínum, en það skal
haft af þeim.
Ekki er það ríkisstjórninni til álitsauka að þegja
þunnu hljóði þegar börn í neyð þurfa aðstoð. Þar er
við lýði hugsunin um að ekki megi skapa fordæmi.
Það er einmitt heppilegt fyrir ráðamenn sem vilja
ekki taka af skarið í einstökum málum að koma sér
upp þeirri hugsun. Um leið telja þeir sig vera stikk-
frí. Það breytir þó engu um það að þeir eru sekir um
að koma harðneskjulegu kerfi til varnar.
Sjálfsagt líður þeim óþægilega þegar við þeim
blasa á sjónvarpsskjánum falleg og sakleysisleg and-
lit barna sem senda á í skelfinguna í Grikklandi. Um
leið er samviskan sefuð með hugsuninni um að alls
ekki megi gefa fordæmi.
Fordæmið
Bolli
Héðinsson
hagfræðingur
Ríkisstjórnin hyggst standa fyrir lagasetningu sem á að stuðla að trausti og gagnsæi í upplýsingagjöf fyrirtækja „sem almennt má telja að séu þjóðhags-
lega mikilvæg og varða hagsmuni almennings“. Það dylst
engum að frumvarp þetta er hluti af kattarþvotti ríkis-
stjórnarinnar í Samherjamálinu sem vonast eftir, að með
því að lofa auknum upplýsingum um fyrirtækið, þá sé
líklegra að þjóðin sætti sig við það málamyndagjald sem
útgerðinni er gert að greiða fyrir afnot af fiskimiðunum.
Lagafrumvarpið felur aftur á móti í sér fullkomið
virðingarleysi gagnvart landbúnaði með því að laga-
frumvarpið er alls ekki látið taka til landbúnaðar á neinn
máta en tekur til fyrirtækja á sviði fiskveiða, í samgöng-
um, fjarskiptum o.fl. sem eru að mati ríkisstjórnarinnar
þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem varða hagsmuni
almennings.
Að mati ríkisstjórnarinnar gildir það ekki um land-
búnað sem þá er væntanlega hvorki þjóðhagslega mikil-
vægur né að hann sé hluti af hagsmunum almennings.
Helsta keppikefli ráðamanna í landbúnaði hefur árum
saman verið að leggja áherslu á mikilvægi atvinnu-
greinarinnar í þjóðhagslegu samhengi og hversu mikil-
væg atvinnugreinin er fyrir afkomu almennings. Þessa
atvinnugrein ætlar ríkisstjórnin algjörlega að hunsa
af fullkomnu virðingarleysi. Ólíklegt er að ráðamenn
bænda sætti sig við að vera settir skör lægra en fyrirtæki í
áðurnefndum atvinnugreinum.
Samkvæmt frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að veittar
séu upplýsingar um laun og kjör æðstu stjórnenda fyrir-
tækjanna með sambærilegum hætti og hjá fyrirtækjum
skráðum í kauphöll. Það segir meira um raunverulegan
hug ríkisstjórnarinnar að baki frumvarpinu sem á að
heita eindreginn vilji til upplýsingagjafar til þjóðarinnar.
Augljóst má telja að þegar frumvarpið var borið undir
stjórnendur fyrirtækjanna hafi þeir talið að réttast væri
að sleppa upplýsingum um kaup þeirra og kjör enda við-
búið að slíkt væri til þess fallið að valda þeim óþæg-
indum sem þeir gjarnan vildu vera lausir við. Við því
var greinilega orðið, Vinstri græn hafa ekki séð ástæðu
til annars en fallast á þetta sjónarmið fyrirtækjanna og
Sjálfstæðisflokksins.
Vanvirðing við landbúnað
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
Tóm steypa
Í annað sinn á stuttum tíma fer
fram eftirför lögreglu í miðbæ
Reykjavíkur. Fyrir stuttu var
konu nokkurri á jepplingi veitt
eftirför um Sæbraut og Lækjar-
götu, sem endaði syðst í Lækjar-
götu. Þarna voru tugir gangandi
vegfarenda á ferð og mikil hætta
á ferð. Enn alvarlegra atvik varð
í gærmorgun þegar maður, das-
aður af vímuefnum, tók steypu-
bíl traustataki og var veitt eftir-
för eftir Sæbrautinni, eftir að
hann ók bílnum niður Laugaveg,
Bankastræti og Lækjargötu.
Í báðum tilvikum fæst ekki
annað séð en að hægt hefði verið
að stöðva för bifreiðanna fyrr en
raunin varð. Það er ekkert grín
að stöðva ökumenn sem eru viti
sínu fjær, að ekki sé nú minnst
á heilan steypubíl. En lögreglu-
menn eru sérþjálfaðir til þess og
bifreiðar þeirra margar útbúnar
til þess arna. Lögreglan verður
því að rökstyðja fyrir borgurum
hvers vegna þetta var ekki gert.
Í gangi
Það er erfitt að koma steypu úr
tromlu steypubíls nema hann sé
í gangi. Því verður líklega ekki
breytt. Hins vegar má athuga
hvort ekki sé ráð að loka verk-
stöðum svo tryggilega að þangað
rambi ekki fólk sem fær fráleitar
hugmyndir og framkvæmir þær.
Það hlýtur að vera hægt að setja
það í einhverja reglugerðina, úr
mörgum er að velja þegar kemur
að vinnuvernd, byggingum,
öryggismálum og svo framvegis.
1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN