Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Elsa segir að sýnendur hafi sýnt þeirri ákvörðun að fresta sýningunni í ljósi aðstæðna mikinn skilning. Það hefði verið erfitt að framfylgja leiðbeiningum almannavarna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það stefnir í að glæsilegt þorp rísi í Laugardalshöllinni í október. Sýningin spannar svo breitt svið að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Stórsýningin Verk og vit fer fram dagana 15. til 18. októ-ber næstkomandi í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. „Fagsýning eins og Verk og vit er mikilvægur vettvangur fyrir byggingariðnaðinn og felur í sér tækifæri fyrir fagaðila, innlenda jafnt sem erlenda, til að kynna vörur sínar og þjónustu og styrkja tengsla netið,“ segir Elsa Giljan Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Verks og vits. „Verk og vit hefur skipað sér mikilvægan sess hjá fagaðilum til að hittast og mynda viðskiptasambönd og einnig sem uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjageirans á síðustu árum. Meðal sýnenda á Verki og viti eru byggingaverktakar, verkfræði- stofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafarfyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitar- félög, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Elsa. Auk þess verður ráðstefna og fjöldi viðburða haldinn samhliða sýningunni.“ Nauðsynlegt að fresta Verki og viti „Eins og kunnugt er átti upphaflega að halda sýninguna 12.-15. mars, en í ljósi aðstæðna vegna COVID - 19 var heilsa og hagur sýnenda, þjónustuaðila og gesta sýningar- innar, sett í algeran forgang,“ segir Elsa. „Að höfðu samráði við Emb- ætti landlæknis og samstarfsaðila sýningarinnar var ákveðið að fresta sýningunni fram í október 2020. Sú ákvörðun var tekin með hliðsjón af eðli sýningarinnar og þeim fjölda fólks sem sækir hana heim, en það hefði verið erfiðleikum bundið að framfylgja leiðbeiningum almannavarna. Sýnendur hafa sýnt þessari ákvörðun skilning í ljósi aðstæðna og erum við sannfærð um að allir koma til með að leggjast á eitt til að gera sýninguna sem glæsilegasta í haust,“ segir Elsa. „Við erum að horfa til sams konar sýninga erlendis varðandi þessa ákvörðun og sýningar sem þessar eru yfirleitt settar upp annað- hvort á vorin eða á haustin,“ segir Elsa. „Sú sýning sem er hvað líkust Verki og viti og við horfum mest til er Bygg Reis Deg sem haldin er í október annað hvert ár í Noregi. Við búum í svipuðu loftslagi og hér kemur innspýtingin í þessa mark- aði yfirleitt á vorin og haustin.“ Innspýting í geirann „Verk og vit spannar mjög breitt svið og veitir gott tækifæri til að kynna sér allar nýjungar á markaðnum. Sýningin er komin til að vera og í gegnum árin hefur það sýnt sig að hún hefur veitt fyrirtækjum aukinn sýnileika sem hjálpar þeim að skapa sér við- skiptatengslin sem þau þurfa á að halda,“ segir Elsa. „Mörg fyrirtæki stilla árshátíðum og annars konar hópefli upp í kringum Verk og vit. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa þá boðið starfsfólki sínu á sýninguna til að kynna sér það sem er að gerast á markaðnum og það hefur jákvæð áhrif. Sýningahald skapar viðskipti og þekkingu,“ segir Elsa. „Markaðs- setning sem þessi er öflug og skilar sér allt öðruvísi og á miklu beinni hátt en önnur markaðssetning, sérstaklega í þessum geira. Á sýningum geta líka allir náð tali af fagaðilum sýnenda, sem oft er ekki svo sjálfgefið að ná tali af. Allt saman veitir þetta geiranum orkuinnspýtingu.“ Eitthvað fyrir alla „Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sýningunni þar sem hún spannar svo breitt svið. Allt frá litlum skrúfum í stórar steypu- eða tréeiningar,“ segir Elsa. „Árið 2018, á síðustu sýningu, var sett aðsóknarmet, en þá sóttu um 25.000 manns sýninguna, þar sem yfir hundrað sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu. Sýningin er fyrst og fremst sett upp fyrir fagaðila en bygginga- og mannvirkjagerð og skipulagsmál eru hlutir sem snerta okkur öll,“ segir Elsa. „Margir eru að sinna alls kyns framkvæmdum í frítíma sínum og því er tilvalið að kynna sér það sem sýnendur Verks og vits hafa upp á að bjóða. Miðað við teikningar sem ég hef séð af því sem var fyrirhugað núna í mars stefnir í að glæsilegt þorp rísi í Laugardalshöll í október,“ segir Elsa. „En þar sem sýningin var færð er reyndar hugsanlegt að einhverjar áætlanir breytist því fyrirtæki gætu þurft að nýta rými öðruvísi. En það verður bara gaman að sjá hvernig rýmin verða nýtt. Íslendingar eru ótrúlega hug- myndaríkir þegar kemur að því að leysa svona mál í samvinnu við sýningahaldara og það er of boðs- lega mikill metnaður í sýnendum og mikið lagt í sýningarýmin. Það er líka von á ýmsum nýjungum á sýningunni, ég veit að nokkur fyrirtæki ætla að kynna nýja hluti, en ég má ekki tjá mig neitt um það eins og er,“ segir Elsa. AP almannatengsl er fram- kvæmdaaðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykja- víkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn. Markaðssetning sem þessi er öflug og skilar sér allt öðruvísi og á miklu beinni hátt en önnur markaðssetning, sérstaklega í þessum geira. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RVERK OG VIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.