Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 8
Ég vil þakka Bernie Sanders og stuðn- ingsmönnum hans fyrir óþrjótandi orku og ástríðu. Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna VÍSINDI Fjölbreyttar bakteríuteg- undir náskyldar klamydíubakterí- unni hafa fundist djúpt í Norður- Íshafinu. Vísindamenn voru að rannsaka örverur sem búa nokkr- um metrum undir sjávarbotni á meira en 3 kílómetra dýpi þegar þeir uppgötvuðu bakteríurnar. Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Jennah Dharamshi frá Uppsalahá- skóla í Svíþjóð, sagði fundinn hafa komið á óvart. „Að finna klamydíubakteríu í þessu umhverfi var alveg óvænt og vakti strax spurninguna um hvað í ósköpunum hún væri að gera þar,“ sagði Jennah. „Að finna ættingja klamydíubakteríunnar við þessar aðstæður gefur okkur nýja innsýn í þróunarsögu hennar.“ Umhverfi tegundanna var ekki einungis súrefnissnautt heldur einnig laust við mögulega hýsla en vísindamennirnir telja að verið geti að tegundirnar fái næringu frá öðrum örverum í botnsetinu. – atv Klamydía finnst í Norður-Íshafi BANDARÍKIN Kvikmyndaframleið- andinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir að hafa neytt aðstoðarkonuna Miri- am Haley til munnmaka og nauðga annarri ónafngreindri konu. Alls báru sex konur vitni í rétt- arhöldunum gegn Weinstein en frá árinu 2017 hafa meira en 80 konur stigið fram og sakað framleiðand- ann um ýmis kynferðisbrot. „Það er kominn tími til að fólk sem nauðgar öðru fólki borgi fyrir líf þeirra sem hann tók með lífi sínu,“ sagði Haley í yfirlýsingu sem hún las upp fyrir dóminn. Weinsteins bíða frekari sakar- giftir í Los Angeles. – fbl Weinstein fékk 23 ára fangelsi Bakterían fannst á 3 kílómetra dýpi. Fékk þungan dóm fyrir nauðgun. UTANRÍKISMÁL Árni Þór Sigurðs- son, sendiherra í Helsinki, tilkynnti Yehor Bozhak, aðstoðarutanríkis- ráðherra Úkraínu, á fundi í gær að Ísland stæði heils hugar að baki fullveldi Úkraínu og kröfu landsins um að fá eigin landsvæði til baka af Rússum. Þakkaði Bozhak fyrir og greindi frá aukinni spennu í austur- hluta landsins, sem stuðningsmenn Rússa hafa hernumið að stórum hluta. Árni Þór tekur við sem sendi- herra í Moskvu í júní næstkomandi. Ræddu Árni Þór og Bozhak einn- ig um styrkingu á tvíhliða sam- starfi Íslands og Úkraínu á ýmsum sviðum, svo sem í viðskiptum, ferðamennsku, háskólastarfi og jarðvarmaorku. Þá ræddu þeir einnig um nauðsyn þess að koma á beinum f lugsamgöngum á milli landanna. Átökin á milli Rússa og Úkraínu- manna hafa staðið yfir síðan 2014 þegar Krímskagi var hernuminn og loks innlimaður í Rússland. Þá hafa átökin í austurhlutanum, Donbass-héraði, verið viðvarandi og Rússar stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum með því að senda hermenn, vopn og peninga yfir landamærin. Volodimír Selenskij, forseti Úkraínu, telur sig geta samið við Pútín um frið á þessu ári, en viður- kenndi í viðtali við The Guardian fyrir skemmstu að tími til viðræðna væri að renna út og hann þyrfti að sjá raunverulegan samningsvilja frá rússneska forsetanum. – khg Ísland styður fullveldi af heilum hug Árni og Bozhak funduðu í gær. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTI ÚKRAÍNU BANDARÍKIN Þrátt fyrir vonbrigði annan þriðjudaginn í röð, er Bernie Sanders ekki af baki dottinn í bar- áttunni um að hljóta útnefningu Demókrata fyrir forsetakosning- arnar sem fara fram í nóvember. Varaforsetinn fyrrverandi sigr- aði í öllum ríkjunum sem kusu kjörmenn á þriðjudaginn, nema í minnsta ríkinu, Suður-Dakóta. Biden hafði aflýst kosningafundi sem boðaður hafði verið en steig þó á svið í Stjórnarskrármiðstöðinni í Pennsylvaníu og þakkaði fyrir dag- inn. Það var annar bragur á Biden en áður. Hann talaði hlýlega til Sanders og stuðningsmanna hans, rétt eins og Sanders hefði þegar tilkynnt að hann væri hættur. „Ég vil þakka Bernie Sanders og stuðn- ingsmönnum hans fyrir óþrjótandi orku og ástríðu.“ Ræða Bidens bar öll merki þess að hann fyndi sjálfur að sigurinn væri í sjónmáli. Hann var landsföður- legur en hógvær í senn. Fyrir réttum tveimur vikum leit út fyrir að bar- áttu hans væri lokið. Hann var langt á eftir Sanders og bæði Pete Buttig- ieg og Amy Klobuchar voru komin fram úr honum. Svo sigraði hann í Norður-Karólínu, taflið snerist við með dramatískum hætti og hann landaði stórsigri á stóra þriðjudeg- inum 3. mars. Eftir sigurinn í gær eru stuðn- ingsmenn Bidens og áhrifamenn í f lokknum farnir að þrýsta á Sand- ers leynt og ljóst að láta gott heita. Flokkurinn þurfi tíma til að græða sár og ná vopnum sínum fyrir slag- inn við Donald Trump um Hvíta húsið. Stuðningsmenn Sanders hafa margir verið gríðarlega óánægðir innan flokksins allt frá því í kosn- ingabaráttunni 2016 þegar Sanders tapaði fyrir Clinton og segja má að f lokkurinn sé klofinn milli hóf- stilltra og róttækra Demókrata. Sigur Bidens í stærsta ríkinu, Mich igan, olli Sanders mestu von- brigðunum en hann hafði unnið sigur í því ríki í slagnum við Hillary Clinton 2016. Svo mikið var áfallið að Sanders ávarpaði ekki stuðn- ingsmenn sína með neinum hætti, fyrr en eftir hádegi daginn eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Þangað til lá í loftinu sú spurning hvort hann hygðist láta gott heita. Blaðamannafundur hans var með töluvert öðru sniði en ræða Bidens kvöldið áður. Sanders virtist her- skár. Hann beindi orðum sínum ekki aðeins að stuðningsmönnum sínum heldur einnig að Biden og flokknum. „Sú lína sem við heyrum aftur og aftur er þessi: Málefni ykkar eru góð og þið talið fyrir mikilvægum málum en ég verð að kjósa Biden því hann er líklegri til að geta unnið Trump,“ sagði Sanders og hélt áfram: „Þessu er ég alfarið ósammála.“ Sanders vísaði til öflugasta kjós- endahóps síns, unga fólksins, og talaði til f lokksforystunnar sem gæti ekki lengur tryggt stuðning yngri kynslóðanna og raunar ekki heldur fólks á þrítugs- og fer- tugsaldri. Stærsti stuðningshópur Bidens væru kjósendur yfir 65 ára og f lokkurinn hlyti að sjá að hann myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sanders lauk máli sínu með því að lýsa tilhlökkun til kappræðna fram- bjóðendanna tveggja sem fram eiga að fara á sunnudag. Og með yfirlýs- ingu um þá tilhlökkun er ljóst að hann er hvergi nærri hættur. adal- heidur@frettabladid.is Segist víst geta sigrað Trump Þótt Joe Biden hafi nú mikla yfirburði í baráttunni um útnefningu Demókrata er Sanders í fullu fjöri. Hann hafnar því að Biden sé líklegri til að geta sigrað Trump og segist hlakka til kappræðna á sunnudag. Jill Biden eignkona Joe Bidens var ánægð með árangurinn í gær og fagnaði með stuðningsmönnum. MYND/GETTY COVID-19 Covid-19 faraldurinn er nú heimsfaraldur samkvæmt skil- greiningu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Skilgrein- ingin nær til farsótta sem náð hafa mjög mikilli útbreiðslu, jafnvel um allan heim. Þá eru fleiri sjúkdóms- tilfelli en búast má við í mörgum löndum á tilteknu tímabili. Rúmlega 120 þúsund manns hafa smitast af veirunni og tæplega 4.400 látist. „Við erum í þessu saman, til að gera réttu hlutina með ró og vernda íbúa heimsins. Það er hægt,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í gær. Það er sjaldgæft að lýst sé yfir heimsfaraldri. Á 20. öld var það einungis gert þrisvar. Sá fyrsti var Spænska veikin sem gekk yfir heim- inn á árunum 1918-19 og felldi um 50 milljónir manna. Asíuflensan 1957- 58 var skæð inf lúensa af völdum völdum H2N2-veirunnar. Hong Kong-f lensan sem geisaði upp úr 1968 var af völdum H3N2-veiru og sú flensa herjar enn á heiminn. Síðast var lýst yfir heimsfaraldri vegna svínaflensu árið 2009, en hún var af völdum nýs stofns af H1N1- inf lúensuveirunni. Sú yfirlýsing WHO mætti töluverðri gagnrýni en stofnunin hafði þá nýlega lækkað þröskuldinn fyrir skilgreiningu á heimsfaraldri. Tedros sagði nýverið að COVID- 19 faraldurinn væri af öðrum toga. „Þessi vírus er ekki inflúensa. Við erum á ókunnum miðum,“ sagði hann. – ds WHO skilgreinir COVID-19 sem heimsfaraldur Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmda- stjóri WHO. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.