Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 8
Ég vil þakka Bernie Sanders og stuðn- ingsmönnum hans fyrir óþrjótandi orku og ástríðu. Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna VÍSINDI Fjölbreyttar bakteríuteg- undir náskyldar klamydíubakterí- unni hafa fundist djúpt í Norður- Íshafinu. Vísindamenn voru að rannsaka örverur sem búa nokkr- um metrum undir sjávarbotni á meira en 3 kílómetra dýpi þegar þeir uppgötvuðu bakteríurnar. Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Jennah Dharamshi frá Uppsalahá- skóla í Svíþjóð, sagði fundinn hafa komið á óvart. „Að finna klamydíubakteríu í þessu umhverfi var alveg óvænt og vakti strax spurninguna um hvað í ósköpunum hún væri að gera þar,“ sagði Jennah. „Að finna ættingja klamydíubakteríunnar við þessar aðstæður gefur okkur nýja innsýn í þróunarsögu hennar.“ Umhverfi tegundanna var ekki einungis súrefnissnautt heldur einnig laust við mögulega hýsla en vísindamennirnir telja að verið geti að tegundirnar fái næringu frá öðrum örverum í botnsetinu. – atv Klamydía finnst í Norður-Íshafi BANDARÍKIN Kvikmyndaframleið- andinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir að hafa neytt aðstoðarkonuna Miri- am Haley til munnmaka og nauðga annarri ónafngreindri konu. Alls báru sex konur vitni í rétt- arhöldunum gegn Weinstein en frá árinu 2017 hafa meira en 80 konur stigið fram og sakað framleiðand- ann um ýmis kynferðisbrot. „Það er kominn tími til að fólk sem nauðgar öðru fólki borgi fyrir líf þeirra sem hann tók með lífi sínu,“ sagði Haley í yfirlýsingu sem hún las upp fyrir dóminn. Weinsteins bíða frekari sakar- giftir í Los Angeles. – fbl Weinstein fékk 23 ára fangelsi Bakterían fannst á 3 kílómetra dýpi. Fékk þungan dóm fyrir nauðgun. UTANRÍKISMÁL Árni Þór Sigurðs- son, sendiherra í Helsinki, tilkynnti Yehor Bozhak, aðstoðarutanríkis- ráðherra Úkraínu, á fundi í gær að Ísland stæði heils hugar að baki fullveldi Úkraínu og kröfu landsins um að fá eigin landsvæði til baka af Rússum. Þakkaði Bozhak fyrir og greindi frá aukinni spennu í austur- hluta landsins, sem stuðningsmenn Rússa hafa hernumið að stórum hluta. Árni Þór tekur við sem sendi- herra í Moskvu í júní næstkomandi. Ræddu Árni Þór og Bozhak einn- ig um styrkingu á tvíhliða sam- starfi Íslands og Úkraínu á ýmsum sviðum, svo sem í viðskiptum, ferðamennsku, háskólastarfi og jarðvarmaorku. Þá ræddu þeir einnig um nauðsyn þess að koma á beinum f lugsamgöngum á milli landanna. Átökin á milli Rússa og Úkraínu- manna hafa staðið yfir síðan 2014 þegar Krímskagi var hernuminn og loks innlimaður í Rússland. Þá hafa átökin í austurhlutanum, Donbass-héraði, verið viðvarandi og Rússar stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum með því að senda hermenn, vopn og peninga yfir landamærin. Volodimír Selenskij, forseti Úkraínu, telur sig geta samið við Pútín um frið á þessu ári, en viður- kenndi í viðtali við The Guardian fyrir skemmstu að tími til viðræðna væri að renna út og hann þyrfti að sjá raunverulegan samningsvilja frá rússneska forsetanum. – khg Ísland styður fullveldi af heilum hug Árni og Bozhak funduðu í gær. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTI ÚKRAÍNU BANDARÍKIN Þrátt fyrir vonbrigði annan þriðjudaginn í röð, er Bernie Sanders ekki af baki dottinn í bar- áttunni um að hljóta útnefningu Demókrata fyrir forsetakosning- arnar sem fara fram í nóvember. Varaforsetinn fyrrverandi sigr- aði í öllum ríkjunum sem kusu kjörmenn á þriðjudaginn, nema í minnsta ríkinu, Suður-Dakóta. Biden hafði aflýst kosningafundi sem boðaður hafði verið en steig þó á svið í Stjórnarskrármiðstöðinni í Pennsylvaníu og þakkaði fyrir dag- inn. Það var annar bragur á Biden en áður. Hann talaði hlýlega til Sanders og stuðningsmanna hans, rétt eins og Sanders hefði þegar tilkynnt að hann væri hættur. „Ég vil þakka Bernie Sanders og stuðn- ingsmönnum hans fyrir óþrjótandi orku og ástríðu.“ Ræða Bidens bar öll merki þess að hann fyndi sjálfur að sigurinn væri í sjónmáli. Hann var landsföður- legur en hógvær í senn. Fyrir réttum tveimur vikum leit út fyrir að bar- áttu hans væri lokið. Hann var langt á eftir Sanders og bæði Pete Buttig- ieg og Amy Klobuchar voru komin fram úr honum. Svo sigraði hann í Norður-Karólínu, taflið snerist við með dramatískum hætti og hann landaði stórsigri á stóra þriðjudeg- inum 3. mars. Eftir sigurinn í gær eru stuðn- ingsmenn Bidens og áhrifamenn í f lokknum farnir að þrýsta á Sand- ers leynt og ljóst að láta gott heita. Flokkurinn þurfi tíma til að græða sár og ná vopnum sínum fyrir slag- inn við Donald Trump um Hvíta húsið. Stuðningsmenn Sanders hafa margir verið gríðarlega óánægðir innan flokksins allt frá því í kosn- ingabaráttunni 2016 þegar Sanders tapaði fyrir Clinton og segja má að f lokkurinn sé klofinn milli hóf- stilltra og róttækra Demókrata. Sigur Bidens í stærsta ríkinu, Mich igan, olli Sanders mestu von- brigðunum en hann hafði unnið sigur í því ríki í slagnum við Hillary Clinton 2016. Svo mikið var áfallið að Sanders ávarpaði ekki stuðn- ingsmenn sína með neinum hætti, fyrr en eftir hádegi daginn eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Þangað til lá í loftinu sú spurning hvort hann hygðist láta gott heita. Blaðamannafundur hans var með töluvert öðru sniði en ræða Bidens kvöldið áður. Sanders virtist her- skár. Hann beindi orðum sínum ekki aðeins að stuðningsmönnum sínum heldur einnig að Biden og flokknum. „Sú lína sem við heyrum aftur og aftur er þessi: Málefni ykkar eru góð og þið talið fyrir mikilvægum málum en ég verð að kjósa Biden því hann er líklegri til að geta unnið Trump,“ sagði Sanders og hélt áfram: „Þessu er ég alfarið ósammála.“ Sanders vísaði til öflugasta kjós- endahóps síns, unga fólksins, og talaði til f lokksforystunnar sem gæti ekki lengur tryggt stuðning yngri kynslóðanna og raunar ekki heldur fólks á þrítugs- og fer- tugsaldri. Stærsti stuðningshópur Bidens væru kjósendur yfir 65 ára og f lokkurinn hlyti að sjá að hann myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sanders lauk máli sínu með því að lýsa tilhlökkun til kappræðna fram- bjóðendanna tveggja sem fram eiga að fara á sunnudag. Og með yfirlýs- ingu um þá tilhlökkun er ljóst að hann er hvergi nærri hættur. adal- heidur@frettabladid.is Segist víst geta sigrað Trump Þótt Joe Biden hafi nú mikla yfirburði í baráttunni um útnefningu Demókrata er Sanders í fullu fjöri. Hann hafnar því að Biden sé líklegri til að geta sigrað Trump og segist hlakka til kappræðna á sunnudag. Jill Biden eignkona Joe Bidens var ánægð með árangurinn í gær og fagnaði með stuðningsmönnum. MYND/GETTY COVID-19 Covid-19 faraldurinn er nú heimsfaraldur samkvæmt skil- greiningu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Skilgrein- ingin nær til farsótta sem náð hafa mjög mikilli útbreiðslu, jafnvel um allan heim. Þá eru fleiri sjúkdóms- tilfelli en búast má við í mörgum löndum á tilteknu tímabili. Rúmlega 120 þúsund manns hafa smitast af veirunni og tæplega 4.400 látist. „Við erum í þessu saman, til að gera réttu hlutina með ró og vernda íbúa heimsins. Það er hægt,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í gær. Það er sjaldgæft að lýst sé yfir heimsfaraldri. Á 20. öld var það einungis gert þrisvar. Sá fyrsti var Spænska veikin sem gekk yfir heim- inn á árunum 1918-19 og felldi um 50 milljónir manna. Asíuflensan 1957- 58 var skæð inf lúensa af völdum völdum H2N2-veirunnar. Hong Kong-f lensan sem geisaði upp úr 1968 var af völdum H3N2-veiru og sú flensa herjar enn á heiminn. Síðast var lýst yfir heimsfaraldri vegna svínaflensu árið 2009, en hún var af völdum nýs stofns af H1N1- inf lúensuveirunni. Sú yfirlýsing WHO mætti töluverðri gagnrýni en stofnunin hafði þá nýlega lækkað þröskuldinn fyrir skilgreiningu á heimsfaraldri. Tedros sagði nýverið að COVID- 19 faraldurinn væri af öðrum toga. „Þessi vírus er ekki inflúensa. Við erum á ókunnum miðum,“ sagði hann. – ds WHO skilgreinir COVID-19 sem heimsfaraldur Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmda- stjóri WHO. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.