Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 22
1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Samkvæmt skýrslu KPMG frá 2018 fær KSÍ 30 milljónir króna í tekjur þegar uppselt er á Laugar- dalsvöll. Þá var reyndar miðað við miðaverð upp á sjö þúsund krónur, fimm þúsund krónur og þrjú þús- und krónur. Á leiknum gegn Rúm- eníu var miðaverð fimm hundruð krónum meira í öll hólfin. Sé notuð reikniaðferð KPMG hækkar talan upp í 33 milljónir. Samkvæmt skýrslu frá KPMG fá styrktaraðilar, samstarfsaðilar og gestalið 3.500 miða sem eru ekki inni í heildar- tölunni. Líkurnar á tómum Laugardals- velli í umspilsleiknum gegn Rúm- eníu aukast dag frá degi. Sífellt f leiri leikir víða um Evrópu fara nú fram fyrir luktum dyrum. Tveir aðrir umspilsleikir fara fram fyrir luktum dyrum. Slóvakía hafði ákveðið að viðureign Slóvaka og Íra færi fram fyrir luktum dyrum og norska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun að umspilsleikur þeirra gegn Serbíu á Ullevål verði spilaður fyrir luktum dyrum. Uppselt var á leikinn og ætlar norska sambandið að endurgreiða þeim sem höfðu keypt miða. Fundað var um komandi leik í Laugardalnum í gær og segir Klara Bjartmars, framkvæmdastjóri KSÍ, að allur undirbúningur miði við að áhorfendur verði á leiknum. „Við höldum áfram að undirbúa leikinn eins og það verði áhorfendur og við verðum með allt tilbúið þegar að honum kemur. Ef stjórnvöld setja á samkomubann þá breytum við um taktík.“ Þá bíður KSÍ svara frá UEFA um hvað verði gert með milliriðil hjá U19 ára landsliði karla sem á að fara fram á Norður-Ítalíu í lok mars. Þar spila auk Íslands, heima- menn, Noregur og Slóvenía um laust sæti í lokakeppninni í sumar. UEFA fundaði í gær en miðað við að öllum íþróttaviðburðum hafi verið slegið á frest til apríl verður að teljast líklegt að riðlinum verði slegið á frest. – bb Sjá fram á tugmilljóna tap af tómum Laugardalsvelli Átta leikir eru á dagskrá í undankeppni EM þann 26. mars og er búið að til- kynna að nokkrir þeirra fari fram fyrir luktum dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI „Eins og við vitum er rekstur íþróttafélaga almennt mjög erfiður, hvort sem það er hand-eða fótbolti, blak eða hvað sem er,“ segir Klara Bjartmars, framkvæmda- stjóri KSÍ, en á síðasta stjórnarfundi KSÍ sem haldinn var í tengslum við ársþing sambandsins og fór fram á Ólafsvík, komu fulltrúar landshluta fyrir stjórnina og lýstu meðal ann- ars erfiðleikum í rekstri félaganna á landsbyggðinni. Þar var einnig rætt um ferðakostnað og mikil- vægi aðkomu sveitarfélaga sem og erfitt tíðarfar en Björn Friðþjófsson fulltrúi Norðurlands fór sérstaklega yfir þann hluta. „Þetta er gert reglulega. Þessir menn eru fulltrúar sinna landshluta og þeir skila okkur skýrslu um hvað er að gerast í þeirra fjórðungi,“ bætir Klara við. Góðærið er búið í fótboltanum en stutt er síðan KSÍ upplýsti um ríf- lega 50 milljón króna tap á rekstri sambandsins, Skagamenn töpuðu 61 milljón og stór fyrirtæki halda að sér höndum þegar kemur að styrkjum til íþróttafélaga. Þó f lest lið séu ekki búin að skila sínum árs- reikningi fyrir árið 2019 má sjá að rekstur knattspyrnudeilda stendur oft tæpt þar sem hagnaður og tap skiptast á milli ára. Í ársskýrslu Sindra frá Hornafirði fyrir árið 2019 kemur fram að strax í upphafi árs var ljóst að rekstur yngri f lokka yrði mjög þungur og að ekki yrði ráðið við háan launakostnað og hagræðingar yrði þörf. Öll félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistíma- bilið í ár, félögin í Pepsi Max deild karla og 1. deild karla, hafa skilað inn leyfisgögnum. Leyfisstjórn KSÍ hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Klara segir að trúnaður gildi um þau gögn. Um leyfiskerfið segir meðal ann- ars á heimasíðu KSÍ að það eigi að gera félögum kleift að bæta skipu- lag sitt samkvæmt viðurkenndum lágmarksviðmiðum, gera fjármál íþróttarinnar sýnilegri sem ætti að leiða til aukinnar tiltrúar fjárfesta og meiri fjárfestinga utanaðkom- andi aðila í íþróttinni. Á stjórnarfundinum var einnig samþykkt að KSÍ myndi hætta að taka við reiðufé til að auka rekjan- leika og gegnsæi í bókhaldi/fjár- málum. Stjórnin var einnig sam- mála um að nefndir myndu styðja betur við fjárhagsáætlunargerð og stefnan væri sett á sjálf bærni sam- bandsins. Um tillögu starfshóps um eigið fé samþykkti stjórn svohljóð- andi tillögu. „Miðað við afkomu KSÍ á árinu 2019 og áætlaða niðurstöðu fjárhagsáætlunar árið 2020 er ekki skynsamlegt að lækka eigið fé með ofangreindum hætti. Því er ráðlegt að ákvörðun um ofangreint verði ekki tekin fyrr en jafnvægi er komið á rekstrarafkomu KSÍ og að hún sé þá jákvæð.“ benediktboas@frettabladid.is Góðærinu lokið í fótboltanum Rekstur íþróttafélaga er erfiður og er góðæri fótboltans lokið. Fulltrúar liða á landsbyggðinni komu fyrir stjórn KSÍ á síðasta stjórnarfundi og ræddu um téða erfiðleika. KSÍ tapaði um 50 milljónum á síðasta ári. Aðalfundur aðalstjórnar FH verður haldinn 19. mars en fjármál FH hafa mikið verið rædd í allan vetur. Félagið virðist þó vera á réttri leið og búið að rétta af skútuna eftir að félagið keypti einn efnilegasta leikmann landsins og fékk annan efnilegan úr atvinnumennsku eftir erfiða tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er gert reglu- lega. Þessir menn eru fulltrúar sinna lands- hluta og þeir skila okkur skýrslu um hvað er að gerast í þeirra fjórðungi. Klara Bjartmarz, framkvæmdar- stjóri KSÍ FÓTBOLTI FIFPRO, alþjóðlegu leik- mannasamtökin, gáfu út yfirlýsingu um kórónaveiruna í gær. Spilað verður á tómum völlum í frönsku, spænsku og portúgölsku deildinni og á einhverjum völlum í Þýska- landi. Þá hafa verið spilaðir leikir í Evrópukeppnunum, bæði Meistara- deildinni og Evrópudeildinni fyrir luktum dyrum og sums staðar hafa leikir hreinlega ekki verið spilaðir. Sviss og Austurríki hafa sett hlé á sínar deildir og feta í fótspor Ítala. Í yfirlýsingu FIFPRO kemur fram að leikmenn eigi áfram á hættu að smitast þótt það sé leikið fyrir lukt- um dyrum. „Leikmenn gætu smitast eins og aðrir í sinni daglegu rútínu, hvort sem það er á æfingasvæðinu, á ferðalagi í leiki eða á leikdag. Það þurfa allir að vinna saman að lausnum og hafa leikmenn með í ráðum.“ – bb Lok lok og læs hefur áhrif JAÐARÍÞRÓTTIR Umræður um hús- næðismál jaðaríþróttagreina eins og klifurs, hjólabretta, hjólreiða, bogfimi og frisbígolfs fóru fram þegar menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð kom saman á mánudag. Á fundinum var lögð fram að nýju beiðni Klifurfélags Reykja- víkur til borgarinnar um aðstoð við að komast í nýtt og betra hús- næði. Leigusamningur í núverandi húsnæði við Ármúla rennur út í júní árið 2023 og því er ljóst að finna þarf annað og hentugra húsnæði undir starfsemina. Eigendur hús- næðisins hafa önnur áform um nýtingu. Það er mat stjórnar Klifur- félags Reykjavíkur að stærð hús- næðisins komi jafnframt í veg fyrir alla frekari uppbyggingu félagsins og í leiðinni framgang íþróttarinnar á Íslandi. Klifurfélag Reykjavíkur óskar því eftir aðstoð frá ÍTR og ÍBR við að koma starfseminni í stærra og hentugra húsnæði. Í bréfinu kemur fram að 1.207 æfi klifur reglulega og árið 2019 komu um 600 manns á mánuði í heim- sókn til að prófa. Iðkendafjöldi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Þarfir félagsins eru töluverð- ar. Flatarmál æfingasalar þyrfti að vera einhvers staðar á bilinu 2.000 til 3.000 fermetrar. Hæstu klifur- veggir þyrftu að ná tólf til fimmtán metra hæð. Gera þarf sérstakt svæði fyrir yngstu börnin, upphitunar- og líkamsræktarsvæði, litla skrifstofu og verslun ásamt möguleika á kaffi- húsi og ekki síst búningsklefa og sturtuaðstöðu. – bb Rætt um jaðaríþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.