Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 50
BÍLAR Forseti New York bíla-sýningarinnar, Mark Scheinberg sagði þó á mánudaginn að sýningin yrði haldin. „Eins og er höldum við okkar striki þar til einhver segir eitthvað annað,“ sagði Scheinberg og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kóróna veirunnar. Annað virðist þó ætla að koma á daginn því nú eru allar líkur á að sýningunni verði frestað fram í ágúst vegna aðgerða yfirvalda í New York ríki. Halda átti New York bílasýn- inguna dagana 8.-19. apríl og átti að frumsýna bíla eins og nýjan Ford Bronco og VW ID.4. Nokkrir framleiðendur höfðu reyndar sagt að þeir myndu ekki taka þátt í ár, en það voru þýsku merkin BMW, Mercedes-Benz og Audi. Aðrir fram- leiðendur höfðu flutt frumsýningar sínar frá Genfar sýningunni, sem var felld niður á þessu ári vegna kórónaveirunnar, til New York bíla- sýningarinnar. Sýningin er venjulega haldin á sýningarsvæði Javits Center og til að bregðast við áhrifum kóróna- veirunnar höfðu stjórnendur Javits Center ákveðið að fjölga sótthreins- unum á salernum, inngöngum, hurðarhúnum og öðru sem gestir sýningarinnar gætu verið í beinni snertingu við. Sjötíu handhreinsi- stöðvum hafði verið bætt við sýn- ingarsvæðið, en þessar aðgerðir voru ekki taldar duga að mati yfirvalda. New York Auto Show frestað Þegar hefur verið hætt við tvær stórar bílasýningar á þessu ári vegna kórónaveirunnar, Auto Shanghai og Palexpo bílasýninguna í Genf. Nýjasta fórnarlamb veirunnar er alþjóðlega bílasýningin í New York í apríl sem stóð til að halda allt fram á þriðjudag. Hyundai hefur frumsýnt nýjan rafmagnsbíl sem kallast Prophecy, en eins og nafnið gefur til kynna er þessi til- raunabíll spádómur framleiðand- ans um framtíðina. Aðalsýningaratriði Hyundai á bílasýningunni í Genf átti að vera þessi tilraunabíll, en eins og flestir þeir sem fylgjast vel með bílaheim- inum vita var sú sýning slegin af vegna kórónaveirunnar. Þótt ekkert hafi verið gefið upp um hvort bíll sem þessi muni fara í framleiðslu, er ljóst að hönnunardeild Hyundai hefur fengið að leika sér dálítið með mögulega framtíð bílafram- leiðandans. Útlitið sjálft er ekki róttækt í sjálfu sér og sækir greinilega til annarra framleiðenda, en tæknin er hins vegar á fullu gasi. Bíllinn er með Pixel ljósum að framan og aftan, eins og Concept 45 tilrauna- bíllinn og að sögn Hyundai munum við sjá slík ljós í bílum þeirra í fram- tíðinni. Ekkert stýri er í bílnum sem mun vera að mestu leyti sjálfkeyr- andi, en tveir stýripinnar sitthvor- um megin við ökumannssætið eru til þess að ökumaður geti stjórnað bílnum að einhverju leyti. Eins og aðrir tilraunabílar nútímans er inn- réttingin með skjái á allar hendur, og einn skjár í viðbót kemur upp úr mælaborðinu. Spádómsbíllinn frá Hyundai Þann 20. október 2018 var opnuð sýning á ljósmyndum Pikes Ward í Ljósmynda- safni Íslands. Myndirnar komu úr safni þessa áhugaljósmyndara sem var mikill Íslandsvinur á árunum upp úr 1900. Hann keypti fisk og myndaði það sem fyrir augun bar á ferðum sínum hingað. Meðal þess sem hann rakst á var annar bíllinn sem hingað kom, oftast nefndur Grundarbíllinn. Myndin er tekin fyrir utan bæinn Grund í Eyjafirði og sýnir bílinn mun betur en fyrri mynd sem til var af honum gerði. Sverrir Ingólfsson á Ystafelli er með veglegt samgöngusafn eins og flestir sem hafa áhuga á bílum vita. Hann langaði að eiga eintak af myndinni góðu og fékk leyfi til þess frá Devon Heritage Center sem á myndina og Þjóðminjasafninu. Hér er myndin birt með góðfúslegu leyfi Þjóð- minjasafnsins og áhugasömum bent á að skoða myndina betur næst þegar þeir gera sér ferð norður, að skoða Samgönguminjasafnið á Ystafelli. Nýlega uppgötvuð mynd af næstelsta bíl Íslandssögunnar Fyrsti bíll Norðurlands var Grundarbíllinn, sem nýlega birtist óvænt á mynd frá Pike Ward. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Inngangur Javits Center í New York, þar sem bílasýningin er venjulega haldin. Hafði sjötíu handhreinsistöðvum verið bætt við. MYND/GETTY Meðal þeirra bíla sem frumsýna átti á New York sýningunni var nýr Ford Bronco sem sést hér á nýjustu myndinni sem birst hefur af honum á netinu. Allar línur Prophecy eru mjúkar og felgurnar minna á blöð í forþjöppu. Pixel ljósin gætu farið að sjást í bílum Hyundai von bráðar. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is BMW bíla f ramleiðand inn hefur tilkynnt að framleiðsla i8 muni hætta innan skamms eftir sex ár í framleiðslu. Sportbíll- inn hefur haft mikil áhrif á tækni- þróun BMW á undaförnum árum, en þarf nú að víkja fyrir 100% raf- drifnum bílum frá BMW, en líklegur arftaki er 600 hestaf la sportbíll byggður á Vision M Next tilrauna- bílnum. BMW i8 var fyrst sýndur sem tilraunabíll á Frankfurt bíla- sýningunni árið 2011. Rúmlega 20 þúsund eintök hafa þegar verið framleidd af i8 svo að hann verður ekki safngripur alveg strax. BMW hættir með i8 sportbílinn  BMW i8 mun eflaust verða safn- gripur bílaáhugamanna. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.