Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 40
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is Þegar ég máta
eitthvað hugsa ég
ekki um hvort það sé of
kvenlegt eða karlmann-
legt, ég nota bara það
sem mér líkar og líður
vel í.
Lil Nas X skaust upp á stjörnu-himininn í Bandaríkjunum á síðasta ári með laginu „Old
Town Road“, sem hann gerði með
kántrípopparanum Billy Ray
Cyrus. Síðan þá hefur hann orðið
nokkurs konar tískutákn Z-kyn-
slóðarinnar og táknmynd aukins
umburðarlyndis í rappheiminum,
en hann kom út úr skápnum í
júní síðastliðnum. The Cut ræddi
nýlega við hann um stílinn.
Lil Nas X segist hafa haft mjög
gaman af að leika sér með kúreka-
stíl síðastliðið ár.
„Ef ekki hefði verið fyrir „Old
Town Road“ hefði mér líklega ekki
einu sinni dottið í hug að prófa
þennan stíl, en hluti af ástæðunni
fyrir því að ég elska hann, er að ég
get notað hann á svo marga mis-
munandi vegu,“ segir rapparinn.
„Ég hef klætt mig í allt svart með
kögri og í neonbleikt með gyllingu
í smáatriðum. Með því að skipta
um liti og efni er hægt að gera
þetta nýtt og spennandi í hvert
skipti. En ég byrja örugglega að
leika mér með nýjar hugmyndir
mjög bráðlega.
Ég fæ innblástur frá nokkurn
veginn öllu sem ég sé í kringum
mig, fólki, litum, sjónvarpsþáttum,
kvikmyndum, öllu þessu,“ segir
Lil Nas X. „Ég vinn mjög náið með
stílistanum mínum Hodo Musa
til að finna nýjar og öðruvísi
hugmyndir. Ég elska bjarta liti, en
það er enn þá svo margt sem mig
langar til að prófa og gera tilraunir
með.“
Lil Nas X er meðal annars
þekktur fyrir að vera alltaf með
einn dinglandi eyrnalokk og mjótt
yfirvaraskegg.
„Ég hef verið með dinglandi
kross í eyranu síðan í mennta-
skóla og það hefur bara alltaf verið
mitt sérkenni, eitthvað lítið til að
vera mótvægi við demantseyrna-
lokkana sem ég var oft með,“ segir
hann. „Og mér finnst yfirvara-
skeggið mitt bara flott svona, satt
að segja.“
Lil Nas X hefur verið hampað
fyrir að feta ótroðnar slóðir í
karlatísku og endurskilgreina
karlmannlega tjáningu, sem hann
segir að sé mikið hrós.
„Ég klæði mig bara í það sem
mér finnst töff, en ef fólk lítur svo á
að það sé að hafa áhrif á iðnaðinn
er það bara enn betra,“ segir hann.
„Línurnar eru svo óskýrar þessa
dagana. Þegar ég máta eitthvað
hugsa ég ekki um hvort það sé of
kvenlegt eða karlmannlegt, ég
nota bara það sem mér líkar og
líður vel í. Mér er sama hvaða kyn
það var ætlað fyrir.“
Lil Nas X segir að það sé klikkuð
tilhugsun að hann sé álitinn tísku-
tákn. „En ég meina, dressin mín
eru geggjuð, svo það gleður mig að
fólk hafi verið jafnhrifið af þeim og
ég,“ segir hann. „Ég held að maður
þurfi bara að víkka út mörk þess
sem fólki finnst töff eða venju-
legt, maður þarf að vera einstakur
og prófa hluti sem enginn annar
hefur prófað.“
Tvítugt
tískutákn
Rapparinn Lil Nas X hefur vakið mikla
athygli með óhefðbundnum stíl.
Hann hefur verið kallaður tískutákn
nýrrar kynslóðar og fengið hrós fyrir
að brjóta upp staðlaðar kynjaímyndir.
Lil Nas X í neonbleikum kúrekagalla
á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Lil Nas X elskar bjarta liti og er sama
fyrir hvaða kyn flíkur eru ætlaðar.
Hér leikur rapparinn ungi sér með töluvert öðruvísi út-
lit. Hann segir að hann langi að prófa alls konar útlit.Lil Nas X leikur fyrir dansi í silfurlitum glansgalla með kögri á tónleikum BuzzFeed í júlí síðastliðnum. MYNDIR/GETTY
Sótt?
Hví?
Fáðu
sent!
...öruggasta
matvöru-
búðin er
á netinu
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R