Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 24
Str. 40/42-56/58 Fleiri litir og munstur Kjóll kr. 12.900.- Túnika kr. 9.800.- Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Nýtt frá Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Agla hefur mikið dálæti á litríkum og einstökum fatnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Agla horfir mikið á kvikmyndir frá níunda og tíunda áratugnum. Ljósklædd Agla horfir dreymin út um glugga á Prikinu. Það er nóg um að vera hjá Öglu sem nýtur sín bæði í vinnu sem utan. „Ég er hef ástríðu fyrir myndlist og var með mína fyrstu myndlistarsýningu fyrir tveimur árum sem gekk undir heitinu „Hversdagsleikur ævin- týranna“. Ég er mikið að teikna og lesa þessa dagana. Ég er að vinna í Monki í Smáralindinni og elska að vinna í Monki-heiminum með öllum litríku flíkunum. Við stelpurnar erum duglegar að dansa og hlæja í vinnunni og reynum að fá kúnna til að dansa með okkur. Þegar ég er ekki að vinna reyni ég sem mest að fara á viðburði eins og tónleika og myndlistarsýningar. Svo finnst mér alltaf gott að kíkja í kaffi á Prikinu.“ Hefurðu áhuga á tísku? „Já, ég elska að fylgjast með tískunni. Fyrir mér gefur tískan frá sér sköpunargleði, samskipti og hefur sitt notagildi. Fólk tjáir sig oft með fatastílnum sínum. Tískan getur verið í formi myndlistar sem við fáum að njóta í okkar daglega lífi. Það eiga ekki að vera neinar reglur þegar að klæðaburði kemur og aldur skiptir heldur engu máli. Tískan er takmarkalaus.“ Hvenær kviknaði þessi áhugi? „Ég held að áhuginn hafi komið mjög snemma hjá mér. Mamma var áskrifandi að nokkrum tísku- tímaritum þegar ég var unglingur og ég las hverja einustu grein og átti til að beygla brot í blaðið ef mér fannst einhver flík alveg ótrúlega falleg. Það var samt ekki margt í boði á þessum tíma og það voru mun færri búðir. Ég gekk allt- af um í fötum frá Spútnik sem var ekki eins vinsæl búð þá og í dag. Ég vildi helst vera í f lík sem enginn annar átti. Ég vildi vera einstakt fiðrildi í samfélaginu. Klæddi mig bara nákvæmlega eins og ég vildi. Ég öðlaðist örugglega sterkari per- sónuleika með því að klæða mig í „vintage“, bæði var nafnið mitt ekki algengt og fatasmekkurinn ekki heldur.“ Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? „Ég myndi segja að stílinn minn væri frekar rómantískur með smá „chic“ og „artsy“ yfirbragði. Ég vil helst vera í lit eða litum. Litir gera eitthvað fyrir sálina mína og veita mér gleði og innblástur. Pastel- litir eru í algjöru uppáhaldi og þá sérstaklega fjólublái lavender liturinn. Annars pæli ég ekkert mikið í trendum eða fatamerkjum. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Ég á enga flík sem flokkast undir sparispari. Ég er hrifin af því að vera bara í fínum og skemmti- legum fötum sem hversdagsfötum sem ég get klætt upp eða niður eins og mér hentar. Ég nota mikið: Er ég ekki bara hversdagslega kúl?“ Hver er uppáhaldsf líkin? „Ég á gamla fjólubláa, mynstraða kápu með smá kraga sem ég er löngu hætt að nota, en ég á svo margar minningar í kápunni. Ég fékk hana þegar ég var 15 ára í Glamúr „vintage“ fatabúð sem systir mín átti á Skólavörðustíg. Ég var alltaf í henni. Fór í henni með pabba á fyrstu stóru tónleikana með Robert Plant, á fyrsta stefnumótið mitt og ýmis fleiri falleg ævintýri. Kápan var búin að hanga á herðatré í nokkur ár þegar ég mátti kjósa í fyrsta skipti. Eftir allt sem ég hafði upplifað í kápunni varð hún að vera flíkin sem ég klæddist á mínum fyrsta kosningadegi. Það eru töfrar í henni og mér fannst ég geta allt þegar ég var í henni.“ Hvaðan færðu innblástur? „Þessa dagana kemur innblást- urinn frá uppvaxtarárum mínum og dægurmenningu. Ég á það líka til að stara óvart á fólk en það er aðallega af því að mér finnst fallegt hvernig það setur flíkurnar sínar saman á mismunandi hátt. Það er alltaf gaman þegar persónuleik- inn skín í gegn. Ég er líka að horfa vandræðalega mikið á gamlar unglingamyndir frá níunda og tíunda áratugnum.“ Áttu þeir einhverja/r tískufyrir- mynd/ir? „Ekki beint, en fólkið í kringum mig gefur mér mikinn innblástur og vinir mínir eru fallegar fyrir- myndir þegar það kemur að tísku. Þau hafa sinn eigin stíl sem þau bera með sjálfsöryggi og er í stíl við persónuleikann sem ég heillast af. Jóna Berglind vinkona mín er textílhönnuður og hefur kennt mér mikið þegar það kemur að efniseiginleikum, áferð og lita- gleði og svo er hún líka alltaf svo glæsileg til fara.“ Áttu þér uppáhaldshönnuð/i? „Ég fylgist með nokkrum á Instagram, til dæmis Ýrúarí, Tönju Huld Levý, Andra Hrafni og Sögu Sig ljósmyndara. Ég elska hana, hún er alltaf í fallegum og litskrúð- ugum fötum, „elegant“ töffari“. Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? „Ég fíla illa þegar fólk er farið að vera eins og „copy/paste“. Til dæmis allir í eins jakka með sama hárið og blandast einhvern veginn í sömu sápukúluna. Ég á líka erfitt þegar ég sé konur á besta aldri sem eru að versla og þiggja ráð frá dætrum sínum sem eru kannski á viðkvæmum aldri og falla svolítið inn í sápukúlugengið. Sá til dæmis konu máta smá skrúðugan jakka sem hún var glæsileg í en 14 ára dóttir hennar í svörtu hettupeys- unni fékk að ráða. Jakkinn fékk ekki að fara með heim, því miður. Íslenskar konur eru líka fastar í því að kaupa allt of stór föt á sig og fela líkamann sinn eða með fast: nei þetta virkar ekki því ég er svona í laginu. Ég vil að við berum höfuðið hátt og séum stoltar af því hvernig við erum.“ Notar þú fylgihluti og skart? „Já, ég var alltaf með hálsmenn sem fyrsta ástin mín gaf mér, með nafninu mínu, en keðjan er orðin svo viðkvæm að ég var hrædd um að týna meninu. Eva Súsanna gullsmiður og vinkona mín gaf mér hálsmen sem hún gerði. Lítill kuðungur. Ég fer ekkert án kuð- ungsins. Ég er líka krabbi þannig að kuðungurinn er skelin mín og verndargripur. Ég er líka að vinna hart að því að geta notað aftur eyrnalokka en ég hef ekki verið með slíka í mörg ár. Ég er búin að fá fullt af góðum ráðum fyrir auma eyrnasneplana mína.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Meira sjálfstraust, gleði og jákvæðni. Ég hef verið að teikna og mála og dreymir um að halda aðra myndlistarsýningu á þessu ári á einhverjum krúttlegum stað. Ég hef líka endalaust gaman af ævin- týrum og leiðsögunámið hefur beðið lengi eftir mér, ég held að þetta sé árið.“ Þessa dagana kemur innblástur- inn frá uppvaxtarárum mínum og dægurmenn- ingu. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.