Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 18
Fyrir nokkrum árum dvöldum við hjónin í borg á vestur-strönd Mexíkó og nutum gestrisni Íslendinga sem þar áttu heima. Þau sýndu okkur borgina og kærkomið að gera það með hagvönu heimafólki. Mikil upp- bygging hafði átt sér stað síðustu ár og mörg glæsileg hótel risið með fram ströndinni. Það vakti athygli okkar, að þau stóðu þarna fullbúin hvert af öðru, en voru nánast tóm, engir gestir og á háferðamanna- tíma. Vinir okkar sögðu, að þetta væri byggt fyrir gróðann í eitur- lyfjaiðnaðinum, betra að geyma peningana í steypu heldur en að hlaða dollarabúntunum upp á bretti í vörugeymslum. Þessi reynsla frá Mexíkó rifjast upp fyrir mér í umræðum um peningaþvætti og f járfestingar með erlendu fé á Íslandi. Komið hefur ítrekað í ljós að varnir gegn peningaþvætti í landinu haf i verið nánast engar á sama tíma og útlenskt fjármagn streymir inn í landið í alls konar fjárfestingar og nemur tugum milljarða – og enginn spyr um uppruna og eiganda fjár- ins. Það kennir reynslan að þangað leitar féð þar sem það er velkomið. Ísland er á heimsmarkaði. Gilda önnur lögmál hér um fjárfestingar fyrir illa fengið fé en t.d. í Mexíkó? Svo vill ríkisstjórnin sefa þjóðar- sálina með því að setja hömlur á fjárfestingar útlendinga í íslensk- um jörðum sem hafa þó verið rannsakaðar meira en f lest annað af fjölmiðlum. Engar grunsemdir um peningaþvætti eiga þar við. Við blasir að vandinn er ekki þjóð- erni kaupandans, heldur hrakvirði jarðanna. Jarðakaup James Ratc- liffe kosta t.d. samtals aðeins brot af einni hótelfjárfestingu í Reykja- vík. Þá mættu margir Íslendingar taka Ratcliffe sér til fyrirmyndar varðandi umgengni á jörðunum, t.d. Landsbankinn í eigu ríkisins sem lætur jarðir sínar frekar fara í eyði en að gera nýja leigusamninga. Sá breski leggur sig þó fram um að verja búsetuna á jörðum sínum og jafnvel án endurgjalds og hefur varið umtalsverðum fjármunum í framkvæmdir til að að styrkja villta laxastofna. En það er þægilegt, jafnvel til vinsælda fallið í pólitíkinni, að horfa fram hjá vandanum með sýndartilraunum og þykjast verja þjóðina og sérstaklega bændur gegn útlenskri ásælni, sem bera svo tjónið í enn lægra jarðaverði. Áfram f læða svo peningar inn í landið í alls konar aðrar f jár- festingar en jarðakaup og f lestum sama um eigendur og uppruna fjárins á meðan von er um skjót- fenginn gróða fyrir íslenskt efna- hagslíf. Sama viðhorf gilti einmitt um fjármálaviðskiptin í borginni á vesturströnd Mexíkó. Við blasir að vandinn er ekki þjóðerni kaupandans, heldur hrakvirði jarðanna. Svartir peningar Um þessar mundir eru sex mánuðir síðan Sorgarmið-stöð hóf starfsemi sína. Á þessum stutta tíma hefur komið í ljós að það er full þörf fyrir úrræði sem býður upp á sorgarúrvinnslu því fjölmargir hafa nýtt sér þjón- ustuna, hvort sem um er að ræða fræðslu, beinan stuðning eða ráð- gjöf. Það vekur athygli að mikil aðsókn er í fræðslu fyrir þau sem hafa „nýlega misst“, en sú þjónusta er í samvinnu við Landspítalann og í boði á þriggja mánaða fresti í Lífs- gæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði. Það fylgir „góður andi“ þessu fallega gamla húsi sem Hafnarfjarðarbær er að gera upp af myndarbrag og það er gott að bjóða fólki í „Hjart- að“ í húsinu þar sem er heimilisleg aðstaða og notalegt að setjast niður, spjalla og nærast. Sorgarmiðstöð hefur mætt ein- stökum velvilja margra aðila í Hafnarfirði, svo sem veitingastaða og verslana sem af örlæti hafa gefið veitingar og stutt þannig við starf- semina, en Sorgarmiðstöð fellur undir „þriðja geirann“ sem framtak til almannaheilla og á allt sitt undir styrkjum einka- eða opinberra aðila til verkefna sinna. Það, að vera almannaheillasamtök, felur í sér að starfsemin er ekki hagnaðardrifin Sex mánaða starf Sorgarmiðstöðvar Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti Sjálfstæðisflokks-ins í Árborg hratt af stað í við- tali við Fréttablaðið þann 27. febrú- ar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndavillur sem komu þar fram, til varnar starfs- mönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta Sjálfstæðis- f lokksins í Árborg gerði blaða- manni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og urðu tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrir- sögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaða- manninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frum- legustu falsfréttir á velf lestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann dag- inn kom þó frá RÚV, „Fimm millj- óna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona Ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með mynda- tökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðu- fyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun“. Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því fram- kvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráð- hússins niður á jarðhæð með inn- gang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr. Það hefur áður komið fram að á k vörðu n u m uppha f f ram- kvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti Sjálfstæðisf lokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Falsfréttin um Ráðhús Árborgar Hulda Guðmunds- dóttir formaður stjórnar Sorgarmið- stöðvar Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg og varaformaður bæjarráðs heldur rennur allt það fé sem aflast í starfsemina sjálfa. Að bjóða upp á úrræði í sorg er á margan hátt afar viðkvæm starf- semi og því er mikilvægt að gegnsæi ríki um alla starfsemi Sorgarmið- stöðvar. Miðstöðin er ekki með- ferðarúrræði. Það er skýrt tekið fram, en hún hefur á að skipa fólki með margháttaða reynslu, bæði í gegnum eigin missi og með mennt- un sem reynist vel í þeim mannlegu samskiptum sem eru aðal- og lykil- atriði í því að mæta fólki í sorg. Viðhorf til sorgarúrvinnslu hafa sem betur fer breyst á síðustu árum. Einu sinni þótti það dyggð að „bera harm sinn í hljóði“ sem þýddi í raun að margir grófu sorgir sínar djúpt í eigin hugskoti og leyfðu sér aldrei að syrgja. Í þættinum Minningar- greinar á Rás 1 í Ríkisútvarpinu þann 1. mars sl. var komist svona að orði: „En einu sinni er ekki til lengur. Í dag má gráta og syrgja opinberlega og í dag má biðja um hjálp.“ Það er þó ýmislegt sem við búum enn við frá því í „gamla daga“ sem kominn er tími til að breyta. Þannig f lokkast úrræði Sorgarmiðstöðvar t.d. ekki undir úrræði í starfsendur- hæfingu, vegna þess að í lögum nr. 60/2012 er ekki minnst á sorg, eða hún skilgreind meðal þess sem kann að koma í veg fyrir að ein- staklingur geti stundað vinnu. Í þögn sinni um sorg, birta lögin því gamlan misskilning um eðli sorgar og afleiðingar hennar, nokkuð sem við í Sorgarmiðstöð viljum hjálpa samfélaginu að skilja betur. Vissulega er sorg ekki „heilsu- brestur“ í þeim skilningi. Sorg felur í sér eðlileg viðbrögð við andláti ástvinar. Staðreyndin er hins vegar sú að það getur orðið margþættur og jafnvel varanlegur heilsubrestur vegna djúprar sorgar, fái einstaklingur í þeirri stöðu ekki stuðning með fræðslu og/eða beinni aðhlynningu. Í því liggur mikilvægi þess að bjóða upp á úrræði, þar sem fólki í sorg er mætt þegar það þarf á stuðningi að halda. Þjónusta Sorg- armiðstöðvar er viðbótarkostur við þjónustu trúfélaga og annarra á sviði sorgarúrvinnslu, þar sem samvinna fagaðila um úrræði, getur skipt sköpum. Í því sambandi er t.d. mikilvægt að hugað verði að því hvernig samfélagið geti náð fram markmiðum laga nr. 50/2019 um réttindi barna, ef foreldri/forráða- maður deyr. Það er mikilvægt að sorgarúr- vinnsla verði skilgreind sem úrræði í starfsendurhæfingu, þ.e. úrræði sem syrgjandi getur nýtt sér til uppbygg- ingar eftir sáran missi ástvinar. Það mætti mögulega skilyrða við dauða maka eða barns, þar sem viðurkennt er að slík áföll eru í eðli sínu þung- bærust. Með þeirri tengingu er líka augljóst samhengi við boðuð lög um sorgarorlof vegna barnsmissis eða andláts maka frá ungum börnum, sem félagsmálaráðherra hefur kynnt og Sorgarmiðstöð talar fyrir. Frumvarp um sorgarorlof kemur vonandi fram á næstu mánuðum og þá gefst tækifæri til að ræða nánar um mikilvægi sorgarúrvinnslu. Heill og sæll vert þú.Ég vona að ég sé ekki að rífa þig burt frá bakstri eða lífsgæðaaukningunni sem þú segir okkur almúganum að sé umtalsverð. Maður í þinni stöðu, hefur kannski ekki mikinn tíma til að lesa eitt svona lettersbréf og það er skiljan- legt, en þú hlýtur að geta fengið aðstoðarmann þinn eða aðstoðar- konu til að segja þér undan og ofan af því sem fólk hugsar utan veggja Alþingis og Stjórnarráðs, þannig að ég örvænti ekki og verð alls ekki hissa þegar þú svarar ekki þessu til- skrifi. Þannig er mál með vexti að ég er óskaplega fattlaus þegar kemur að yfirlýsingum valdhafa. Nú hefur þú farið mikinn um það hvað lífskjör hafa batnað, kaupmáttur aukist og að ellilífeyrisþegar og öryrkja- druslur eins og ég, hafi það margfalt betra en áður. Og fyrst að þú heldur þessu fram, þá hlýtur það að vera rétt. Ekki færi strangheiðarlegur pólitíkus (sem reyndar eru vand- fundnir) að ljúga upp í opið geðið á landsmönnum þessarar fámennu þjóðar. Þannig að trúandi orðum þínum, þá spyr ég eins og fávís karldurgur: Hvar í mínu lítilsverða lífi finn ég alla þessa velmegun og öll þessi frábæru lífskjör og hvar í budd- unni minni finn ég fyrir allri þessari hækkun örorkubóta. Reyndar veit ég sosum að öryrkjar eru lítið annað en baggi á samfélag- inu og þess vegna skammast ég mín alltaf fyrir að vera ekki bara jakkafataklædd fyrirvinna með almennileg laun hjá einhverju risa- fyrirtæki eins og Samherja og er inn undir hjá stjórnvöldum. Og til að vera almennileg manneskja ætti ég að eiga helling af peningum sem ég kemst aldrei yfir að njóta í einhverri skattaparadísinni. En ég er auðvitað ekki að segja að þú gerir slíkt, þú ert í svo góðri vinnu að þú getur almennilega haldið heimili á Íslandi. Svoleiðis ríkidæmi á ég ekki og hef enga völ á því en bý við annars konar ríkidæmi sem til dæmis felst í því að hafa tíma með uppkomnum strákunum mínum og minnar fyrrverandi konu og nýt þess. En þó að tíminn sé til staðar, get ég lítið boðið upp á annað en sjálfan mig og það er auðvitað leiðigjarnt fyrir þá til lengdar. Og þá er loksins komið að aðalatriðinu, hvernig fer ég að því að finna fyrir öllum þessum bættu lífskjörum og hvar finn ég hækkunina á bótunum mínum? Ég er búinn að fá um skeið 145.000 krónur útborgaðar frá Trygginga- stofnun á mánuði og kann greinilega ekki að þefa uppi alla hækkunina sem þú segir að ég hafi fengið. Með von um útskýringar, bestu kveðjur, Sigurður Ingólfsson. Opið bréf til Bjarna Benediktssonar  Sigurður Ingólfsson öryrki, doktor í frönskum bók- menntum og guðfræðinemi Hvar í mínu lítilsverða lífi finn ég alla þessa velmegun og öll þessi frábæru lífskjör og hvar í buddunni minni finn ég fyrir allri þessari hækkun örorkubóta. Það er mikilvægt að sorgar­ úrvinnsla verði skilgreind sem úrræði í starfsendur­ hæfingu, þ.e. úrræði sem syrgjandi getur nýtt sér til uppbyggingar eftir sáran missi ástvinar. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.