Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 12
Óvissan hefði orðið of mikil ef Seðla- bankinn hefði beðið í eina viku í viðbót. Birgir Haraldsson, sérfræðingur hjá Akta sjóðum 2,5% var hækkun á úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í við- skiptum gærdagsins. Stjórnvöld þurfa að gæta þess að aðgerðir til að sporna við sam-drætti vegna kórónafaraldurs- ins skapi ekki óheilbrigt umhverfi þar sem rekstrarhæf fyrirtæki keppa við órekstrarhæf fyrirtæki sem haldið er uppi af fjármálakerf- inu. Þetta segir Styrmir Þór Braga- son, forstjóri Arctic Adventures sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrir- tæki landsins. „Aðgerðirnar eru mjög óljósar en það er fagnaðarefni að stjórnvöld séu vöknuð til lífsins og telji nauð- synlegt að hér verði áfram lífvæn- leg ferðaþjónusta,“ segir Styrmir Þór en ríkisstjórnin kynnti í fyrra- dag aðgerðaáætlun sem ætluð er til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónafaraldursins. Á blaðamannafundinum kom fram að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir virku samráði milli stjórn- valda og Samtaka fjármálafyrir- tækja um viðbrögð þeirra við erfið- leikum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá greindi Markaðurinn í gær frá tillögum sem fulltrúar bankanna hafa k y nnt f y r ir Seðlabanka Íslands. Meðal annars er lagt til að ríkið muni bera hluta af þeirri útlánaáhættu sem fylgir því ef bankarnir koma til móts við fyrir- tæki, einkum í ferðaþjónustu, með aukinni lausafjárfyrirgreiðslu. „Stjórnvöld mega ekki skapa freistnivanda með því að styðja við fyrirtæki, sem voru ekki rekstrar- hæf áður en faraldurinn hófst, í gegnum bankakerfið. Það hefur lengi verið ljóst að mörg fyrirtæki eru raunverulega gjaldþrota og þau eru rekin með fjármagni frá fjár- málafyrirtækjum í samkeppni við heilbrigð fyrirtæki,“ segir Styrmir Þór. „Það þarf að tryggja að hér verði l íf vænleg ferðaþjónust a með rekstrarhæfum fyrirtækjum þegar veiran hefur gengið yfir. Það bætir aðeins gráu ofan á svart að halda órekstrarhæfum fyrirtækjum á lífi í gegnum erfiðleikana,“ bætir hann við. Styrmir segir að langtímahorfur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi séu góðar þrátt fyrir að ytri aðstæður hafi skyndilega breyst vegna far- aldursins. Ísland verði eftir sem áður áhugaverður áfangastaður sem ferðamenn vilji heimsækja og tryggja þurfi framboð á f lugi, gistingu og af þreyingu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og ef nahagsráðher ra, sagði á blaðamannafundinum í fyrradag að aðgerðir stjórnvalda væru ekki ætlaðar fyrirtækjum sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum. „Við erum meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ sagði Bjarni. – þfh Varar við því að órekstrarhæfum fyrirtækjum verði haldið á lífi Stjórnvöld mega ekki skapa freistni- vanda með því að styðja við fyrirtæki, sem voru ekki rekstrarhæf áður en farald- urinn hófst, í gegnum bankakerfið. Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures Ásgeir Jónsson seðla-bankastjór i seg ir það geta komið til greina að sveif lu-j ö f n u n a r a u k i n n , sem leggst ofan á eiginfjárkröfur bankanna, verði lækkaður verulega. Nýskipuð fjár- málastöðugleikanefnd muni taka það til skoðunar þegar hún komi saman síðar í mánuðinum. Í viðtali við Markaðinn bendir Ásgeir á að sveiflujöfnunaraukinn – sem nemur nú tveimur prósentum eftir að hafa verið hækkaður um 0,25 prósentustig í byrjun síðasta mánaðar – sé hugsaður þannig að bankarnir hafi borð fyrir báru til þess að bregðast við afskriftum á útlánasafni sínu í niðursveiflu. „Hann er því ætlaður til þess að mæta svona aðstæðum,“ segir hann. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands flýtti vaxtaákvörðun sinni um eina viku og ákvað í gær að lækka vexti bankans um hálft pró- sentustig. Meginvextir bankans verða því 2,25 prósent en þeir hafa lækkað um 2,25 prósentustig frá því í maí í fyrra. Um leið var meðaltals- bindiskylda bankanna lækkuð úr einu prósenti í núll prósent. „Með þessum aðgerðum er slakað nokkuð á taumhaldi peningastefn- unnar í ljósi versnandi efnahags- horfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19,“ sagði í yf irlýsingu nefndarinnar. Birgir Haraldsson, sérfræðingur hjá Akta sjóðum, segir Seðla- bankann hafa tekið góð skref með aðgerðum sínum og skilaboðum í gær. Fastlega megi búast við frekari vaxtalækkunum. „Það var góð ákvörðun hjá bank- anum að bíða ekki með fundinn þar til í næstu viku og er það í samræmi við það sem helstu seðlabankar heims hafa verið að gera að undan- förnu. Óvissan hefði orðið of mikil ef bankinn hefði beðið í eina viku í viðbót,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Fjárfestar tóku vel í aðgerðir Seðlabankans en til marks um það hækkaði úrvalsvísitala Kauphallar- innar um 2,5 prósent í viðskiptum gærdagsins á hlutabréfamarkaði og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hríðféll, um allt að tuttugu punkta. Birgir segir aðgerðirnar góðar og tóninn á kynningarfundi seðla- bankastjóra hafa verið betri en á síðustu fundum. „Bankinn er raunsær og viður- kennir að óvissan er mikil og að fyrri spár eru úreltar. Það þýðir ekk- ert annað en að tala opinskátt um óvissuna á meðan hún er eins mikil og raun ber vitni,“ nefnir hann. Aðspurður um hvort til greina komi að Seðlabankinn beiti efna- hagsreikningi sínum með því að kaupa sértryggð skuldabréf fyrir- tækja á markaði í því augnamiði að lækka langtímavexti og auka lausafé í umferð segist Ásgeir ekki útiloka neitt. „Þetta er eitthvað sem við munum skoða. Seðlabankar úti í heimi fóru hins vegar í slíkar magnbundnar aðgerðir þegar vextir þeirra voru komnir niður í núll og þeir þurfa að beita öðrum tækjum en vöxtunum til að örva hagkerfið. Við erum enn með okkar vexti yfir tvö prósent,“ nefnir hann. Þá bendir Ásgeir á að ef bank- ana skorti lausafé séu einnig aðrir möguleikar fyrir hendi, eins og end- urhverf viðskipti við Seðlabankann, en reglur um þau voru rýmkaðar í fyrra þegar sértryggð skuldabréf bankanna voru samþykkt sem hæf til tryggingar í slíkum viðskiptum við bankann. Vill ekki að forðinn verði minni Ásgeir nefndi á fundinum að Seðla- bankinn væri vel í stakk búinn til þess að mæta ýktum sveif lum á gengi krónunnar, meðal annars vegna mikils viðskiptaafgangs og um 800 milljarða króna gjaldeyris- forða. Aðspurður segir Ásgeir forðann vissulega nokkuð dýran, enda þótt kostnaðurinn hafi farið minnk- andi með lækkandi vaxtamun. „Ég myndi ekki vilja sjá gjaldeyris- forðann minni,“ nefnir hann þó og bendir á að hann gefi fjármálakerf- inu ákveðinn trúverðugleika. Birgir segir að svo virðist sem Seðlabankinn horfi mikið til þess hve slæmur annar ársfjórðungur verði á meðan einhverjar vonir séu bundnar við að ástandið skáni á þriðja ársfjórðungi. „Hættan er hins vegar sú,“ útskýr- ir hann, „að þriðji ársfjórðungur verði einnig mjög erfiður. Það er ekki endilega gefið að þótt veiran myndi gangi hraðar yfir en búist er við að hagkerfið taki undir eins við sér. Sem dæmi er erfitt að sjá fyrir sér að áhugi á ferðalögum til Íslands aukist endilega til muna strax í sumar. Það væri óskandi en ég er smá hræddur um að Seðlabankinn sé mögulega að vanmeta áhættuna fyrir síðsumarið.“ Aðspurður telur Birgir miklar líkur á því að frekari aðgerða, svo sem meiri vaxtalækkana, sé að vænta. Jafnframt sé ljóst að bank- inn sé ekki bundinn af áður útgefnu dagatali yfir vaxtaákvörðunardaga. Hann muni boða til funda og taka ákvarðanir þegar hann telur þess þörf. „ Seðlabank i Bandaríkjanna lækkaði til dæmis vexti um fimm- tíu punkta á neyðarfundi í síðustu viku og búist er við 75 punkta lækkun í viðbót á markaðinum þar í næstu viku. Það er mikil pressa á seðlabönkum að bregðast hratt við stöðu mála. Það er allt opið,“ segir Birgir. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is Veruleg lækkun gæti komið til greina Seðlabankastjóri segir verulega lækkun á sveiflujöfnunaraukanum geta komið til greina. Hann útilokar ekki kaup Seðlabankans á sértryggðum skuldabréfum fyrirtækja. Sérfræðingur hjá Akta sjóðum telur miklar líkur á frekari aðgerðum af hálfu bankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi vegna vaxtalækkunar bankans í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Danske Bank segir íslensku viðskiptabankana geta orðið fyrir höggi Ef ferðaþjónustan hér á landi verður fyrir áfalli til lengri tíma vegna útbreiðslu kórónaveirunn- ar gæti það reynst hagkerfinu og stóru viðskiptabönkunum þremur þungt í skauti. Þetta er mat greinenda Danske Bank sem mæla ekki lengur með yfirvigt í skuldabréfum bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Í greiningu Danske Bank, sem gefin var út í gær, er bent á að samdráttur í ferðaþjónustu geti haft veruleg áhrif á íslenska hag- kerfið og þar á meðal á stöðu bankanna. „Við leggjum áherslu á að allir þrír bankarnir hafa sterka eigin- fjárauka, sem geta mætt mögu- legu tapi, og grunnsviðsmynd okkar er sú að hægagangurinn verði tímabundinn,“ segir í greiningu danska bankans. Að mati greinenda Danske Bank munu áhrif kórónaveir- unnar á íslenskt hagkerfi ráðast af tveimur þáttum. Annars vegar hvert umfang ferðatakmarkana og afbókana í flug verður og hins vegar hvenær eftirspurn eftir ferðalögum í heiminum taki við sér á nýjan leik. Sérfræðingar Danske Bank benda á að í samanburði við evrópska seðlabanka hafi Seðla- banki Íslands meira svigrúm til að styðja við hagkerfið, enda séu stýrivextir hér hærri en annars staðar. Þá sé skuldastaða íslenska ríkisins heilbrigð og veiti stjórnvöldum rými til að bregðast við ef þess gerist þörf. Hins vegar geti slík hagstjórn- arviðbrögð aðeins haft takmörk- uð áhrif, sér í lagi til skemmri tíma, til þess að bregðast við minni ytri eftirspurn eftir vörum og þjónustu hér á landi. MARKAÐURINN 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.