Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞAÐ ER NÁNAST HÆTTULEGT AÐ KAFA ALVEG OFAN Í ÞAÐ HVAÐ ÞAÐ KOMU MARGIR DULARFULLIR HLUTIR SAMAN Í KRINGUM ÞETTA LAG. Gunnar LAGIÐ HEITIR HVÍTI DAUÐI. NAFNIÐ Á VEL VIÐ. ÞAÐ ER BÚINN AÐ VERA HVÍTUR VETUR OG NÚNA SVEIMAR ÁKVEÐIN VÁ YFIR MANNKYNINU, EN ÞAÐ ER LÍKA SMÁ RÓMANTÍSKT. Teitur Nú fyrr í mánuðinum kom út lagið Hvíti dauði með tón-l i st a r ma n n i nu m Teiti Magnússyni. Honum til halds og trausts er Gunnar Jónsson, einnig þekktur sem Gunnar Jónsson Colli- der, en hann sér um upptökustjórn og hljóðblöndun. Dáðist að skegginu „Teitur fékk mig til að endurhljóð- blanda lag sem hann gerði með dj. f lugvél og geimskipi fyrir seinustu plötuna sína. Mér fannst það mjög gaman. En þá hófst sem sagt samtal okkar á milli um eitthvert mögulegt listrænt samstarf, eftir að hafa verið góðir kunningjar í árabil,“ segir Gunnar. Teitur tók sig til og kíkti í stúdíóið hans Gunnars. „Hann var með lag og hljóma sem hann var að leika sér með og við vorum í stuði fyrir samstarf. Ég hef alltaf dáðst að því sem Teitur er að gera og hver hann er sem manneskja. Já, og þessu skeggi, bara öllu heila klabbinu,“ segir Gunnar og hlær. „Við ákváðum að byrja nýja árið vel, hittast, gera lag og nú er það komið út. Lagið heitir Hvíti dauði. Nafnið á vel við. Það er búinn að vera hvítur vetur og núna sveimar ákveðin vá yfir mannkyninu, en það er líka smá rómantískt. Eins og Gísli Marteinn sagði: Ástin á tímum kórónaveirunnar,“ segir Teitur. Þráði að vera álfur Teitur minnist á að hvíti dauði var annað nafn yfir sjúkdóminn berkla. „Það þótti rosalega rómantísk veira,“ bætir hann við. Texti lagsins er frumsaminn að hluta, en Teitur blandaði inn í hann texta úr Biblíunni og broti úr ljóðinu Mismunur eftir Bólu-Hjálmar. „Myndbandið er gert af Jóni Bjarka Magnússyni. Það er byggt upp af klippum úr heimildarmynd sem hann er að vinna að og heitir Hálfur Álfur. Hún fjallar um afa hans sem þráði að vera álfur, hann vildi meira að segja líka heita Álfur,“ segir Teitur. „Hann var alltaf að reyna að tengjast sínum innri álfi á sínum efri árum, Jón Bjarki tekur á síðasta árinu í lífi hans í myndinni. Hann nær endasprettinum, afi hans er að velja sér líkkistu í einu atriðinu,“ segir Gunnar. Samtal við alheiminn Gunnar segir margt kosmískt við gerð lagsins. „Allt small einhvern veginn saman. Mér leið eins og við værum komnir í eitthvert djúpt samtal við alheiminn. Lagið fjallar eiginlega um gamlan mann sem horfist í augu við dauðann. Allt í einu var svo Jón Bjarki byrjaður að gera mynd sem snertir á svipaðri en samt allt ann- arri hugmynd,“ segir Gunnar. „Ég vissi að hann væri að gera myndina vegna þess að hann bað mig um að gera lög við hana, ein- hver álfalög eins og hann orðaði það. Ég spurði hann þá hvort hann væri nokkuð til í að klippa saman mynd- band við annað lag sem ég var að gera, sem var þá Hvíti dauði. Ég fékk þessa hugmynd af því það tekur oft svo langan tíma að gera tónlistar- myndbönd,“ segir Teitur. Tilkynnt var um fyrsta smitið hér- lendis af völdum kórónaveirunnar sama dag og lagið kom út. „Það var svo margt slæmt að ger- ast og mér leið eins og að lagið væri í samtali við alheiminn og þá óvissu sem ríkir núna,“ segir Gunnar. Furðulegar tilviljanir „Það er búin að vera ákveðin dauða- hugleiðsla í gangi. Það er lögð mikil áhersla, í til dæmis búddisma, á að fólk hugleiði dauðann og reyni að sætta sig við hann. Ég kynntist ljóðinu Mismunur á menningar- kvöldi sem Gunnar tók einmitt þátt í. Það fór fram í Dead Galleríi meira að segja. Þar við hliðina á er forn- bókabúð og ég spurði manninn sem rekur búðina hvort hann væri með einhver ljóð sem ætti að gera lög við og hann réttir mér þetta ljóð eftir Bólu-Hjálmar,“ segir Teitur. „Það er nánast hættulegt að kafa alveg ofan í það hvað það komu margir dularfullir hlutir saman í kringum þetta lag,“ segir Gunnar. „Það hættir einfaldlega ekki,“ bætir Teitur við. Ættu þá gestir tónleikanna í kvöld að hafa einhverjar áhyggjur? „Mengi rúmar það fáa að við verðum vel undir lýðheilsumörkum í fjölda,“ segir Gunnar. Verður nóg af spritti í boði? „Það verður allavega eitthvað sterkt í boði til að sulla á hendurnar,“ segir Teitur og þeir hlæja báðir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld í Mengi við Óðinsgötu. steingerdur@frettabladid.is Í kosmísku samtali við alheiminn Teitur Magnússon og Gunnar Jónsson Collider halda tónleika í Mengi í kvöld. Fyrr í mánuðinum gáfu þeir út lagið Hvíti dauði en margar furðulegar uppákomur og tilviljanir fylgdu gerð lagsins. Teitur og Gunnar unnu saman lagið Hvíti dauði en það verður flutt meðal annarra á tónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lesa bara FBL 63% FBL OG MBL 26% Lesa bara MBL 11% Með því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuð- borgarsvæðinu. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.