Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Fram undan eru erfiðir tímar og samstaðan er aldrei mikil- vægari en þá. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi í vikunni COVID-19 faraldurinn sem heims-faraldur. Breytt heimsmynd blasir við, breytt lífssýn. Áhyggjur sem virtust svo stórar fyrir nokkrum vikum – allir tölvupóstarnir sem átti eftir að svara, matarboðin sem maður skuldaði – virðast nú létt- vægar, jafnvel hlægilegar. Áföll eiga til að kippa okkur úr hversdeginum og færa okkur yfir í þokukenndan hliðarveruleika. Við upphaf árs, þegar kórónavírusinn var lítið annað en eindálkur á innsíðum dagblaða, var mér kippt inn í eina slíka hliðarveröld. Þegar sex ára dóttir mín var flutt með sjúkrabíl á Great Ormond Street barnaspítalann í London með sprunginn botnlanga, áttum við fjölskyldan ekki von á öðru en að við yrðum komin aftur heim eftir nokkra daga. Raunin varð önnur. Í kjölfar fylgikvilla og sýk- inga eftir skurðaðgerð ílengdumst við á spítalanum. Í hátt á þriðju viku dvöldum við innilokuð í okkar eigin skelfilegu hliðaveröld, umheimurinn órafjarri þótt hann væri enn á sínum stað hinum megin við múr- steinsvegg. Í næstu stofu við okkur á Great Ormond Street spítalanum lá kornabarn, lítil stúlka sem virtist ekki mikið eldri en sex mánaða. Vikurnar sem við dvöldum á spítalanum var stelpan alein á stofunni, án foreldra, án ættingja, án nokkurs sem virtist henni nákominn og vitjaði hennar. Liðlangan daginn lá stúlkan í rúminu sínu, böðuð ljóma sjónvarpsskjás sem hékk úr loftinu fyrir ofan hana þar sem spilaðar voru teikni- myndir. Hjúkrunarfræðingar sáu um að skipta á henni, gefa henni að borða og veita henni athygli þegar stund gafst milli stríða á löngum, erilsömum vöktum. Við fjölskyldan héldum að endingu heim með marga poka af sýklalyfjum og þá ósk í brjósti að per- sónuleg krísa okkar væri liðin hjá. Hin umkomulausa stúlka varð eftir í martraðarkenndum hliðarveruleik- anum. Fréttir bárust af því í vikunni að brottvísun ungra íraskra flóttabarna og foreldra þeirra frá Íslandi til Grikklands hefði verið frestað. Í tilkynningu lagði Útlendingastofnun sig fram um að koma því áleiðis að frestunin kæmi ekki til af mannúðarástæðum heldur lægju „bjúrókratískir“ hnökrar að baki; boðleiðum fyrir „endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni“ hefði verið breytt, en ný „endursendingarbeiðni hefði þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi“. Útlendingastofnun talar um börn eins og misheppn- aða internet pöntun sem gerð var seint að kvöldi eftir einum of mörg glös af Chardonnay; eins og bumbu- bana frá Alibaba sem hljómaði svo vel í manískri ölgleði en þegar dagur rís er skömminni kyngt og eyðu- blað fyllt út: „Endursenda“. Enn á ný skýlir Útlendinga- stofnun sér á bak við reglugerðir og verkferla rétt eins og ferlarnir séu ekki mannanna verk heldur náttúru- lögmál; það sé þyngdaraflið sem togar þessi börn frá Íslandsströndum til Grikklands. Minningin um umkomulausa, sex mánaða stúlku á Great Ormond Street spítalanum situr í mér. Í aðra röndina fylla örlög hennar mig örvæntingu. Í hina röndina vekja þau með mér von. Great Ormond Street barnaspítalinn er einn fremsti barnaspítali í heimi. Heilbrigðisþjónusta í Bretlandi er landsmönnum öllum að kostnaðarlausu en spítalinn aflar fjár með einkarekinni álmu þar sem auðmenn um víða veröld, olíufurstar og ólígarkar, greiða fúlgur fjár fyrir læknisþjónustu til handa börnum sínum. Ópersónulegir verkferlar sýna hjartalag sam- félagsins sem þeir spretta upp úr. Ferlar sem tryggja að ómálga barn – barn sem á engan að, engan sem talar máli þess, engan sem gætir hagsmuna þess, ekki einu sinni aðstandanda sem skiptir á bleiu þess – fær umönnun á sama spítala og börn helstu fursta og fyrir- menna heimsins eru ferlar sem samfélag má vera stolt af. Verkferlar þurfa ekki að vera ómannúðlegir sama hvað Útlendingastofnun segir. Umkomulaus endursending Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is Magnús Scheving flaug með vél Iceland-air frá München í Þýskalandi sem lenti í Keflavík laugardaginn 29. febrúar. Um borð var einnig kona smituð af hinni alræmdu kórónaveiru sem hefur nú, nokkrum dögum síðar, sett samfélagið okkar á hvolf. Konan var fremst í vélinni. Magnús aftast. Þegar heim var komið fór hann beint í sjálfskipaða sóttkví uppi í sumarbústað þrátt fyrir að vera hvorki smit- aður né skikkaður til að yfirgefa samfélag manna í fáeinar vikur. Magnús tók þessa ákvörðun með aðra en sjálfan sig í huga. Fréttablaðið hafði samband við Magnús skömmu eftir heimkomuna. Hann vildi vekja athygli á eyðingarmætti óttans og að hann gæti sundrað heilu samfélögunum yrði hann stjórnlaus. Magnús benti á að öflugustu mótefnin gegn óttanum, skynsemi, ábyrgð og virðing í bland við jákvæðni, samheldni og gleði, myndu helst fleyta þjóðinni yfir þennan dimma öldudal. Magnús minnti um leið á að við deilum samfélagi með eldra fólki og öðrum með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma, sem gætu jafnvel veikst lífshættulega ef þau sýkjast af veirunni. Magnús beindi því þeim sjálfsögðu tilmælum til okkar allra að halda rónni, vera skynsöm og fylgja ráðleggingum fagfólks. Hann biðlaði til okkar sem stöndum sterkar að vígi að axla ábyrgð: „Lifa í gleði án ótta,“ eins og hann orðaði það. Allt satt og rétt. Á öðrum stað í sömu flugvél, fáeinum sætaröðum fyrir framan sýktu konuna, sat þekktur viðskiptajöfur. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við fjárfestinn, sem aftur á móti lét skýrt í ljós að hann hefði engan áhuga á að ræða við blaðamann. Í gegnum skvaldur og diskaglamur kvaðst hann vera úti að borða og áður en hann sleit samtalinu viðurkenndi hann þó að hafa verið í sömu vél og Magnús, með þeim fyrirvara að honum hefði ekki verið gert að fara í sóttkví. Ekki ætla ég að draga það í efa. Og ekki var maður- inn að brjóta nein lög með því að bregða sér á veit- ingastað. Þetta er spurning um tillitssemi og virðingu fyrir öðrum, samborgurunum. Sérgæskan gerir fólk blint á að það er ekki stærra en heildin. Flest þekkjum við dæmi um fólk sem þannig hefur sig yfir allt sam- félagið. Stundum ómeðvitað en alls ekki alltaf. Veiran hefur sýkt, og á eftir að sýkja, fjölda fólks hér á landi. Hún er þegar búin að veikja innviði samfélags- ins þannig að við stöndum frammi fyrir fordæma- lausri ákvörðun stjórnvalda um sam komubann. Bannið mun takmarka athafna- og ferðafrelsi okkar en það byggir á ráðum sérfræðinga. Okkur ber öllum að lúta þessum nýju og um margt óþægilegu reglum. Vegna þess að annars ógnum við heilsu fólks í kringum okkur og tefjum fyrir bata samfélagsins alls. Fram undan eru erfiðir tímar og samstaðan er aldr- ei mikilvægari en þá. Ekki tala niður til sérfræðinga. Við þurfum öll að ganga í almannavarnaliðið eins og forsætisráðherra sagði. Styðjum hvert með jákvæðni og samheldni að vopni, því óttinn stækkar aðeins skuggann. Óttinn 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.