Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 6
COVID-19 Samkomubann verður sett á í fyrsta skiptið í lýðveldissögunni. Greint var frá þessu á blaðamanna- fundi heilbrigðisráðherra í gær. Þar sátu forsætisráðherra, mennta- málaráðherra og sóttvarnalæknir einnig fyrir svörum. Tekur bannið gildi aðfaranótt mánudags og gildir í fjórar vikur fyrir samkomur fyrir 100 manns eða fleiri. Þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir tveggja metra fjarlægðarmörkum milli fólks. Á fundinum kom fram að fram- haldsskólum og háskólum verður lokað og kennsla fer fram með fjarkennslu. Leikskóla- og grunn- skólastarf heldur áfram, með við- eigandi ráðstöfunum þó, sem á eftir að útfæra nánar. Gildir bannið um verslanir, íþróttaviðburði, ráð- stefnur, dansleiki, kvikmyndasýn- ingar, messur, sundlaugar og f leiri staði. Hafnir og alþjóðaf lugvellir eru undanskilin. Á fundinum sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að treyst væri á að fólk framfylgdi þessum ákvæðum. Lögregla myndi ekki vakta stórmarkaði eða sund- laugar. Stórir vinnustaðir þurfa að grípa til viðeigandi ráðstafana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að farið hafi verið eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis í nánast öllum atriðum þegar ákvörðun um samkomubann var sett á. Aðeins hafi verið gerðar tvær smávægilegar breytingar. „Þór- ólfur lagði til 15 barna stofuhámark í grunnskóla en í auglýsingunni segir 20 og það snerist um framkvæmd. Sú breyting var gerð í samráði við hann,“ segir Svandís. „Hin breytingin varðar tímamörk. Í minnisblaði Þórólfs er talað um ótímabundna aðgerð en eðli málsins samkvæmt þarf hún að vera tímabundin.“ Í viðaukaminnisblaði sóttvarnalæknis frá því í gær kemur fram að hann telji það rétta niður- stöðu að miða við fjórar vikur. Komi til þess að samkomubann- inu yrði breytt á einhverja vegu, til dæmis framlengt eða hert, yrði það að vera gert að beiðni sóttvarna- læknis. Vísar Svandís til 12. greinar sóttvarnalaga í því samhengi. „Þetta er mjög stórt skref sem við erum að taka í dag,“ segir Svandís. Hún nefnir ekki frekari aðgerðir til heftingar útbreiðslu að svo stöddu en brýnir fyrir almenningi að huga vel að hreinlæti og handþvotti, sér- staklega þegar komið er inn á nýja staði. Einnig að fólk spritti farsíma og forðist að snerta andlit sitt. „Með því að draga úr smiti á milli manna erum við að verja okkar viðkvæmasta fólk og tryggja að heilbrigðiskerfið okkar ráði við veiruna.“ Aðspurð hver kostnaður heilbrigð- iskerfisins vegna COVID-19 sé, segir Svandís ekki hægt að greina það. Ekki heldur hvort hann hlaupi á tugmillj- ónum, hundruðum eða milljörðum króna. Hann sé margþættur, varði Landlækni, sóttvarnalækni, lögreglu, heilbrigðisráðuneyti og fleiri. „Það eru of margir óvissuþættir sem liggja fyrir. Um miðjan febrúar voru fjármagnaðar þær breytingar sem nauðsynlegar voru til að undir- búa Landspítalann betur, svo sem gáminn og að tryggja einangrun. Það fékkst fjármagn til þess en að öðru leyti höldum við þeim kostnaði til haga sem fellur til og hann verður bættur,“ segir Svandís. kristinnhaukur@frettabladid.is Setning samkomubanns sé stór og fordæmalaus ráðstöfun Ríkisstjórn Íslands hefur sett á fjögurra vikna bann við samkomum sem miðast við 100 manns og tekur gildi aðfaranótt mánudags. Heilbrigðisráðherra segir stjórnina hafa fylgt tilmælum sóttvarnalæknis í nær öllum atriðum. Einnig að ógerlegt sé að meta kostnað vegna faraldursins fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís segir að tillögum sóttvarnalæknis hafi verið fylgt í flestum atriðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns VELDU GÆÐI! Tilboð í mars. 2 fyrir 1 af kleinuhringjum allar helgar, föstudaga til sunnudaga. COVID-19 Starfsdagur verður hald- inn í grunn- og leikskólum á höfuð- borgarsvæðinu á mánudag þar sem stjórnendur og starfsfólk munu vinna að útfærslu á starfi næstu fjórar vikurnar. Samkvæmt sam- komu banninu mega grunnskólar aðeins hafa 20 nemendur í stofu og á báðum stigum skal tryggja að nemendum sé haldið eins aðskild- um og kostur er. Í undirbúningi eru sameigin- legar leiðbeiningar sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu um íþróttastar f, frístundaheimili, skólahljómsveitir og aðrar tóm- stundir barna. Framhalds- og háskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjar- kennslu og þá verður heimavistum einnig lokað. Fleiri opinberar stofnanir og fyrirtæki bíða nú fyrirmæla vegna samkomubannsins. Til að mynda starfsfólk Landsbókasafnsins, sem bjóst þó við því að safninu yrði lokað en beið fyrirmæla frá ráðu- neytinu. Samkvæmt Steinþóri Einars- syni, skrifstofustjóra ÍTR, er nú fundað stíft um útfærslu, bæði innan Reykjavíkurborgar og með öðrum sveitarfélögum. Innan ÍTR eru meðal annars sundlaugarnar, skíðasvæðin, Hitt húsið, Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn og Nauthólsvík. „Við erum að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni og höfum helgina,“ segir Stein- þór og jafnframt að áskorunin sé margslungin. „Grunnskólunum er ekki lokað en þar eru nemendur sem koma til okkar í skólasund. Stundum eru þetta nemendur sem þurfa mikla aðstoð en samt þurfum við að huga að tveggja metra fjarlægð.“ Bæði stóru leikhúsin, Þjóðleik- húsið og Borgarleikhúsið, hafa ákveðið að fresta sýningum vegna bannsins. Í Þjóðkirkjunni verður sálgæsluhlutverki haldið áfram en allar messur falla niður og ferming- um verður frestað. Siðmennt hefur einnig ákveðið að fresta raun- heimamessum, en hægt verður að fermast rafrænt. Í Kringlunni og Smáralind verða ekki f jöldatakmarkanir á sam- eiginlega rýminu en hver búð þarf að fylgja 100 manna reglunni. – khg Áhrif samkomubannsins eru óljós COVID -19 Sú óvissa sem uppi er varðandi COVID-19 og þau efna- hagslegu áhrif sem faraldurinn hefur snertir íbúa Reykjanesbæjar meira en flest aðra landsmenn samkvæmt Kjartani Má Kjartanssyni bæjar- stjóra. Vegur þar ferðabann Donalds Trump á Ísland og önnur Schengen- lönd þungt. „Maður finnur að sumir eru ótta- slegnir á meðan aðrir eru pollró- legir,“ segir Kjartan. „Þetta er nær okkur út af nándinni við Keflavíkur- flugvöll, þar sem margir bæjarbúar starfa. Svo kom þetta ferðabann ofan í allt, sem kemur sér mjög illa fyrir okkur sem atvinnusvæði.“ En Suðurnesin voru viðkvæm fyrir vegna kólnunar í hagkerfinu og atvinnuleysi um níu prósent. „Þetta er óvissa og við bíðum eftir nánari upplýsingum frá Icelandair. Vinnu- málastofnun, verkalýðsfélögin, það eru allir á tánum að bíða og sjá hvað verður.“ Þá greindu Víkurfréttir frá því að hundruð hótelherbergja og bílaleigubíla hefðu verið af bókuð vegna frestunar varnaræfingar, sem var viðbragð utanríkisráðherra við ferðabanni Trumps. Líkt og í mörgum öðrum sveitar- félögum hefur verið sett upp neyðar- stjórn í stjórnkerfi sveitarfélags- ins og fundar hún nú daglega um aðgerðir, upplýsingaöflun og -veitu fyrir 50 starfsstöðvar sveitarfélags- ins. „Þetta hefur gengið vel og þær aðgerðir sem við höfum farið í hafa notið skilnings,“ segir Kjartan. Stjórnin hefur meðal annars tekið ákvörðun um að loka ýmsum sam- komustöðum, einkum fyrir þá eldri, sem eru mesti áhættuhópurinn. Þá voru tónleikar á vegum tónlistar- skólans blásnir af og einnig árs- hátíðir grunnskólanna sem áttu að fara fram í næstu viku, um óákveð- inn tíma. – khg Íbúar Reykjanesbæjar í óvissu vegna ástandsins í fluginu Skólasund í Vesturbæjarlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Í gær höfðu 134 tilfelli af COVID-19 verið staðfest hérlendis. Þá eru 1.109 manns í sóttkví. Svo kom þetta ferðabann ofan í allt, sem kemur sér mjög illa fyrir okkur sem atvinnu- svæði. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri RÍKISFJÁRMÁL Frumvarp fjármála- ráðherra um að gjalddaga helmings opinberra gjalda verði frestað um mánuð, var samþykkt á Alþingi í gær með 47 samhljóða atkvæðum. Sextán þingmenn voru fjarverandi. Aðeins þetta eina mál var á dag- skrá þingfundarins í gær og lá fyrir samþykki þingsins um að taka það á dagskrá með af brigðum, þar sem stutt er síðan frumvarpið var lagt fram. Lögin gera það að verkum að gjalddagi helmings staðgreiðslu- og tryggingagjalds frestast til 15. apríl, en hefði annars komið til greiðslu á mánudaginn. Samtals geta því fyrirtæki lands- ins frestað greiðslu upp á allt að 22 milljarða. Í framsöguræðu sinni hvatti fjármálaráðherra þau fyrir- tæki sem ekki þurfa frestinn til að standa skil á greiðslunum að fullu á mánudag. – jþ Fresta gjalddaga opinberra gjalda KJARAMÁL Sólveig Anna Jónsdótt- ir, formaður Ef lingar, gagnrýnir vinnubrögð Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum við félagið. Búið sé að semja við ríkið og borgina fyrir sambærilega hópa á sama atvinnusvæði. „Það liggur alveg fyrir á hvaða for- sendum er hægt að loka samningi við sveitarfélögin,“ segir í yfirlýs- ingu frá Sólveigu Önnu. Verkfall um 300 félagsmanna Efl- ingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveit- arfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ hefur staðið frá því á mánudag. Mest hafa áhrifin verið í Kópa- vogi þar sem grunnskólum hefur verið lokað. „Í stað þess að bretta upp ermar þá draga þau svör og krefjast þess að láta óratíma líða milli funda, sem er ábyrgðarleysi og vanvirða,“ segir enn fremur í yfir- lýsingu Sólveigar Önnu. – sar Ábyrgðarleysi og vanvirða 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.