Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 39
Við leitum að kröftugum og útsjónarsömum aðila
til að móta nýtt starf, taka þátt í uppbyggingu nýrrar
þjónustu fyrir viðskiptavini Völku og vera öflug
viðbót við lifandi og skemmtilegan vinnustað.
Kerfisstjóri þjónustu hefur umsjón með rekstri
Linux og Windows hugbúnaðarkerfa hjá viðskipta
vinum Völku, vali á tölvu og netbúnaði fyrir kerfin
og skipulagningu uppfærslna. Hann/hún heyrir
undir þjónustusvið Völku en vinnur einnig
náið með hugbúnaðardeild.
KERFISSTJÓRI
HÁTÆKNIBÚNAÐAR
HELSTU VERKÞÆTTIR:
• Skipulagning, uppsetning og viðhald vöktunar og afritunartöku
hjá viðskiptavinum
• Umsjón með uppfærslum stýrikerfa, stoðkerfa, tækjastýringar
og kerfa Völku
• Umsjón með öryggismálum búnaðar
• Samskipti og ráðgjöf til viðskiptavina Völku
• Hönnun og uppsetning netkerfa ásamt vali á búnaði
• Fyrirbyggjandi viðhald, stöðugar umbætur og hagræðing
• Sjálfvirknivæðing og stöðlun ferla
• Villugreining og bestun á lausnum í tækniumhverfi
HÆFNISKRÖFUR:
• Mikil og farsæl reynsla og menntun sem nýtist í starfi
• Farsæl reynsla af kerfisstjórnun í Windows, Linux, Ubuntu
• Góð þekking á virkni netbúnaðar og eldveggja
• Reynsla af rekstri PHP, MySQL, DNS og DHCP
• Kostur að þekkja Ansible, Chef, sýndarvélar og VMware
• Góð samskiptafærni og rík þjónustulund
• Dugnaður, útsjónarsemi og metnaður
• Skipulögð og öguð vinnubrögð
Sótt er um starfið á vef Völku: valka.is/jobs
Nánari upplýsingar: Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars nk.
valka.is
UM VÖLKU
Valka er alþjóðlegt og ört vaxand hátæknifyrirtæki sem hefur þróað,
hannað og framleitt vél og hugbúnað á heimsmælikvarða fyrir
sjálfvirka fiskvinnslu út um allan heim frá stofnun árið 2003.
Hjá Völku gegnir hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna
lykilhlutverki og við leggjum ríka áherslu á að byggja upp
framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað þar sem fólki
líður vel.
Við leitum sífellt að öflugu fólki með menntun á sviði iðngreina,
verkfræði, tölvunarfræði og tæknifræði og hvetjum konur jafnt sem
karla til að sækja um störf hjá okkur.
2019
Ertu að leita að sérfræðingi?
hagvangur.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 L AU G A R DAG U R 1 4 . M A R S 2 0 2 0