Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 56
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu www.fridaskart.is Talið er að sjö daga viku megi rekja 4.000 ár aftur í tímann til Babýlóníu. Þá var talið að í sólkerfinu væru sjö reikistjörnur og sjö var því heilög tala sem stjórnaði tímatali Babýlóníumanna. Hugmyndin um sjö daga viku dreifðist síðan um Mið-Austurlönd og þaðan til Evrópu. En þessi sjö daga vika skiptist ekki niður í helgar og virka daga á þessum tíma. Helgar urðu til miklu seinna og voru afleiðing iðnbyltingarinnar, trúarbragða og réttindabaráttu verkafólks. Sunnudagur voru helgidagar á 19. öld í Bretlandi. Þá átti enginn að þurfa að vinna heldur voru sunnudagar hugsaðir til þess að fólk gæti sinnt andlegum mál- efnum. Þó var fólk sem notaði tækifærið og nýtti fríið til að sletta ærlega úr klaufunum. Þetta sama fólk átti því oft erfitt með að mæta hresst og tilbúið til vinnu á mánu- dagsmorgnum. Það varð hálfgerð hefð að mæta ekki til vinnu á mánudögum hjá sumu verkafólki og hugtakið Heil- agur mánudagur varð til. Fram- leiðni á mánudögum varð minni sem varð til þess að verksmiðjueig- endur ákváðu að gera laugardaga að hálfum vinnudegi. Það átti að tryggja að verkafólk mætti hresst til vinnu á mánudögum með aukinn metnað til vinnu. Þessi aðferð virtist skila árangri og eins og hálfs dags helgi varð til. Frí á laugardögum til að koma til móts við gyðinga Sunnudagar eru helgidagar hjá kristnu fólki en að hafa frí á sunnu- dögum hentaði ekki þeim mörgu gyðingum sem unnu í verksmiðj- unum og vildu halda sinn hvíldar- dag, sabbat, á laugardegi. Sabbat byrjar á sólsetri á föstudagskvöldi og stendur yfir til sólseturs á laugardegi. Hjá gyðingum er þetta heilagasti tími vikunnar. Bandaríkin voru fyrst til að Hvernig helgar urðu til Af hverju er vikan sjö dagar og vinnuvikan almennt fimm dagar hjá vinnandi fólki? Lengi vel var sunnudagur eini frídagur verkafólks á Vesturlöndum en rúm öld er síðan það tók að breytast. Eftir að tveggja daga helgi var fyrst prófuð mætti starfsfólk endurnært til vinnu eftir að hafa varið tíma sínum í samveru með fjölskyldunni. MYNDIR/GETTY gera breytingar á vinnudögum um helgar til að mæta þörfum gyðinga. Það var gert árið 1908 á Nýja-Englandi, svæði sem saman- stendur af sex ríkjum á norð- austurhorni Bandaríkjanna. Verk- smiðja á svæðinu leyfði starfsfólki sínu að hafa tveggja daga helgi til þess að þeir gyðingar sem þar störfuðu gæti haldið sinn hvíldar- dag heilagan. Þessi fimm daga vinnuvika lagðist vel í starfsfólkið og varð til þess að önnur fyrirtæki í nágrenninu fylgdu í kjölfarið. Fimm daga vinnuvika tók þó ekki formlega gildi í Bandaríkj- unum fyrr en árið 1932 en það var gert til að reyna að stemma stigu við atvinnuleysi í kjölfar krepp- unnar miklu. Hinum megin við Atlantshafið var svipað uppi á teningnum. Styttu vinnuvikuna til að minnka atvinnuleysi Í Boots-samsteypunni á Englandi árið 1933 var mikið um uppsagnir starfsfólks. Forstjóri samsteyp- unnar, John Boot, vildi binda enda á það. Á sama ári var opnuð verk- smiðja í Nottingham sem ætlað var að auka framleiðni. Það rættist á þann hátt að framleiðslan varð of mikil sem setti störf fólks í hættu. Þá var fundin sú lausn á þeim vanda að loka verksmiðjunni á laugardögum og sunnudögum, en á þessum tíma vann fólk yfirleitt hálfan daginn á laugardögum. Sami fjöldi starfsfólks vann þó áfram í verksmiðjunni á sömu launum og áður. Færri vinnu- stundir gerðu það að verkum að minni líkur voru á umfram- framleiðslu auk þess sem starfs- fólkið mætti endurnært til vinnu á mánudögum eftir að hafa varið tíma í afþreyingu og samveru með fjölskyldunni. Frekari rannsóknir sýndu að tveggja daga helgar urðu til þess að fólk var sjaldnar frá vinnu og þær höfðu jákvæð áhrif á vinnuafköst. Árið 1934 varð því formleg stefna fyrirtækisins að hafa tveggja daga helgar. Eykur ánægju í starfi og afköst Undanfarið hefur stytting vinnuvikunnar verið mikið í umræðunni og er ákvæði um það nú þegar komið inn í suma kjara- samninga. Í síðustu kjarasamn- ingum félagsmanna VR var samið um að stytta vinnuvikuna um 9 mínútur á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Það gerir 45 mínútur á viku. BSRB hefur barist fyrir því að lögfesta styttingu vinnuvikunnar niður í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verið 80% af vinnutíma dagvinnufólks án þess að laun fólks skerðist. Rannsóknir hafa sýnt að styttri vinnuvika leiðir til aukinnar ánægju í starfi og afköst verða meiri en það er þó óljóst hversu mikið má stytta hana án þess að hafa áhrif á afköst. Tilraunir hafa verið gerðar í einstökum fyrir- tækjum í nokkrum löndum með að hafa fjögurra daga vinnuviku. Þær tilraunir hafa skilað misjöfn- um árangri. Fyrirtæki í Svíþjóð sem gerði slíka tilraun þurfti að fá inn auka starfsfólk til að bæta upp fyrir styttri vinnutíma hjá starfs- fólkinu sem var fyrir. Þar var því aftur tekin upp fimm daga vinnu- vika. Svipaða sögu er að segja um bandarískt fyrirtæki sem gerði álíka tilraun. Fyrirtæki á Nýja-Sjá- landi sem fækkaði vinnudögum niður í fjóra daga í viku fann aftur á móti ekki fyrir neinum breyt- ingum á vinnuframlagi auk þess sem stór hluti starfsfólks kvaðst finna meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs eftir breytingarnar. Hvort fjögurra daga vinnuvika sé eitthvað sem koma skal er enn óljóst og ekki í umræðunni hér á landi enn sem komið er, en fjórir og hálfur dagur er kannski ekki svo fjarlægur draumur. Heimild: bbc.co.uk Sjö daga viku má rekja 4.000 ár aftur í tímann til Babylóníumanna. Fimm daga vinnu- vika tók þó ekki formlega gildi í Banda- ríkjunum fyrr en árið 1932. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.