Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 34
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Celine, sem er 51 árs, er á tón-leikaferðalagi um heiminn þessa stundina til að fylgja eftir plötu sinni, Courage, en hún kom út síðastliðið haust. Tónleika- ferðalagið nefnist Courage World Tour en söngkonan mun ferðast um Bandaríkin og Kanada áður en hún heldur til Evrópu í maí. Hún virtist kunna vel við þá athygli sem hún fékk í New York og hefur sjaldan litið betur út, eftir því sem blöðin ytra skrifa. Celine birtist í nýjustu hönnun Michael Kors á götum New York- borgar og leit út sem fullkomið tískutákn. Hún gaf sig á tal við aðdáendur sem áður höfðu hyllt hana á tónleikum í Barclays Center í Brooklyn. Celine er fædd og uppalin í Québec í Kanada. Hún söng fyrst inn á plötu aðeins tólf ára. Íslend- ingar muna eftir henni þegar hún vann Eurovision fyrir Sviss árið 1988 en frægðarferill hennar hefur verið óstöðvandi síðan. Hún vakti athygli með söng sínum í kvik- myndunum Beauty and the Beast árið 1991 og Óskarsverðlauna- laginu My heart will go on í Titanic 1997. Árið 1999 tók hún sér frí frá söngnum til að sinna fjölskyldu sinni en kom aftur fram á sjónar- sviðið árið 2002. Undanfarin ár hefur hún verið með fasta tónleika í Las Vegas sem hafa verið gríðarlega vinsælir. Eiginmaður Celine, René Angélil sem hafði verið eini maðurinn í lífi hennar, lést úr krabbameini árið 2016, þá 73 ára. Þau eignuðust þrjú börn. Celine Dion hefur selt meira en 250 milljónir platna, hlotið fimm Grammy-verðlaun og hefur auk þess unnið á þriðja hundrað alþjóðleg verðlaun víða um heim. Söngkonan hefur sést á ferð með vini sínum en hún segist ekki vera í föstu sambandi. Hún leggur sig fram um að njóta lífsins og hugsa um börnin sín en tvíburarnir hennar eru einungis níu ára. Tískutáknið Celine Dion Poppstjarnan Celine Dion tók New York með trompi þegar hún hélt tónleika þar fyrir nokkrum dögum. Hún gekk um götur borgarinnar eins og sannkölluð tískugyðja og naut sín í botn. Glæsileg skvísa í fatnaði úr sumar- línunni frá Michael Kors. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kín- verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin- seng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingar- prótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verkefna- stjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj- unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgna- hylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar umbúðir eins og sjá má á myndinni. MYND/GVA gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upp- lýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Glæsilega klædd tískugyðja þegar hún kom fram hjá Jimmy Fallon. Blómum skrýdd frá toppi til táar og er ekkert feimin við athyglina. Celine Dion er ekkert hrædd við að ganga í litum. Hér í fallegri dragt. Celine Dion klædd hönnun frá Moncler Richard Quinn fyrir haustið 2020. MYNDIR/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.