Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 82
MÉR FINNST SKATT- SVIK EINKENNA EITRAÐA KARLMENNSKU, ÞAÐ AÐ NEITA AÐ TAKA ÞÁTT Í SAMFÉLAGINU. Stefán HVAR BIRTAST ÞÍN SKILABOÐ? *Heimild: Rafrænar ljósvakamælingar Gallup, Q4 2019 81.925 MANNS HORFA DAGLEGA Á SJÓNVARPSSTÖÐVAR OKKAR ÚTVARP 79.147 HLUSTA DAGLEGA Á ÚTVARPSTÖÐVAR OKKAR 135.264 MANNS SKOÐA VÍSIR.IS DAGLEGA VEFUR AUGLÝSINGAMIÐILL LANDSINS ÖFLUGASTI MANNS NOTA OKKAR MIÐLA DAGLEGA!* Síðasta fimmtudag frum-sýndi sviðslistahópur-inn Ást og karókí verkið Skattsvik Development Group í Borgarleikhúsinu. Hópinn skipa þeir Stefán Ingvar Sigfússon, Adolf Smári Unnarsson, Birnir Jón Sigurðsson, Friðrik Margrétar- Guðmundsson og Matthías Tryggvi Haraldsson. Matthías var fyrr í mánuðinum valinn leikskáld Borgarleikhússins 2020-21. „Fyrsta sýningin sem við gerð- um í Listaháskólanum hét Ást og karókí, þaðan kemur nafnið. Við fjöllum alltaf um ákveðnar hliðar karlmennskunnar í verkunum okkar. Í fyrsta verkinu okkar fjöll- uðum við um karlmennsku og ástarsorg. Í því verki skoðuðum við keppni og yfirborðsgleði, meðal annars,“ segi Stefán Ingvar. „Núna vendum við kvæði okkar í kross og beinum sjónum okkar að skattsvikum,“ bætir Matthías við. Löngum hefur sú fiskisaga f logið að listamenn á Íslandi séu alræmdir skattsvikarar. Nú eru þeir allir fimm listamenn og því eðlilegt að spyrja hvort verkið sé byggt á þeirra eigin reynslu. „Þetta er í það minnsta í fyrsta skiptið sem við gerum þetta mark- visst, að reyna að svíkja undan skatti,“ segir Stefán. „Já, þetta hafa þá kannski frekar verið óviljandi skattsvik, sem hafa orsakast af heimsku eða vanþekk- ingu,“ segir Friðrik. Þeir eru allir á einu máli um að það sé líklega algengara að karl- menn stundi skattsvik en konur. „Ég er algjörlega á því að það sé algengara að karlmenn stundi skattsvik en konur. En ég vil alls ekki skrifa það á heimsku eða van- þekkingu, heldur einbeittan brota- vilja,“ segir Stefán. Helgi Seljan hjálpaði til „Það er sannað að karlmenn eru 17% líklegri til að vera heimskir og 27% líklegri til að fremja skatta- lagabrot,“ segir Matthías og bætir svo við: „Þetta var listræn rannsókn af okkar hálfu.“ „Við höfum nú samt fengið hag- fræðinga, mannfræðinga og lög- fræðinga til að spjalla við okkur,“ segir Birnir. „Helgi Seljan kom líka til að kenna okkur að svíkja undan skatti. Eða sko, hann er bara búinn að rannsaka skattsvikara svo ítar- lega. Ætli hann hafi nokkuð áttað sig á því að hann væri í raun að kenna okkur að svíkja undan skatti með því að deila þekkingu sinni á þennan hátt,“ segir Matthías. „Já, hann náttúrulega af laði sér mikillar þekkingar í þessum málum þegar hann rannsakaði Samherjamálið,“ segir Birnir. Stefán segir að það sé vafalaust tenging á milli þess að skoða skatt- svik til hlítar, nú í ljósi þess að þeir séu að stíga sín fyrstu skref sem listamenn. „Já, það er sniðugt fyrir okkur að vita þetta. Svo við græðum meiri pening, auðvitað,“ segir Birnir. Taktlaus Stefán Hluti hópsins kynntist í Mennta- skólanum í Reykjavík. Allir í hópnum lærðu svo sviðslistir við Listaháskólann nema Friðrik, hann lærði tónsmíðar. „Við leikum okkur með tónlist í sýningunni, en ég er til dæmis ekki tónlistarmaðurinn í sýningunni. Við erum allir að hjálpast að,“ segir Friðrik. „Ég spreyti mig á gítarleik,“ segir Matthías. „Og ég spila á trompet, sem ég hef ekki gert í tíu ár,“ segir Birnir. „Ég fékk ekki að taka þátt í tón- listinni, ég er ómúsíkalskur og takt- laus,“ bætir Stefán við. „Já, Stefán er eiginlega rosalega taktlaus,“ segir Friðrik. Í öllum skilningi orðsins þá? „Já, já, auðvitað. Í öllum skilningi orðsins,“ segir Friðrik. Birnir massaðastur Þeir segja gegnumgangandi þema í verkum þeirra vera karlmennsk- una. „Síðasta sýning sem við gerðum tók á eitraðri karlmennsku í allri sinni mynd,“ segir Stefán. „Í henni vorum við að glíma og berjast,“ segir Friðrik. „Birnir var massaðasti meðlimur hópsins, samkvæmt rannsóknum,“ segir Matthías. „Það er ég, Birnir,“ segir Birnir. „En þetta er ekki svo ólíkt. Mér finnst skattsvik einkenna eitraða karlmennsku, það að neita að taka þátt í samfélaginu. Þetta eru alltaf einhverjir spaðar, jakkafata Verzló- strákar. Mér finnst þessi einbeitti vilji til að taka ekki þátt í því að byggja upp samfélagið vera mjög áhugaverður,“ segir Stefán. „Við erum í raun að læra það hversu eitraður sá hugsunarháttur er,“ segir Birnir og bætir svo við: „Learning by doing, væri hægt að segja.“ „Við stofnuðum í alvöru fyrirtæki á Írlandi sem heitir sama nafni og sýningin, Skattsvik Development Group. Það er gífurlega hátt þjón- ustustig fyrir skattsvikara á Írlandi. Það er ekki síður mikilvægt,“ segir Matthías. „Alveg rétt. Við þurftum bara að hringja eitt símtal og þá vorum við komnir með ritara og skrifstofu. Eða í raun gervi-skrifstofu, bara til að sanna að við værum með starf- semi á Írlandi.“ Adolf ætlar ekki að hætta Hópurinn segir upphæðina sem hann fékk frá Borgarleikhúsinu til að skapa verkið hlaupa á milljónum króna, en þeir fjármunir fóru að megninu til í rannsóknarvinnuna. „Markmiðið er að græða pening á þessu. Þannig að við settum okkur það markmið að allavega ekki eyða meiri peningum en við fengum. Það að stofna fyrirtæki á Írlandi, kaupa skúffufyrirtæki í Panama, þetta er náttúrulega ákveðinn kostnaður,“ segir Friðrik. „Þetta var ákveðinn kostnaður,“ segir Matthías. „Já, en borgar sig samt. Það mikil- vægasta er að þótt skatturinn tapi kannski 800 þúsund krónum á þessu, þá erum við sjálfir að græða kannski 25 þúsund kall,“ segir Stefán. „Já, já, svo getum við haldið áfram að svindla á skattinum þó að sýningunni ljúki,“ segir Adolf. Miða á sýninguna er hægt að nálgast á borgarleikhus.is, enn eru nokkrir lausir á sýninguna í kvöld og annað kvöld. steingerdur@frettabladid.is Einbeittur brotavilji karlmanna í skattsvikum Sviðslistahópurinn Ást og karókí frum- sýndi verkið Skattsvik Development Group í vikunni. Uppselt var á sýninguna, en hún snýst fyrst og fremst um eitraða karl- mennsku og skattsvik. Meðlimir sviðslistahópsins Ást og Karókí: Stefán, Birnir og Friðrik og fyrir framan þá sitja þeir Adolf og Matthías. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.