Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 22
ÉG OG MAÐURINN MINN ÞURFTUM AÐ KLJÁST VIÐ ÓFRJÓSEMI OG ÞAÐ VAR ÉG SEM VAR VANDAMÁLIÐ. Tinna Hrafnsdóttir leik-kona, leikstjóri, fram-leiðandi og handrits-höfundur, segist alla tíð hafa verið árang-ursmiðuð, enda meyja. „Þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur fylgi ég því eftir og klára það,“ segir hún. Tinna, sem er fædd í Reykjavík í ágúst árið 1975, segist þó ekki vera hin týpíska meyja. „Ég er allavega ekki með þrifaæði en er góð í að skipuleggja og hef ágætis yfirsýn,“ segir hún og hlær. Tinna hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1995, færði sig svo yfir í bókmenntafræði en þegar hún átti eina önn eftir komst hún inn í Leiklistarskólann. Síðan þá hefur hún skapað mikið af sínum verkefnum sjálf og unnið við kvik- myndir, leikhús og sjónvarp. „Þegar ég útskrifaðist úr Leiklist- arskólanum buðust mér hlutverk hjá sjálfstæðum leikhópum en mín stærstu tækifæri á leiklistarbraut- inni hafa hingað til verið í kvik- myndabransanum,“ segir Tinna. Árið 2006 hlotnaðist Tinnu aðal- hlutverkið í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Veðramótum, og var tilnefnd til Eddunnar fyrir þá frammistöðu. „Mín kynni af leikhúsinu urðu því fyrst og fremst af starfi sjálf- stæðu leikhúsanna og því þróaðist það þannig að ég stofnaði mitt eigið leikfélag og fór að skapa mín verk- efni sjálf,“ segir Tinna. Hún segir það hafa tekið á sálar- lífið að bjóðast ekki tækifæri innan stóru leikhúsanna en að sama skapi hafi hún lært mikið af því. „Lengi vel fannst mér eina leiðin vera annað- hvort starf í í Borgarleikhúsinu eða Þjóðleikhúsinu svo á tímabili var ég við það að missa móðinn,“ segir Tinna. „Ég átti erfitt með að finna sjálfstraustið til að standa á eigin fótum en tveir þættir ýttu mér úr vör og gáfu mér kjark til að finna mína leið,“ segir Tinna. Árið 2005 skráði Tinna sig í MBA- nám við Háskólann í Reykjavík. Í náminu segist hún hafa kynnst fólki úr öllum kimum þjóðfélagsins og að sjálfstraust hennar hafi aukist til muna. „Mér fannst gott að komast inn í annað umhverfi og kynnast nýju fólki. Þarna var fólk úr öllum áttum tilbúið að deila sinni ólíku reynslu, engin samkeppni heldur mikið traust,“ segir hún. „Ég fann líka hvað listin og mitt listnám var mikilvægt í viðskiptaumhverfinu,“ bætir Tinna við. Draumurinn að eignast barn „Hinn þátturinn var sá að ég og maðurinn minn þurftum að kljást við ófrjósemi og það var ég sem var vandamálið,“ segir Tinna en hún greindist með óútskýrða ófrjósemi og við tóku fimm ár þar sem hún og maðurinn hennar, Sveinn Geirsson leikari, reyndu að eignast barn. „Ég sagði eitt sinn við vinkonu mína að ef það væri eitthvað sem ég gæti ekki tekist á við þá væri það að geta ekki eignast barn. Svo þegar það varð reyndin stóð ég frammi fyrir því að þurfa að heyja baráttu við eitthvað sem ég hafði ákveðið fyrir fram að ég gæti ekki og það var erfitt,“ útskýrir Tinna. „Ég reyndi allt til að lækna mig sjálf. Tók mataræðið í gegn, stund- aði jóga, heilun og nálastungur, allt sem mér datt í hug því minn allra stærsti draumur var að verða móðir. Það var markmið sem ég ætlaði allt- af að ná, alveg frá því ég man eftir mér,“ segir Tinna. „Við háðum þessa baráttu í fimm löng ár og oft og tíðum vorum við við það að gefa upp vonina en sem betur fer gáfumst við ekki upp,“ segir hún stolt. Varð ólétt að tvíburum Tinna og Dói, eins og hún kallar hann, fóru í allar þær tæknifrjóvg- unarmeðferðir sem stóðu til boða og á endanum varð Tinna ólétt að tvíburum. „Ég trúði ekki niðurstöðunni þegar ég pissaði á fyrstu prufuna og sendi Dóa út í búð til að kaupa tíu prufur í viðbót. Svo staðfesti læknirinn okkar þungunina og ég get ekki lýst þeirri sigurtilfinningu,“ segir Tinna og gleðin skín úr andliti hennar. Tvíburarnir fæddust heilbrigðir eftir erfiða fæðingu en Tinna þurfti að dvelja í níu daga á spítalanum. „Ég man að ég hugsaði að allt yrði í lagi ef þeir væru í lagi, ég myndi jafna mig. Lífið er svolítið þannig, ef börnin manns eru í lagi, þá er allt gott,“ segir Tinna. „Nú eru þeir orðnir átta ára og ég er stöðugt að vinna í að sleppa takinu og vera ekki of mikil ungamamma,“ segir hún. Fékk aukinn kraft „En við það að sigra í þessari löngu ófrjósemisbaráttu leystist úr læð- ingi einhver fítonskraftur sem ég bý enn að,“ segir Tinna. „Ég hugsaði, fyrst ég gat þetta, þá hlýt ég að geta allt. Aðrir ósigrar verða að minnsta kosti mun auðveldari héðan í frá því sá stærsti er unninn. Ég fann fyrir auknu æðruleysi og hugsaði, þó að verkefni mín nái ekki því takmarki sem ég óska mér þá er það enginn heimsendir í stóra samhenginu. Miklu frekar lexía sem mun fleyta mér reynslunni ríkari yfir í næsta verkefni,“ bætir hún við. „Ég lærði líka að skilja að það eru ekki tækifærin sem bjóðast eða staða manns í lífinu sem skilgreinir mann, heldur miklu frekar hvernig maður vinnur úr henni og því hlut- skipti sem lífið veitir manni. Það er nefnilega svo margt undir manni sjálfum komið. Ef maður á sér draum er í raun og veru ekkert sem getur stöðvað mann í að vinna að honum nema maður sjálfur. Mestu máli skiptir bara að halda í trúna og gefast ekki upp,“ segir hún. „Í dag er ég gríðarlega þakklát fyrir að hafa þurft að hafa svolítið fyrir hlutunum. Það gerði mér á endanum virkilega gott að þurfa að standa á eigin fótum og komast að því hvað ég gæti. Mótlæti getur nefnilega líka styrkt mann ef manni tekst að sjá það í öðru ljósi. Ég fann líka svo sterka þörf fyrir að segja sögur að ég hreinlega varð að fara að leikstýra og skrifa sjálf,“ bætir hún við. Ekki hefðbundið uppeldi Tinna er alin upp í Vesturbænum þar sem hún gekk í Mela- og Haga- skóla. Hún á þrjú alsystkin og tvö hálfsystkin og segir hún fjölskyldu- lífið ekki hafa verið hefðbundið. „Ég ólst upp með þremur syst- kinum mínum og við höfum alla tíð verið mjög náin,“ segir hún. „Foreldrar mínir skildu á tíma- bili, tóku svo aftur saman og skildu nokkrum sinnum, svo á köflum var heimilislífið mjög tvístrað,“ heldur hún áfram. „Ég á einstaklega góða móður sem hefur verið mér og systkinum mínum mikil stoð og stytta í gegnum ævina. Hún er allt- af boðin og búin að hjálpa mér með tvíburana og það sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Tinna. „Margir úr mínum innsta fjöl- skyldukjarna eru þekktir ein- staklingar og hafa verið mikið á milli tannanna á fólki svo það að vera „frægur“ hefur aldrei verið heillandi fyrir mér. Mér fannst oft óþægilegt þegar ég var lítil að allir vissu hver hinn og þessi í minni fjöl- skyldu væri því þess konar athygli getur búið til ákveðna meðvitund hjá barni sem skekkir veruleikann, þó það sért ekki þú sem ert þekktur heldur bara einhver sem tengist þér,“ segir Tinna. „Ég óttaðist því oft álit annarra og gat miklað hlutina fyrir mér,“ segir hún. „Samskipti við föður minn hafa síðustu ár fjarað út af mörgum ástæðum. Á ákveðnu tímabili fór ég í mikla sjálfsskoðun og komst að því hversu mikilvægt það er að setja mörk,“ segir hún. „Því ef þú setur ekki mörk og virðir þau sjálf, geturðu ekki ætlast til að aðrir geri það,“ segir Tinna. „Það getur þó verið erfitt að gera greinarmun á meðvirkni og því sem manni ber að gera, en þegar það lærist skapast ákveðið frelsi sem hjálpar manni að standa með sjálfum sér og því sem skiptir mann máli,“ útskýrir hún. Tinna fór til sálgreinis og fékk hjálp við að vinna úr ýmsum spurn- ingum um sig og sitt líf sem hún átti erfitt með að svara sjálf. „Ég held að allir hefðu gott af einhvers konar sjálfsskoðun því f lest búum við að einhverri reynslu sem við kunnum ekki að vinna úr sjálf,“ segir hún. „Það þarf ekki endilega að vera sár eða erfið reynsla. Bara það að vera manneskja getur stundum verið alveg óskaplega flókið,“ segir Tinna og hlær. Mótlætið hefur gert mér gott Tinnu Hrafnsdóttur dreymdi alltaf um að verða móðir. Hún reyndi að eignast barn í fimm ár. Draumurinn rættist þegar hún varð ólétt að tvíburum og hún fylltist krafti sem hún nýtir í starfi sínu sem leikstjóri. Tinna er þessa dagana við tökur á danskri stórmynd um ævi Margrétar fyrstu drottningar. Þar fer Tinna með hlut- verk aðstoðarkonu drottningar og leikur á móti fjölda þekktra leikara frá Norðurlöndunum. FRÉTTABALAÐIÐ/ERNIR Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.