Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 64
ÉG VONAÐI LÍKA AÐ MEÐ ÞVÍ AÐ AFLA MÉR HÁ- SKÓLAMENNTUNAR SKAPAÐI ÉG GÓÐA FYRIR- MYND FYRIR DÆTUR MÍNAR. Rakel Æt li v ið séu m ekki allar á því að maður lærir svo lengi sem maður lifir og er ekki tilbúinn til að staðna í einhverju einu,“ segir Rakel þegar hún veltir fyrir sér af hverju hún og dætur hennar séu allar í meistaranámi. Telma: „Það er samt alger tilviljun að við erum í því á sama tíma. Ég ætlaði ekki í mitt MBA-nám fyrr en næsta haust þegar strákurinn minn væri kominn með aðeins lengri skóladag en nú. En svo fékk ég námsstyrk hjá fyrirtæki sem ég var að vinna hjá og þess vegna ákvað ég að slá til og fara strax. En mamma er búin að vera í námi alla tíð, finnst mér. Alltaf að bæta við sig og getur ekki hætt.“ Rakel: „Ég byrjaði reyndar ekki í háskóla fyrr en ég var 29 ára en það var eitthvað sem mig hafði alltaf langað til að gera.“ Tinna: „Það kom aldrei annað til greina en að fara í háskólanám. Bæði hafði mamma skapað for- dæmið og svo höfum við allar hæfi- leika til að læra. En það eru líka viss forréttindi að hafa aðstöðu til þess.“ Telma: „Mér fannst ég þurfa að f lýta mér svo mikið að ég tók BA- námið á tveimur árum í staðinn fyrir þremur. Var í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði á Bif- röst og er bara búin að vinna í við- skiptum síðan ég útskrifaðist. Þess vegna fannst mér ég þurfa að fara í MBA-nám núna til að bæta við mig þekkingu, þó ég væri með hagnýtu hlutina á hreinu. Setja svona stimpil á það. Við erum allar í Háskóla Íslands. Það er líka tilviljun því ég var meira að stefna á HR en endaði hjá HÍ.“ Hvað ert þú að læra, Tinna? „Ég tók mannfræði til BA-prófs en er í meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun sem er frekar nýleg leið í HÍ. Það er tveggja ára nám en ég skipti því upp í þrjú ár því ég er að vinna með. Er að ljúka öðru árinu í vor og á þá eitt eftir og ætla að nota það í meistararitgerðina og líka skiptinám við skóla erlendis.“ Þarftu að fá hundrað hugmyndir á dag? „Nei, það er einn kúrs sem sér- staklega gerir ráð fyrir að vinna úr eigin hugmynd. Annars snýst námið um að hlusta á fyrirlesara sem hafa reynslu af nýsköpun og fræðast um hvernig þeim hefur gengið. Mig langar að setja fókus á samfélagslega nýsköpun. Hún geng- ur út á hugmyndir sem snúa að því að uppfylla þarfir sem leiða til betra samfélags. Ekki bara til fyrirtækis í formi hlutafjár og bónusa. Þetta fag er kennt á hinum Norðurlönd- unum og ég ætla að reyna að koma mér þangað í skiptinám þegar að því kemur. Ég startaði sjálf verkefni sem getur fallið í þann flokk. Það heitir Reykjavík Feminist Walking Tour og þar er ég að kynna íslenska kvennasögu, aðallega fyrir erlend- um gestum og ferðamönnum, og halda þeirri sögu á lofti. Við göngum hring um miðborgina og stoppum á stöðum sem koma íslenskri kvennasögu við. Þessi saga er auðvitað í stöðugri þróun enda er ég ekki bara að rifja upp fortíðina í mínum göngutúrum heldur tala ég líka um það sem er að gerast í dag.“ Viðbótardiplóma í vefmiðlun En Rakel, hver er þín saga? „Ég hef verið einhleyp frá upp- hafi. Ég var enn í menntaskóla þegar Telma fæddist en var komin með stúdentspróf þegar dæturnar voru orðnar tvær. Þegar ég ákvað að fara í Háskólann var það meðal annars vegna möguleikans á hærri tekjum en ég vonaði líka að með því að afla mér háskólamenntunar skapaði ég góða fyrirmynd fyrir dætur mínar. Ég fór í íslensku og fjölmiðlafræði og tók það saman til BA-prófs og bætti síðan við mig diplómu í hagnýtri fjölmiðlun og kennsluréttindanámi í íslensku. Lengstan starfsaldur á ég sem íslenskukennari við Verkmennta- skólann á Akureyri. Dæturnar f luttu aftur suður um tvítugt og ég elti þær hingað þegar það var komið ömmubarn. Ég byrjaði aftur í námi enda finnst mér gaman að læra. Núna er ég í upplýsingafræði og þekkingarmiðlun og ákvað strax að taka tveggja ára nám á fjórum árum og vera í vinnu á móti. Ég er verktaki hjá Mími og kenni fólki alls staðar að úr heiminum íslensku sem annað mál – á ýmsum stigum. Ég hef alltaf haft rosalegan áhuga á öllu sem heitir vefmiðlun svo ég tók kúrsa í þeirri grein meðfram. Þegar kom að meistararitgerðinni setti ég mér svo metnaðarfull mark- mið að það hefur verið haft á orði að þau hæfi frekar doktorsritgerð. Niðurstaðan varð sú að skipta verkefninu þannig að námið fram- lengdist um eitt ár og ég útskrifast með viðbótardiplómu í vefmiðlun ásamt MIS-gráðunni í upplýsinga- fræði. Vonandi næ ég að ljúka báðu núna í vor.“ Allar þrjár i eigin rekstri Þið eruð í ólíkum greinum en getið þið eitthvað hjálpast að í náminu? Telma: „MBA-námið er í raun alveg sér, þó við getum auðvitað spjallað saman um ýmis fög. Þær hafa verið í breytingastjórnun og ég er það líka, þó við séum ekki að vinna verkefni saman.“ Tinna: „Við mamma vorum saman í þremur kúrsum.“ Rakel: „Það var svolítið skemmti- legt. Þar höfum við meira að segja verið saman í verkefnahópum.“ Tinna: „Það skrítnasta var nú þegar kona sem var með okkur í hóp sagði við mig: „Getur þú kallað hana eitthvað annað en mömmu?“ Henni fannst það einhverra hluta vegna óþægilegt. Rakel: „En við erum búnar að vera í tveimur kúrsum saman síðan og þar fannst fólki það bara frekar krúttlegt.“ Þið sjáið væntanlega fyrir ykkur að meistaranámið opni nýja mögu- leika? Rakel: „Já, það er ekki spurning. Ég fór í námið vegna þess að eftir að ég flutti suður hef ég ekki fengið fasta vinnu. Hér á höfuðborgar- svæðinu er eiginlega offramboð á íslenskukennurum þannig að starfs- reynsla skiptir engu máli ef maður er ekki með MA-próf. Svo opnar námið fleiri möguleika eins og þá að stofna eigið fyrirtæki. Ég hef verið að þróa og gefa út efni fyrir nám og kennslu í íslensku sem öðru máli.“ Telma: „Já, það er kannski líka pínu sérstakt að við erum allar í eigin rekstri. Tinna með Reykjavík Feminist Walking Tour, mamma með Íslenskunámuna og ég og mað- urinn minn erum í veitingarekstri, eigum Public House á Laugavegi 24 og hlut í BrewDog á horni Klappar- stígs og Hverfisgötu.“ Þrjár mæðgur í meistaranámi Mæðgurnar Rakel Sigurgeirsdóttir og dætur hennar Telma Eir Aðalsteinsdóttir og Tinna Eik Rakelardóttir stunda allar meistaranám í vetur og allar í Háskóla Íslands. Auk þess er hver og ein með sjálfstæðan rekstur. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Telma, Rakel og Tinna hafa allar stúderað breytingastjórnun í Háskóla Íslands. Þær geta borið saman reynslu sína af sumum kennurum skólans og áherslum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.