Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 40
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun í matvælafræði eða sambærileg menntun.
• Þekking á stjórnsýslu opinberra eftirlitsaðila í tengslum við matvælarekstur
æskileg.
• Afbragðs geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
• Góð almenn tölvufærni.
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020 og skulu umsóknir berast
í tölvupósti á rekstur@hagkaup.is.
Aðeins umsóknir sem innihalda ferilskrá verða teknar til greina. Hagkaup skorar
jafnt á konur sem karla að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Svanberg Halldórsson – svanberg@hagkaup.is.
Gæða- og þjónustustjóri
Hlutverk gæða- og þjónustustjóra
er að hafa yfirumsjón með mótun
gæðastefnu Hagkaups, kynningu
hennar og eftirfylgni. Í starfinu felst
m.a. aðhald við ferla í tengslum við
heilbrigðismál, samskipti við opinbera
eftirlitsaðila, gerð áhættumats, eftir-
fylgni útbótaáætlunar, ábyrgð á gerð
og viðhaldi gæðahandbóka og mótun
umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Gæða- og þjónustustjóri starfar
innan rekstrarsviðs verslana og sinnir
fjölbreyttum verkefnum er snúa að
daglegum verslunarrekstri. Markmið
gæða- og þjónustustjóra Hagkaups er
að einfalda og bæta skilvirkni í verk-
ferlum er snúa að heilbrigðismálum,
þjónustugæðum og vinnuöryggi
starfsmanna.
Hagkaup er leiðandi smásölu-
fyrirtæki sem býður breitt úrval af
vörum til daglegra þarfa í matvöru,
fatnaði, snyrtivöru, húsbúnaði og
tómstundavöru. Hagkaup leggur
sérstaka áherslu á þjónustu og gott
aðgengi að vörum og kappkostað
er við að gera verslunarferðina eins
ánægjulega og hagkvæma fyrir
viðskiptavininn og mögulegt er.
tonhun.is
Tónlistarkennarar
- fjölbreytt tækifæri í Húnavatnssýslu
Tónlistarskóli A-Húnavatnssýslu óskar
eftir að ráða kennara á tré- og
málmblásturshljóðfæri, gítar, bassa
og slagverk frá september 2020
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og góða færni á sín
hljóðfæri, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af
að vinna með börnum. Þá þarf viðkomandi að vera
metnaðarfullur, áreiðanlegur og áhugasamur. Til greina kemur
að kennari á blásturshljóðfæri stofni lúðrasveit eða
samspilssveit en skólinn á stórt og fjölbreytt safn nótna fyrir
lúðrasveit sem og gott úrval hljóðfæra.
Hægt er að búa til 100% stöðu fyrir einstakling sem treystir
sér í kennslu á nokkrum sviðum.
Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og
Húnavöllum og eru nemendur skólans rúmlega 100. Kennt er á
öll helstu hljóðfæri og er gott samstarf milli grunnskóla og
tónlistarskóla. Stór hluti nemenda kemur á skólatíma í
kennslustundir.
Um er að ræða stöðu fyrir einn eða fleiri einstaklinga, allt eftir
bakgrunni og sérsviði hvers og eins.
Hæfniskröfur: Tónlistarkennaramenntun eða
haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi.
Laun: Samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT.
Nánari upplýsingar:
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir skólastjóri
tónlistar skólans í síma 868 4925 eða á
netfanginu tonhun@tonhun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl nk
Umsóknir skilist á tonhun@tonhun.is.
Söngkennari
Tónlistarskóli Kópavogs auglýsir stöðu
söngkennara frá og með skólaárinu 2020-21.
Við leitum að einstaklingi/einstaklingum með
söngmenntun á háskólastigi og reynslu
af flutningi og kennslu í klassískum söng.
Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið
tonlistarskoli@tonlistarskoli.is eða skili á skrifstofu
skólans fyrir 20. mars.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 570-0410.
Tónlistarskóli Kópavogs er vel búinn mannafla og býr
við fyrirtaks aðstöðu. Í skólanum er boðið upp á nám í
hljóðfæraleik, söng, tölvutónlist og tónfræðagreinum í
samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla.
Í söngdeildinni hefur á liðnum árum verið lögð rækt
við að þjálfa nemendur í að taka reglulega þátt í
uppsetningum á óperusýningum.
Almenn garðyrkjustörf, flokkstjórar og
vélamenn
Störfin tilheyra garðyrkjudeild Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma og felast í almennri
umhirðu útisvæða s.s. slátt, gróðursetningu og
illgresishreinsun í Fossvogskirkjugarði,
Gufuneskirkjugarði, Hólavallagarði við
Suðurgötu og Kópavogskirkjugarði.
Ráðningartími er 10-14 vikur frá miðjum maí.
Hæfniskröfur almenn garðyrkjustörf
• Umsækjandi sé fæddur árið 2003 eða fyrr
• Stundvísi og samviskusemi
Hæfniskröfur flokkstjóra
• Reynsla af garðyrkjustörfum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Færni í mannlegum samskiptum
• Stundvísi og samviskusemi
Menntun og hæfniskröfur vélamanna
• Dráttarvélaréttindi
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Stundvísi og samviskusemi
Umsókn berist skrifstofu Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma í Fossvogi,
Vesturhlíð 8, 105 Reykjavík fyrir
15. mars 2020, merkt "Sumarstörf".
Einnig er hægt að fylla út umsókn á
www.kirkjugardar.is
og senda
rafrænt.
Sumarstörf