Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.04.2020, Qupperneq 2
Veður Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Dálítil rigning eða slydda fyrir norðan og austan, skúrir syðst, en víða léttskýjað SV til. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða, en víða næturfrost inn til landsins. SJÁ SÍÐU 34 Á Öræfajökli Lítill hópur skíðafólks hélt upp á fyrsta sumardag á Öræfajökli. Stefnan var tekin á Dyrhamar sem er brattur og íshjúpaður klettur í næsta nágrenni við Hvannadalshnúk. Veðrið lék við ferðalangana sem fengu svo langa og góða skíðabunu aftur til byggða undir kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAMFÉLAG Gunnari Smára áskotn- aðist forláta baðkar á dögunum og fékk strax þá hugmynd að koma því fyrir utandyra. Ekki síst til að komast í kalt bað. „Ég æfði sund lengi og kann mjög vel við mig í vatni. Ég nota sérstak- lega kalda pottinn í lauginni og vildi því ólmur útbúa slíka aðstöðu heima hjá mér. Þannig vill til að ég hef verið í framkvæmdum innan- dyra og baðið þar ekki tengt og því fannst mér þetta kjörin tímabundin lausn. Konan mín var ekkert sérstak- lega spennt fyrir þessari hugmynd fyrst en þegar ég benti á að ekkert mál væri að setja heitt vatn líka, þá fékkst leyfið,“ segir Gunnar Smári. Hann gróf því karið niður á lóð- inni, svo það vísar út í fjöru, og fyllir það svo með garðslöngu. „Ég ætlaði fyrst að fara í einhverjar pípulagn- ingaframkvæmdir undir karinu en fékk svo fljótlega þá ábendingu að í góðum rigningarskúr eru líklega um 1.000 lítrar að falla á lóðina mína. 160 lítrar af og til ofan í jarðveginn skipta því litlu og því tek ég bara tappann úr baðkarinu,“ segir hann. Karið hefur vakið mikla lukku meðal vina og nágranna. „Vinkona mín gekk hérna fram hjá um daginn og henni dauðbrá þegar ég heilsaði henni og hausinn stóð bara upp úr jörðinni,“ segir hann og hlær. Gunnar Smári segist jafnvel vera að íhuga að setja annað kar niður við hliðina á þessu svo hann og konan hans geti horft saman á sólarlagið. „Mér hefur verið bent á að svona lausn hefur verið vinsæl hjá sveitavörgum í Bandaríkjunum. Það er svona ákveðinn skellur,“ segir hann og er greinilega skemmt. Eins og áður segir starfar Gunn- ar Smári sem sjúkraþjálfari og rekur CrossFit-stöð í hjáverkum. Hann hefur því verið svo gott sem atvinnulaus undanfarnar vikur. „Ég hélt að maður væri öruggur með að vinna með fólk. Að það yrði alltaf eftirspurn eftir hreyf- ingu og síðan er fólk því miður alltaf að slasa sig og þarfnast með- ferðar. Þessi veira var á öðru máli. Það hefur verið mjög gott að hafa eitthvað til að bardúsa við á meðan þetta skrítna ástand varir en sem betur fer sér fyrir endann á þessu í bili ,“ segir Gunnar Smári. bjornth@frettabladid.is Nýtur sólarlagsins í baðkari við fjöruna Gunnar Smári Jónbjörnsson, sjúkraþjálfari og eigandi CrossFit-stöðvarinnar Ægis á Akranesi, hefur vakið athygli nágranna sinna á Akranesi fyrir að hafa komið forláta baðkari fyrir á lóð sinni. Hann segir upplifunina dásamlega. Gunnar Smári segist vera mikill sundmaður og kunni best við sig í vatni. Þegar honum áskotnaðist baðkar ákvað hann að koma því fyrir utandyra. Vinkona mín gekk hérna fram hjá um daginn og henni dauðbrá þegar ég heilsaði henni og hausinn stóð bara upp úr jörðinni. DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS REYKJAVÍK „Verslunartækni hefur staðið skil á öllum sínum gjöldum, en vottorð um það skilaði sér of seint til borgarinnar,“ segir Sigurður Hinrik Teitsson, framkvæmdastjóri Verslunartækni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafnaði Reykjavíkurborg til- boði frá Verslunartækni á þeim forsendum að fyrirtækið uppfyllti ekki kröfur um skil á opinberum gjöldum og lagði Innkaupaskrif- stofa borgarinnar til við innkaupa- ráð að tilboði fyrirtækisins yrði hafnað af þeim sökum. „Við erum í skilum með öll okkar gjöld og höfum verið alla 30 ára sögu okkar. Bókunin í innkaupa- ráði sem fréttin byggist á hefur skaðleg áhrif og afar ströng skil- yrði borgarinnar gera fyrirtækj- um ekki auðvelt fyrir hvað þetta varðar. Við hörmum framsetningu borgarinnar á málinu og vonum að skaðinn af þessari bókun verði sem minnstur.“ – jþ Vottorð vantaði VESTMANNAEYJAR Nauðsyn er á úrbótum á varaaf li í Vestmanna- eyjum ef ekki á að skapast hætta á verulegu efnahagslegu tjóni komi til óveðurs eða annarra aðstæðna þar sem þörf er á varaafli. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, bréf og kynnti svar ráðherra á bæjar- ráðsfundi. Í svarbréfi er bent á að sumar af hugmyndum bæjarstjórans séu þegar komnar í vinnslu að frum- kvæði ráðuneytisins, það er  um aðkomu Landsnets að lausn máls- ins og að stofnunin f lýti áformum sínum um að koma Vestmanna- eyjum í svokallaða N-1 afhendingu á raforku. Jafnframt kemur fram í bréfi ráðherra að ráðuneytið muni fylgja því eftir gagnvart Landsneti að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaaf ls í Eyjum eins og áætlanir Landsnets segja til um. Þá er Vestmannaeyjabæ bent á að það sé ekkert því til fyrirstöðu að bæjarfélagið eigi frumkvæði að tvíhliða samtali við Landsnet um uppbyggingu á varaafli í Vest- mannaeyjum. – bb Úrbóta er þörf á raforku í Vestmanneyjum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. MYND/TRYGGVI MÁR 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.