Fréttablaðið - 25.04.2020, Qupperneq 4
Það er fullt af
starfandi lögmönn-
um hér á landi sem selja sína
þjónustu, margir hverjir
sérfróðir á sínu sviði.
Berglind
Svavarsdóttir,
formaður
Lögmannafélags
Íslands
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
AÐEINS TVEIR BÍLAR Í BOÐI
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 6.850.000 KR.
JEEP® COMPASS LIMITED
ALVÖRU JEEPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
• Leðurinnrétting með rafdrifnum
sætum
• Leðurklætt aðgerðarstýri
• Rafdrifin opnun á afturhlera
• Hiti í stýri og framsætum
• Íslenskt leiðsögukerfi
• 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
• Alpine hljómflutningstæki með
bassaboxi
• Sjálfvirk tveggja svæða
miðstöð með loftkælingu
• Aðfellanlegir og upphitaðir
hliðarspeglar
• 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting
• Select-Terrain fjórhjóladrif með 4 drifstillingum
• Bluetooth til að streyma tónlist og síma
• Bakkmyndavél
• Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
• Árekstrarvari
• LED dagljós og LED afturljós
• 18” álfelgur
• Blindhorns- og akreinavari
• Fjarlægðarstilltur hraðastillir
• Leggur sjálfur í stæði
• Svart þak
S TJ Ó R N S Ý S L A Dóm smá la r áð -
herra og formenn Lögmannafélags
Íslands og Dómarafélags Íslands
gera ekki athugasemd við að Davíð
Þór Björg vinsson, varaforseti
Landsréttar, hafi fengið greiddar
hátt í þrjátíu milljónir króna fyrir
störf í gerðardómi þar sem hann
hafi fengið undanþágu frá nefnd
um dómarastörf.
Davíð Þór fékk greiddar hátt í
þrjátíu milljónir fyrir að starfa sem
gerðarmaður í þremur málum sem
varða sölu eignaumsýslufélagsins
ALMC á hugbúnaðarfyrirtækinu
LS Retail á árunum 2016 til 2020, að
hluta til samhliða störfum sínum
fyrir Landsrétt. Viðmælendur
Fréttablaðsins segja að það þekk-
ist ekki að slík aukastörf séu það
umfangsmikil og tímafrek að þau
kosti tugi milljóna.
Almennt er óheimilt að dómarar
sinni öðrum störfum en dómara-
störfum, en nefnd um dómarastörf
getur veitt undanþágu. Hjördís
Björk Hákonardóttir, formaður
nefndarinnar, sagði í skriflegu svari
við fyrirspurn Fréttablaðsins, að
Davíð Þór hafi verið heimilt að ljúka
gerðarmálunum þar sem hann hafi
verið skipaður sem hlutlaus aðili.
Almennt séð er það afstaða
Lögmannafélagsins að það sé
óeðlilegt að dómarar taki að sér
aukastörf gegn gjaldi.
„Lögmannafélagið hefur sett
fram gagnrýni á að dómarar séu
að taka að sér aukastörf gegn gjaldi
og höfum við komið þeirri athuga-
semd á framfæri við hlutaðeigandi
aðila,“ segir Berglind Svavarsdóttir,
formaður Lögmannafélags Íslands.
„Við höfum verið að sjá aukin
merki þess að dómarar séu að taka
að sér sérfræðiálit fyrir löggjafar- og
framkvæmdarvaldið. Það er mat
Lögmannafélagsins að þessi þróun
sé varhugaverð í ljósi sjálfstæðis
dómstóla og dómara og mögulegra
hagsmunaárekstra, endi ágreinings-
mál sem lögfræðiálitin taka til fyrir
dómstólum,“ segir Berglind. „Ég
ætla ekki að halda því fram að neitt
slíkt hafi verið gert án samþykkis
nefndar um dómarastörf en burtséð
frá því má alveg velta fyrir sér hvort
það sé eðlilegt að stjórnvöld séu að
falast eftir því við dómara að vinna
lögfræðiálit og greiða þeim fyrir.“
Eðlilegra væri að leita til starf-
andi lögmanna í slíkum tilfellum
en til dómara. „Það er fullt af starf-
andi lögmönnum hér á landi sem
selja sína þjónustu, margir hverjir
sérfróðir á sínu sviði. Ég teldi að það
væri eðlilegra að leita til þeirra lög-
manna.“
Lögmannafélagið kom athuga-
semdum á framfæri við dómsmála-
ráðuneyti í fyrra eftir að tveir dóm-
arar unnu lögfræðiálit um þriðja
orkupakkann að beiðni stjórn-
valda. „Við komum einnig á fram-
færi athugasemdum við Dómara-
félagið og dómstólasýsluna.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra segir að hún
tjái sig ekki um þetta einstaka mál
nema að því leyti að hún taki það
til greina að Davíð Þór hafi leitað til
nefndar um dómarastörf og fengið
tilskildar heimildir. Bendir hún á
að unnið sé að frumvarpi í ráðu-
neytinu um hagsmunaskráningu
dómara.
Kjartan Bjarni Björgvinsson,
formaður Dómarafélags Íslands,
vísar á nefnd um störf dómara
sem hafi ekki gert athugasemdir
við mál Davíðs Þórs. Hann bendir
á að reglur um aukastörf dómara
sem nefndin starfi eftir séu mun
strangari hér á landi en til dæmis í
Danmörku og Noregi.
Í Danmörku mega tekjur dómara
af aukastörfum ekki fara yfir 50
prósent af embættislaunum dóm-
ara á tímabilum sem miðuð eru við
þrjú almanaksár. Launaþakið fyrir
aukastörf tekur ekki til launa fyrir
ritstörf og setu dómara í sérdóm-
stólum.
Í Noregi er ekkert launaþak á
aukastörf en krafa er um að leita
samþykkis nefndar um dómara-
störf. Reglurnar séu þó almennt
strangari hér á landi en þar, til
dæmis þurfa dómarar ekki að
skrá eign sína í félögum þegar
verðmætið er undir 200 þúsund
norskum krónum, eða 2,7 milljón-
um íslenskra króna, eða ef eignar-
hluturinn er undir 10 prósentum.
arib@frettabladid.is
Gera ekki athugasemdir
vegna undanþágu frá nefnd
Hvorki dómsmálaráðherra, Lögmannafélagið né Dómarafélagið gera athugasemd við tugmilljóna
greiðslur til varaforseta Landsréttar vegna aukastarfa þar sem dómarinn var með undanþágu frá nefnd
um dómarastörf. Lögmannafélagið gerir almennar athugasemdir við að dómarar sinni aukastörfum.
Kostnaður vegna aukastarfa Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara í gerðar-
dómi nam rúmlega þrjátíu milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
TÖLUR VIKUNNAR 19.04.2020 TIL 25.04.2020
30
milljónir var kostnaðurinn
af gerðardómsstörfum
Davíðs Þórs Björgvinssonar
Landsréttardómara.
0
kórónaveirusmit voru
greind í gær.
1.454
konur leituðu til Landspítalans
árin 2005 til 2014 vegna of-
beldis sem þær höfðu orðir
fyrir af hálfu maka.
6
vöruhúsum Amazon í
Frakklandi hefur verið lokað
þar sem um tíu þúsund
manns starfa.
270
Hafnfirðingar hafa skrifað
undir mótmæli við byggingu
þriggja tvíbýlishúsa.
Ragnheiður Maísól
Sturludóttir
forsprakki hópsins Súrdeigið
á Facebook
segir að um
2.300 manns
hafi bæst við
hópinn síðan
15. mars og
segir að taka
megi undir að
súrdeigsæði sé á Íslandi. Hún
segir að súrdeig sé ákveðin
viðspyrna við hröðu samfélagi.
Hægt sé að baka gerbrauð á
klukkutíma en að baka gott súr-
deigsbrauð taki í raun 48 tíma.
Steinunn Gestsdóttir
aðstoðarrektor kennslumála og
þróunar Háskóla Íslands
segir að háskólinn hafi haldið
fimm námskeið í gegnum edX,
alþjóðlegt samstarfsnet háskóla
um opin námskeið. Alls hafi
17.900 nemendur tekið þátt frá
140 löndum. Sá
yngsti sé 12 ára
og sá elsti 92.
Námskeiðin
séu á öllum
fræðasviðum
og mörg tengd
viðskiptum og
atvinnulífinu.
Róbert Spanó
nýkjörinn forseti Mannréttinda-
dómstóls Evrópu
segir að fram undan sé erfitt
tímabil fyrir mannréttindi í Evr-
ópu. Farsóttin muni hafa mikil
áhrif og þar séu mannréttindi
borgaranna ekki undanskilin.
Hætta sé á að þeir
sem fara með
opinbert vald
gangi of langt,
einkum þegar
lýðræðislegar
undirstöður í
samfélaginu eru
ekki sterkar fyrir.
Þrjú í fréttum
Súrdeig, edX og
mannréttindi
2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð