Fréttablaðið - 25.04.2020, Page 8

Fréttablaðið - 25.04.2020, Page 8
Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYR VESTMANNAEYJUM SAMFÉLAG „Ég tel að þetta séu vondar fréttir fyrir þá sem hafa talað niður íslenska lögfræði og lögfræðimenntun. Þetta sýnir að lögfræðingar á Íslandi, sem og fólk í öllum öðrum starfsgreinum, eigi fullt erindi í hóp þeirra bestu í heim- inum. Smæðin á ekki að leiða til þess að við tölum hvert annað niður hvað það varðar.,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og for- maður Dómarafélags Íslands, um kjör Róberts Spanó í embætti for- seta Mannréttindadómstóls Evrópu. „Eftir kjör Róberts eru íslenskir dómarar nú í forsæti tveggja mikil- vægustu alþjóðadómstólanna sem Ísland á aðild að,“ segir Kjartan Bjarni og vísar einnig til Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dóm- stólsins. Kjartan segir ljóst að íslenskir sér- fræðingar eigi fullt erindi á alþjóða- vettvangi eins og á öðrum sviðum mannlífsins. „Hans bíður gríðarlega erfitt verkefni,“ segir Kjartan aðspurður um ábyrgðina sem Róbert hefur tekist á hendur. „Við getum f lest verið sammála um að bæði lög- festing Mannréttindasáttmálans og aukin áhrif hans hér á landi er ein mesta réttarbót sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugi. Þessi sáttmáli stendur ekki einn og sér. Ástæðan fyrir því að hann hefur svona mikil áhrif er að það er stofnun sem hefur eftirlit með fram- kvæmd hans. Við þurfum síðan sjálf að vernda mannréttindasátt- málann og umgjörð hans til að þau geti verndað okkur.“ Sjálfur sagði Róbert Spanó í viðtali við Fréttablaðið í gær að kjörið væri ekki aðeins persónulegur heiður heldur mikilvæg tímamót fyrir alla þjóðina sem hafa muni jákvæð áhrif á ímynd og stöðu Íslands í samfélagi þjóða sem byggja á lýðræði, réttar- ríkinu og vernd mannréttinda. – aá Eigum fullt erindi þrátt fyrir smæðina Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðs- dómari er formaður Dómarafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GRÆNLAND Bandarísk stjórnvöld tilkynntu á dögunum að þau muni veita Grænlandi fjárstyrk að and- virði 12,1 milljón Bandaríkjadala, eða um 1,8 milljarða króna. Styrkn- um er ætlað að nýtast til þróunar í efnahagsmálum Grænlands. „Þessar góðu fréttir eru til marks um að vinna okkar við að efla sam- band við Bandaríkin sé að bera ávöxt,“ sagði Kim Kielsen, formað- ur landsstjórnar Grænlands. Í til- kynningu frá grænlenskum stjórn- völdum kemur fram að áhersla verði lögð á námuiðnað, ferðaþjónustu og menntamál. Í fyrra lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti yfir áhuga á að kaupa Grænland. Dönsk stjórnvöld sögðu hugmyndina fráleita og var utanríkisráðherra Grænlands sama sinnis en var þó opinn fyrir mögu- leikanum á samstarfi. Viðbrögð danskra embættis- manna við styrknum hafa verið blendin. Jeppe Kofod, utanríkis- ráðherra Danmerkur, fagnaði styrknum þar sem aukinn áhugi Bandaríkjanna gæti komið Græn- landi til góða. Dagblaðið Financial Times hefur eftir fjölda danskra þingmanna að með styrknum séu Bandaríkin að reyna að valda sundrungu milli Danmerkur og Grænlands. „Bandaríkin vinna greinilega að því að grafa undan danska ríkinu,“ sagði Rasmus Jarlov, þingmaður og fyrrverandi ráðherra. „Á endanum verður það kannski ekki til staðar á Grænlandi ef þau fá sínu framgengt. Það er með öllu óásættanlegt.“ Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að fjárstyrkurinn sé ætlaður til að liðka fyrir kaupum þeirra á Grænlandi síðar meir. Þá sagði Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, styrkinn vera svar Bandaríkjanna við vaxandi ítökum Rússa og Kínverja í norðurhafi. Bandaríkjamenn voru síðast með ræðismann á Grænlandi árið 1953 en hyggjast opna ræðis- mannsskrifstofu á Grænlandi á nýjan leik síðar á árinu. Þeir eru fyrir með herstöð í bænum Thule. arnartomas@frettabladid.is Bandaríkin seilast til áhrifa í Grænlandi Bandarísk stjórnvöld munu veita Grænlandi fjárstyrk að andvirði 1,8 millj- arðs króna sem er ætlað að styrkja efnahaginn þar í landi. Stjórnvöld á Grænlandi taka styrknum fagnandi en danskir embættismenn eru uggandi. Styrkurinn frá Bandaríkjunum verður notaður til að efla námuiðnað, ferðaþjón- ustu og menntamál. Danir eru uggandi yfir þróun mála. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.