Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2020, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.04.2020, Qupperneq 17
FÓTBOLTI Borgarstjóri Liverpool- borgar, Steve Rotherham, hefur farið fram á að rannsakað verði hvort leikur Liverpool og Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu hafi átt stóran þátt í útbreiðslu kórónaveirunnar um borgina. Uppselt var á leikinn og voru 52 þúsund stuðningsmenn á Anfield þetta kvöld, þar af þrjú þúsund frá höfuðborg Spánar. Rotherham sagði við BBC Sport að ef það kæmi í ljós að fjöldi fólks í Liverpool hefði fengið veiruna vegna leiksins væri það ekkert minna en hneyksli. „Ef fólk hefur fengið vírusinn vegna leiks, sem okkur finnst að hefði ekki átt að fara fram, er það hneyksli. Það setti ekki aðeins áhorfendur og fjölskyldur þeirra í hættu heldur starfsfólk heilbrigðis- kerfisins,“ sagði borgarstjórinn og var alls ekki skemmt. Alls hafa 246 látist vegna kóróna- vírussins í borginni en líkt og annars staðar eru það aðeins þeir sem látast á sjúkrahúsi sem eru taldir með. Það gætu því verið fleiri látnir. Madríd er sögð hafa farið einna verst út úr vírusnum í Evrópu. Rotherham bendir á að á sama tíma og íbúum Madrídar hafi verið bannað að hittast í heima landinu hafi þrjú þúsund stuðn ings mönn- um liðsins verið hleypt inn í Liver- pool. Borgarstjóri Madrídar hefur þegar sagt að það hafi verið mistök að láta leikinn fara fram og það sama sagði Matthew Ashton yfirmaður heilbrigðismála í Liver pool. Bent er á í frétt BBC að Boris Joh- ns on mætti á landsleik Englands og Wales í rúgbý. Angela McLean, ráð gjafi bresku ríkisstjórnarinnar í kórónaveirumálefnum, sagði að það væri áhugaverð kenning að leikurinn hefði margfaldað útbreiðsluna. – bb Vill að rannsókn fari fram á leik Liverpool og Atletico Madrid Liverpool datt út gegn Atletico svo að eftir var tekið. MYND/GETTY Titilvörn Liverpool endaði í sextán liða úrslit- unum gegn Atletico Madrid. EFNAHAGSREIKNINGUR (í þús.kr.): 31.12.2019 31.12.2018 Eignarhlutir í félögum og sjóðum 78.309.017 59.516.697 Skuldabréf 100.751.236 98.067.722 Innlán og bankainnstæður 1.088.812 714.153 Kröfur 956.365 959.398 Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 179.818 186.113 181.285.248 159.444.083 Skuldir -35.424 -36.669 Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.957.993 2.657.487 Samtals 184.207.817 162.064.901 YFIRLIT UM BREYTINGAR Á HREINNI EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS: Iðgjöld 5.276.972 5.003.574 Lífeyrir og endurhæfingarsjóður -5.121.594 -4.717.270 Fjárfestingartekjur 22.378.550 8.844.575 Rekstrarkostnaður -391.012 -382.121 Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 22.142.916 8.748.758 Hrein eign frá fyrra ári 162.064.901 153.316.143 Samtals 184.207.817 162.064.901 LÍFEYRISSKULDBINDINGAR: 31.12.2019 31.12.2018 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 238.317 -2.719.579 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 0,1% -1,7% Eignir umfram heildarskuldbindingar -1.645.174 -2.798.716 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -0,7% -1,3% Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi sjóðfélaga. KENNITÖLUR: 31.12.2019 31.12.2018 Nafnávöxtun 13,7% 5,5% Hrein raunávöxtun 10,7% 2,2% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,9% 4,1% Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 5,1% 4,4% Hrein raunávöxtun 20 ára meðaltal 4,4% 4,2% Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.377 6.564 Fjöldi sjóðfélaga 143.420 141.518 Fjöldi lífeyrisþega 16.364 15.576 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% Eignir í íslenskum krónum 67,0% 71,7% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 33,0% 28,3% ÁVÖXTUN SÉREIGNARDEILDAR 2019: Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur ásamt stuttum tryggum skuldabréfum var 4,5% eða 1,8% hrein raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 10,8% eða 7,9% hrein raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.958 milljónir króna í árslok 2019. SJÓÐFÉLAGAR: Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Yfirlit um afkomu 2019 ÁRSFUNDUR 2020 Ársfundur sjóðsins verður auglýstur sérstaklega Í stjórn sjóðsins eru: Guðmundur Árnason, formaður Hrafn Magnússon, varaformaður Aðalbjörg Lúthersdóttir Einar Sveinbjörnsson Reynir Þorsteinsson Svana Helen Björnsdóttir Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir Framkvæmdastjóri er: Sigurbjörn Sigurbjörnsson Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 FÓTBOLTI Svo gæti farið að leik- mönnum í þýsku Bundesligunni verði bannað að fagna mörkum samherja sinna og þeir látnir spila með grímu en stefnt er á að deildin hefjist á ný 9. maí. Í samantekt BBC um þýska boltann kemur fram að f lestir leikmenn séu komnir aftur til æfinga og æfi nú í litlum hópum. Þar kemur fram að leikmenn og dómarar gætu spilað með sérhannaðar grímur sem eiga að minnka smithættu. Ef leikmaður missir grímuna af sér þarf að stöðva leikinn. Þá verður gert hlé á leiknum í 15 mínútur til að leikmaðurinn geti fengið nýja grímu. Á skiptisvæðinu þarf að halda fjarlægð. Þá er bent á að leikmenn eigi að forðast óþarfa snertingar, og er það sérstaklega tekið fram um að fagna ekki mörkum með faðmlagi. Dómarar geti refsað þeim fyrir faðmlagið. – bb Látnir spila með grímu Erling Haaland gæti þurft að spila með grímu. MYND/GETTY FÓTBOLTI Gabriel Jesus, sóknar- maður brasilíska landsliðsins og Manchester City, tilkynnti í beinni útsendingu á Youtube að hann hefði komið íbúum fátækrahverfa í Brasilíu til aðstoðar með rausnar- legri matargjöf. Jesus gaf nefnilega þrjú tonn af mat til íbúa í fátækrahverfum í landinu en hann ólst sjálfur upp í fátækrahverfi í Sao Paulo í heima- landinu. Landi hans, söngvarinn Belo, kom ýmsum frægum brasil- ískum stjörnum saman og hrinti af stað mikilli söfnun fyrir þá sem eiga hvað erfiðast í faraldr- inum. Jesus var þó ekki einn af þeim heldur hringdi inn í þátt- inn til að fá óskalag og lét vita um leið af góðverki sínu. Hann tók svo undir þegar Belo tók lagið. Jesus hefur áður látið gott af sér leiða í faraldrinum og gaf hundruð matarkarfa til fjölskyldna í hverfinu þar sem hann ólst upp. Fyrr í vikunni staðfesti talsmaður brasilíska landsliðsins að leikmenn liðsins hefðu safnað 850 þúsund evrum til að gefa bágstöddum. Helmingurinn kom frá leikmönn- um en hinn helmingurinn frá knatt- spyrnusambandinu og á upphæðin að koma 32 þúsund fjölskyldum til góða. – bb Jesús gaf þrjú tonn af mat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.