Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 22

Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 22
ÞETTA HEFUR ÞVÍ VERIÐ LÖNG OG STRÖNG VEGFERÐ EN SEM BETUR FER BÝR ÖLL FJÖLSKYLDAN YFIR EINSTAKRI AÐLÖGUNAR- HÆFNI. Við höfum alla okkar búskapartíð verið í suðurhlíðum Kópa-vog s og höfðu m lengi leitað að húsi sem passaði fyrir stóru fjölskylduna okkar,“ segir Ragnhildur en eitt og hálft ár er síðan fjölskyldan flutti inn. „Þá var ekkert tilbúið, ekki einu sinni her- bergjaskipan.“ Eins og fyrr segir er fjölskyldan í stærri kantinum en með þeim Ragnhildi og eiginmanni hennar Inga Sturlusyni búa börnin þeirra fjögur, tengdasonur og tvær kisur. „Það sem heillaði okkur var því fyrst og fremst staðsetningin, en síðan voru það óendanlegu mögu- leikarnir sem húsið bauð upp á. Við vildum stórt samverurými því bæði er fjölskyldan mjög samhent og svo erum við öll svo óskaplega félags- lynd að það er alltaf einhver með vini í heimsókn. Við vildum því að það væri auðvelt að bæta fjórum til fimm manns við matarborðið.“ Húsið var byggt árið 1969 og flest allt er upprunalegt en að sögn Ragnhildar því miður of illa farið til að nýta. „Við hjónin höfum tvisvar áður gert upp húsnæði og þá reyndum við að halda aðeins í söguna. Ég reyndi mitt besta til að passa hitt og þetta, sem síðan þurfti á endanum að fara.“ Herbergjaskipan hússins var ekki í samræmi við þarfir fjölskyldunnar og því var ráðist í að breyta henni. „Í raun var allt hreinsað út, gólfefni, veggir, rafmagn og pípulagnir. Eld- húsið var fært því við vildum fanga morgunsólina í opnu rými og bað- herbergi voru stækkuð. Við hefðum aldrei haft efni á að ráðast í svona framkvæmdir, nema af því að Ingi er lærður smiður þó að hann starfi ekki við það í dag. Við erum því búin að gera næstum allt sjálf með góðri hjálp frá stórfjöl- skyldunni og einstökum vinum. Það er ómetanlegt.“ Tvíburasynirnir í fataherbergi Framkvæmdir standa enn yfir og segir Ragnhildur ráðist í þær eftir þörfum. „Fyrst þurfti að komast inn, síðan að tryggja herbergi en tvíburasynir okkar voru til dæmis í fataherbergi okkar hjóna fyrstu fjóra mánuðina, og svo koll af kolli. Þetta hefur því verið löng og ströng vegferð en sem betur fer býr öll fjölskyldan yfir einstakri aðlög- unarhæfni og þegar hlutirnir ganga hægt, er glaðst yfir minnstu hlutum, til að mynda innstungu sem virkar eða hurð á baðherbergið.“ Borðum alltaf saman Aðspurð um sinn uppáhaldsstað í húsinu á Ragnhildur erfitt með að gera upp á milli eldhúss og stofu. „Við erum mikið matfólk, borðum alltaf saman öll kvöld og á því eru engar undantekningar. Þegar ég innréttaði eldhúsið lagði ég ríka Samhent fjölskylda í framkvæmdum Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur hjá Auðnast, býr ásamt stórri fjölskyldu sinni í fallegu húsi frá sjöunda áratugnum í suður- hlíðum Kópavogs en húsið gerðu þau upp að mestu leyti sjálf. Hér má sjá hlaðna vegginn vísa út í stofuna og arininn sem er mikið not­ aður. Fremst má einnig sjá nýjasta fjöl­ skyldumeð­ liminn, Fjólu sem var fyrir 3 mánuðum 900 grömm en er nú að nálgast þrjú kíló. Nóg af borð­ plássi og gott rými var það sem skipti Ragnhildi miklu. Eldhúsið var teiknað upp enda er þar eldað fyrir sjö hvert kvöld vikunnar og pláss þarf einn­ ig að vera fyrir sjö að ganga frá. Baðherbergið var stækkað og veggurinn þykktur til að koma fyrir innbyggðri hillu. „Inga datt í hug eitt kvöldið að setja innbyggð ljós í hilluna og var hann ekki lengi að fræsa og koma fyrir ljósborðum og útkoman er flott.“ Hér má sjá stigaopið með risastórum glugga sem áður var falinn. „Við tókum niður stóran vegg sem lokaði stigaopinu og settum ljósgráar hillur úr IKEA sem líta vel út að aftan þegar þú gengur upp stigann. Í þessum glugga náum við kvöldsólinni inn í eldhúsið.“ Hjónin Ragnhildur og Ingi hafa gert upp nokkrar íbúðir í þá rúmu tvo ára­ tugi sem þau hafa búið saman og eru sérlega samhent og röggsöm. Það er því ólíklegt að þetta sé síðasta húsið sem þau gera upp . FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Framhald á síðu 24  2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.