Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 37

Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 37
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. ágúst 2020. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, er framsýnn í hugsun, hefur sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefur metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun og rekstri • Árangursrík reynsla af áætlunargerð • Góð þekking og reynsla af stefnumótun • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku • Þekking og reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur Matvælastofnun er stjórnsýslustofnun með höfuðstöðvar á Selfossi og þar starfa um 100 manns. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að neytendavernd, heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heil- næmi og gæðum matvæla. Stofnunin vinnur að matvælalöggjöf í allri fæðukeðjunni, frá heilbrigði og velferð dýra, fóðri, vinnslu og dreifingu og þar til matur er borinn á borð neytenda. Stofnunin fer með yfirumsjón með matvælaeftirliti og eftirlit með störfum dýralækna. Stofnunin annast stjórnsýslu og eftirlit samkvæmt lögum um matvæli, lögum um velferð dýra, lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um fisk- eldi og fleiri lögum. Matvælastofnun veitir ráðherra ráðgjöf við samningu frumvarpa og reglugerða og sinnir öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin með lögum eða öðrum fyrirmælum. Forstjóri Matvælastofnunar ber faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri Matvælastofnunar í samræmi við lög og stjórn- valdsfyrirmæli. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Konur og karlar eru hvött til að sækja um embættið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun skipa þriggja manna hæfisnefnd sem metur hæfni og hæfi um- sækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið postur@anr.is. Upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytis- stjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (postur@anr.is). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Forstjóri Matvælastofnunar RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.