Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 38

Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 38
Laus störf í Helgafellsskóla Helgafellsskóli í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður haustið 2020 Helgafellsskóli er leik- og grunnskóli og fléttast frístund inn í skólastarfið. Skólaárið 2020-2021 verður 1. – 7. bekkur í grunnskólahlutanum og þrjár leikskóladeildir. Starfsfólk vinnur í teymum og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að menntaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Þetta verður annað skólaárið sem skólinn starfar og því er þetta spennandi tækifæri til að fá að taka þátt í faglegri þróun og uppbyggingu skólastarfsins. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Lausar stöður: Umsóknarfrestur um starfið er til og með 2. maí 2020. Sækja skal um öll störf á www.mos.is/storf. Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla í síma 694-7377. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar. Djúpavogshreppur auglýsir starf skólastjóra Djúpavogs­ skóla. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastar­ fi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina samkvæmt gildandi skólastefnu sveitarfélagsins. Djúpavogsskóli er heildstæður sameinaður grunn­ og tón­ skóli með ríflega 80 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli. Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 500 íbúar. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðunni sveitarfélagsins: djupivogur.is Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Helstu verkefni og ábyrgð: • Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunn­ og tónskóla til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá tónlistarskóla og lög og reglugerðir um grunn­ og tónlistar­ skóla. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnu­ tilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. • Hafa umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í boði fyrir 1.­3. bekk frá 13:10 – 16:00. Menntunar- og hæfnikröfur: • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Framhaldsmenn­ tun á sviði stjórnunar eða farsæl stjórnunarreynsla. • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð. • Hæfni og reynsla í að leiða þróun skólastarfs. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður. • Reynsla í fjármálastjórnun kostur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er sveitarstjóri. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 um­ sagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinar gerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Frekari upplýsingar má finna á: djupivogur.is, undir liðnum „Þjónusta.“ Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fúslega frekari upplýsingar í síma 470­8700 og 843­9889 Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðnin­ gu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju. 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.