Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 52
Til að birta andláts-, útfarar- eðaþakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Kristinn Daníelsson vélfræðingur, lést á heimili sínu föstudaginn 17. apríl. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útförin fara fram síðar og auglýst þegar þar að kemur. Hjartans þakkir færum við Heru heimahjúkrun fyrir einstaka alúð. Vilhelmína Ólafsdóttir Helgi Kristinsson Molly Smith Davíð Freyr Albertsson Tinna Þorvaldsdóttir Ísabella Ösp, Börkur Elí, Aníta Eik, Birkir Leó María Albertsdóttir Berglind, Elísabet Freyja Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Jónasdóttir lést á líknardeild Landspítalans þann 20. apríl. Vegna aðstæðna fer útför fram í kyrrþey þann 4. maí. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Þóra Björg Jónasdóttir Yngvi Halldórsson Linda Jónsdóttir Halldór Halldórsson Arna Borg barnabörn og barnabarnabarn. Okkar ástkæri, Jóhannes R. Albertsson fv. vélstjóri hjá Eimskip, Suðurlandsbraut 58, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 22. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jósefína Hafsteinsdóttir Hafdís Þorgeirsdóttir Sigurður J. Þorbergsson Bryndís Þorgeirsdóttir Jón K. Sigurfinnsson Magnús Þorgeirsson Ellý Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, amma og langamma, Erna Kristín Elíasdóttir lést föstudaginn 17. apríl á dvalarheimili Hrafnistu. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram í kyrrþey þriðjudaginn 5. maí. Erna Gréta Garðarsdóttir Erna Kristín Ernudóttir Björn Bragi Bragason Garðar Axel Torfason Helena Þórarinsdóttir Við nemendur Háskóla Íslands tök um hefð-bundin lokapróf venju-lega í skólanum en nú er ég heima og það er ótrú-lega gott,“ segir Arnaldur Starri Stefánsson sem var í gær að leysa úr fyrsta lögfræðiprófinu eftir vorönn- ina í gegnum netið. Það var í faginu Rétt- arfar II. Hann ætlar að brautskrást með BA í vor og býst við að útskriftin verði kringum mánaðamótin júní/júlí. Hann kveðst hafa átta tíma til að leysa úr prófinu, í stað þriggja í skólastofunni. „Það er pínu varasamt því þá er maður ekki með stressið sem ýtir hlutunum áfram. En þetta fyrirkomulag varð fyrir valinu, að minnsta kosti í lagadeild. Mér þykir það bara nokkuð manneskjulegt.“ En geta nemendur ekki f lett upp í bókum, hringt í mann og annan og borið sig saman í prófinu? spyr ég. „Það er alltaf hætta með heimapróf. Auðvitað brýna kennarar fyrir okkur að stranglega bannað sé að vera í ein- hverjum samskiptum, samt er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Kannski gera kennarar enn meiri kröfur nú en venju- lega vegna þess að nú gætum við verið með gögn með okkur.“ Heimili Arnaldar Starra er á Þóris- stöðum á Svalbarðsströnd, við austan- verðan Eyjafjörðinn. Þar reka foreldrar hans hótel. Skyldi hann hafa setið við að læra lögfræðina þar líka að undanförnu? „Ég kom bara heim um síðustu helgi og hef verið að læra undir próf síðan en mánuðinn á undan bjó ég einn í íbúð sem ég hef á Garði við HÍ, bæði af því að ég var að ljúka lokaritgerð og líka af því að ég var um tíma smeykur um að ég væri orðinn veikur, þó einkennin væru lítil. Komst ekki í neitt smitpróf á þeim tíma svo ég var ekkert að æða neitt.“ Þó að ýmsir háskólar hafi tileinkað sér fjarkennslu hefur Háskóli Íslands verið fastari í fyrirlestraforminu til þessa, að minnsta kosti í lögfræðinni, að sögn Arnaldar Starra. „Það er eiginlega ógerningur að taka áfanga í lagadeild og vera ekki á staðnum. Ég fór bara í mína fyrirlestra, enda bjó ég við hliðina á skólanum svo það var þægilegt. Vonandi uppgötva ýmsar deildir núna að ekkert mál er að taka upp fyrirlestra og varpa þeim. Reynsla frá þessu vori mun því nýtast í framtíðinni.“ Arnaldur Starri kveðst hafa verið alla vorönnina að vinna í lokaverkefnu, tekið rispur þegar tími gafst til. En um hvað fjallar verkefnið? „Ég þori varla að segja það, fjölskyldu og vinum finnst það svo leiðinlegt að þeir trúa því ekki að það sé áhugamál hjá mér. Ég skrifaði ritgerð á sviði samningaréttar sem fjallaði um túlkunarsjónarmið í dómum Hæstaréttar í gengisbreytingamálum. Þetta voru dómar sem féllu í kjölfar hrunsins. Ég hef alltaf haft áhuga á hruninu og sá tækifæri til að setja mig inn í þetta mál,“ segir Arnaldur Starri og röddin lýsir svo miklum spenningi að það er nánast smitandi. Þegar hann valdi lögfræðina segir hann fyrirvarann hafa verið mjög stutt an. „Ég var staddur í Kambódíu í heimsreisu og hitti þar hollenskan lög fræðing og sagði honum að ég væri óákveðinn í hvað ég ætlaði að læra. Hann lýsti fyrir mér hvað fælist í starf inu og ég sá að það hentaði mínum styrk leikum ágætlega svo ég ákvað að stökkva til og sótti um. Ég hef alltaf átt auðvelt með að tjá mig  og hef gaman af rökfræði. Get verið hálf kassalaga sem í sumum tilfellum er ágætt, en svo kom mér á óvart að það var heilmikið svigrúm líka fyrir nýjar hugmyndir.“ Hann kveðst ætla beint í mastersnám í haust og hafa verið einn af þeim heppnu sem fékk vinnu í sumar og heldur henni. „Ég hef alltaf unnið hér heima hjá foreldrum mínum á hótelinu en ákvað að leita á önnur mið núna og réði mig á lögmannsstofu. Byrja strax eftir próf. Það er engin kreppa þar. Þegar vel gengur í þjóðfélaginu er nóg að gera á stofum og þegar gengur illa er enn meira að gera.“ gun@frettabladid.is Þori varla að segja um hvað lokaverkefnið er Arnaldur Starri Stefánsson, verðandi lögfræðingur, er einn þeirra nemenda Háskóla Íslands sem stefnir á útskrift úr grunnnámi eftir þessa vorönn. Hann var einmitt að þreyta fyrsta prófið í gær og sat við tölvuna heima á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. „Kannski gera kennarar enn meiri kröfur nú en venjulega vegna þess að nú gætum við verið með gögn með okkur,“ segir Arnaldur þar sem hann leysir lokapróf í Réttarfari II heima á Svalbarðsströnd. AÐSEND MYND. Ég var staddur í Kambódíu í heimsreisu og hitti þar holl­ enskan lögfræðing og sagði honum að ég væri óákveðinn í hvað ég ætlaði að læra. Hann lýsti fyrir mér hvað fælist í starfinu og ég sá að það hentaði mínum styrkleikum ágætlega svo ég ákvað að stökkva til og sótti um. Merkisatburðir 1719 Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe kemur út. 1859 Framkvæmdir hefjast við Súesskurðinn. 1915 Stórbruni verður í Reykjavík er Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Pósthússtræti og Hafnarstræti brenna. 1940 Merkið, færeyski fáninn er gerður að opinberum fána eyjanna. 1989 Motorola MicroTAC, þá minnsti farsími heims, kemur á markað. 1990 Violeta Chamorro tekur við embætti forseta Níkaragva, fyrsta konan sem kjörin er til forsetaembættis í Suður-Ameríku. 2012 Agnes M. Sigurðardóttir er kjörin fyrsti kvenbiskup íslensku þjóðkirkjunnar. 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.