Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 56

Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 56
Listaverkið Þær heita Steinunn Lára Ingvars- dóttir og Hekla Dögg Ingvarsdóttir og virðast í f ljótu bragði alveg eins. Steinunn er í grárri peysu og Hekla í svartri þegar þær mæta í viðtalið og það einfaldar málið aðeins. Inntar eftir aldri svara þær í kór: ell- efu – að verða tólf. Segið þið oft sömu orðin samtím- is? Steinunn: Það kemur alveg fyrir. Eruð þið alltaf vinkonur? Hekla: Já. Oftast, bætir Steinunn við. Deilið þið sama herbergi? Hekla: Nei, ekki lengur en við gerðum það. Er eitthvað ólíkt með ykkur? Hekla: Steinunn er mikið fyrir dýr en ég er frekar hrædd við þau. Hver eru eftirlætisfögin  í skól- anum? Steinunn: Stærðfræði hjá okkur báðum. Farið þið þá stundum í keppni við að leysa dæmin? Hekla: Nei, við hjálpumst frekar að. Hvernig hefur skólagöngunni verið háttað síðustu vikur? Stein- unn: Við mætum saman annan hvern dag. Hekla: Og svo lærum við heima hinn daginn. Hvernig hefur ykkur líkað það? Steinunn: Æ, það er hálf skrítið að þurfa að læra svona mikið heima. Eruð þið þá inni í herbergjum? Hekla: Nei, alltaf báðar í stofunni. Steinunn: Við lesum samt hvor í sínu herbergi, til að fá meiri frið. Hver eru áhugamálin? Hekla: Fót- bolti hjá okkur báðum númer eitt, tvö og þrjú. Steinunn: Við æfum með Þrótti. Hvaða stöður spilið þið? Stein- unn: Ég er miðja og vörn. Hekla: Og ég frammi. Við erum góðar! Hafið þið sama fatastíl? Steinunn: Minn er íþróttaföt. Hekla: Minn er eiginlega eins nema ég  er stundum í peysum  sem eru ekki íþróttapeysur. Hvort eru f leiri kostir eða gallar við að vera tvíburar og svona líkar? Steinunn: Kostir. Við erum alltaf saman og stöndum saman. Hekla: Okkur leiðist aldrei. Eigið þið sömu vini? Steinunn: Já, þeir spyrja eftir okkur báðum og er alveg sama hvor okkar er. Ruglast fólk á ykkur? Steinunn: Alltaf, nema besta vinkona okkar. Hekla: Einu sinni í skólanum fór ég í tímann sem Steinunn átti að fara í og hún í minn tíma af því okkur langaði það. Það tók enginn eftir því. Hvað á að gera í sumar? Steinunn: Æfa fótboltann. Hekla: Það eiga að vera einhver mót en ekki með neinum áhorfendum. Steinunn: Það verður rosalega skrítið.  Er stöðugt ruglað saman VIÐ MÆTUM SAMAN ANNAN HVERN DAG. Steinunn OG SVO LÆRUM VIР HEIMA HINN DAGINN. Hekla Hvor er hvor? Jú, Steinunn Lára mætti í grárri peysu en Hekla Dögg í svartri þegar þær mættu í viðtalið. Það var eins gott. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Konráð á ferð og ugi og félagar 401 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ?  Hér eru það norn og leðurblaka sem ráða ríkjum. Sendandi myndarinnar er Baldur Gísli Sigurjónsson sex ára. 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.