Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 60

Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 60
LÁGSTEMMD, ANNAR- LEG, ÓHUGNANLEG TÓNLISTIN FULLKOMNAR ANDRÚMSLOFTIÐ, UNDIRALDAN GRÍPUR ÁHORFANDANN UM LEIÐ. Gátur hafa verið vin-sælar á Facebook undanfarið, og hér er ein: Hvaða fyrirbæri er með átta fætur og greindarvísitöluna 60? Svarið er fjórir menn að drekka bjór og horfa á fótbolta. Víman virðist þó ekki hafa truflað rithöfundinn Stephen King þegar hann skrifaði sumar af sínum þekktustu bókum. Hann er óvirkur alkóhólisti í dag, en var allsvakaleg- ur á sínum yngri árum. Neyslan var sérstaklega slæm er hann vann að Cujo, um stóran hund með hunda- æði. Hann man eiginlega ekki eftir að hafa skrifað hana. Það þykir honum afar leitt, því að hans mati er bókin fín! King fjallar stundum beinlínis um alkóhólisma í bókum sínum, þar á meðal í The Shining, um fjöl- skyldu í yfirgefnu hóteli um vetur. Stanley Kubrick leikstýrði mynd- inni sem síðar var gerð, og Jack Nic- holson var meðal annars í aðalhlut- verki. Tónlistin, alkóhólisminn og hryllingurinn Jónas Sen skrifar um pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki sem lést nýlega. David Lynch sagði að þar væri genginn einn mesti tónhöfundur allra tíma. Verk hans hljóma meðal annars í The Shining. Krzysztof Penderecki. Honum lá auðheyrilega mikið á hjarta, segir Jónas Sen í umfjöllun sinni. MYND/EPA Í hinni mögnuðu The Shining hljómar verk eftir Penderecki. Eitt mesta tónskáld sögunnar Tónlistin á stóran þátt að í skapa andrúmsloft hryllings í myndinni, en hún var þó ekki upphaf lega samin fyrir hana. Kubrick hafði mikla þekkingu á tónlist, ekki síst þeirri sem var sköpuð í sam- tímanum, og hann sérvaldi hana í myndir sínar. Í The Shining hljómar m.a. verk eftir pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki (borið fram Penderetskí), en hann lést um síð- ustu mánaðamót. Kvikmyndaleik- stjórinn David Lynch minntist hans á Twitter fyrir nokkrum dögum, og sagði að þar væri genginn einn mesti tónhöfundur allra tíma. Skelfileg tónlist Tónlist Pendereckis er sömuleiðis að finna í Wild at Heart eftir Lynch, enn fremur einum þættinum í nýlegri Twin Peaks röðinni sem Lynch leikstýrði, og, síðast en ekki síst, The Exorcist, um særingamann og andsetna stúlku. Penderecki samdi öll þessi verk ungur að árum og framúrstefnulegt markmið hans var að „frelsa hljóðið undan form- inu“. Ein frægasta tónsmíð hans er samin í minningu um fórnarlömb kjarnorkuárásarinnar á Hiros- hima, og hlaut hún tónlistarverð- laun UNESCO árið 1961. Tónmálið er afar áleitið, svo ekki sé meira sagt. Byrjunin er ofsafengin, eins og öskur ótal mannvera, en síðan deyr tónlistin út í einhvers konar sírenu- væl. Drunur og barsmíðar taka við, en ópin eru þó aldrei langt undan. Babýlónskur djöfull Svona tónlist er auðvitað ekki eitt- hvað sem maður hefur á fóninum við kvöldmatinn. Hins vegar stend- ur í Biblíunni að allt hafi sinn tíma – og einhvers staðar verða vondir að vera. Þegar The Exorcist var frum- sýnd hélt einn gagnrýnandi fram að loksins væri músík Pendereckis komin þangað sem hún ætti heima. Tónlistin heyrist í byrjun mynd- arinnar, en þá er særingamaðurinn, sem er leikinn af Max von Sydow, við fornleifauppgröft í Írak. Þar finnur hann styttu af babýlónska djöf linum Pazuzu, sem er illur fyrirboði, því hann hefur barist við hann áður. Lágstemmd, annarleg, óhugnanleg tónlistin fullkomnar andrúmsloftið, undiraldan grípur áhorfandann um leið. Sneri baki við eyðingarmættinum Tónlist Pendereckis breyttist eftir því sem hann eltist. Hann missti þá áhugann á framúrstefnunni og fannst eyðingarmátturinn í æsku- verkum sínum niðurrífandi. Í stað- inn fór hann að semja formfastari tónlist, en útkoman var samt ekkert síður mögnuð. Á Spotify er upptaka með fiðluleikaranum Anne-Sophie Mutter þar sem hún leikur La Follia eftir hann, nokkur tilbrigði við stef. Tónlistin byggist á tiltölulega einföldum hendingum, afstrakt vissulega, ómstríð og dökk, en samt svo full af skálda- vímu og innblæstri að maður verð- ur alveg dáleiddur. Sannast enn og aftur að tónlist þarf ekki alltaf að vera „falleg“ en hún verður að vera sönn. Penderecki lá auðheyrilega mikið á hjarta og hans verður sárt saknað. Jónas Sen Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2020-2021 stendur nú yfir Innritaðir eru: - Nemendur í Forskóla I, fæddir 2014 - Nemendur í Forskóla II, fæddir 2013 - Nemendur í Fiðlu- og Sellóforskóla, 4-6 ára börn Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.tonmenntaskoli.is Skólastjóri BAKARÍIÐ FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00 Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið alla laugardagsmorgna. 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.