Fréttablaðið - 01.05.2020, Síða 14

Fréttablaðið - 01.05.2020, Síða 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ein leið væri að Seðla- bankinn veitti viðskipta- bönkunum stóra lánalínu þar sem vaxta- kjörin ráðast af því hversu mikið lánabók þeirra stækkar. Ég skora á þessa þrjá flokka að standa nú við yfirlýsingar sínar, að bæta úr misgjörð síðasta áratugar. Árið 2006 mynduðu fimm stjórnmálaflokkar pólitíska samstöðu með hagsmunasamtökum fatlaðs og langveiks fólks og eldri borgurum, undir nafninu „þjóðarsátt um virkara velferðarríki“. Saman mótuðu þessir aðilar nútímalegar hugmyndir að samfélagi þar sem allir gætu tekið þátt. Vinna átti að einfaldara almannatryggingakerfi, hærri lífeyri og skattleysismörkum, minnkun skerðinga vegna atvinnutekna, aukinni atvinnuþátttöku, einstakl- ingsmiðaðri búsetu, aukinni þátttöku í menntun og endurhæfingu og að heildstæðari heilbrigðis- þjónustu. Fjórtán árum síðar hefur lítið breyst. Nú eru þrír þessara flokka við stjórnvölinn. Á þessum fjórtán árum hafa kjör fatlaðs og lang- veiks fólks versnað stórlega. Þeim sem leita á náðir hjálparsamtaka eftir mat og öðrum nauðsynjum, hefur fjölgað mikið, en nærri 70% þeirra er fatlað fólk. Öryrkjum er gert að lifa af upphæð langt undir atvinnuleysisbótum. Sumir neyðast til að búa í bílum og í tjöldum allt árið um kring. Sárafátækt er veru- leiki alltof margra og um 6.000 íslensk börn búa við mikla fátækt. Í dag ganga öryrkjar undir rauðum fána og gera kröfu um breytingar og réttlátara þjóðfélag, enda krafan um hækkun örorkulífeyris og að virðing sé borin fyrir mannlegri reisn fatlaðs og langveiks fólks áþekk kröfunni um hækkun launa og virðingu fyrir vinnuframlagi fólks. Örorkulífeyrisþegar krefjast þess að njóta virðing- ar sem endurspeglast í því að lífeyrir dugi til mann- sæmandi lífs, að dregið sé verulega úr skerðingum og að aðgengi að samfélaginu sé í raun. Ég skora á þessa þrjá flokka að standa nú við yfirlýsingar sínar, að bæta úr misgjörð síðasta áratugar. Í því ástandi sem nú herjar á heiminn er mikilvægt að skilja enga eftir! Betra er seint en aldrei og nú verður að efna loforðin, en ekki svíkja. Stjórnvöld, hvar eru efndirnar? Stjórnavalda er mátturinn að eilífu, amen Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Ör- yrkjabandalags Íslands Í Toppmálum Íslendingar eru enn þá heims- meistarar í að gera úlfalda úr mýf lugu en þeir tryggðu titilinn á dögunum með við- brögðum sínum við nýjum Toppi í dós. Í ljós kom að bragð- bætta ropvatnið er ekki fengið úr alíslenskum krana vígðum af biskup líkt og gengur og gerist, heldur sé það afrakstur djöful- legra vélabragða frá frændum okkar í Svíþjóð. Ef íslenska vatnið er best í heimi þá ættu þessar tilraunir Neó-Kalmar- sambandsins til að grafa undan íslenskum vatnsbændum að skila litlu. Er það ekki á kristaltæru? Gefum bolnum að bíta Samkvæmt eigendum bíla- leiga landsins hefur eftirspurn Íslendinga eftir húsbílum aukist til muna eftir að heims- faraldurinn skall á. Ef þetta eru ekki samhæfð viðbrögð unga fólksins við húsnæðis- vandanum má því búast við að hlutfall Íslendinga á helstu ferðamannastöðum landsins muni rjúka upp úr öllu valdi í sumar. Neysluvenjur innfæddra eru auðvitað allt aðrar en ferðamanna, og munu hyggnir rekstraraðilar á búllum landsins því líklega verða f ljótir að rífa niður lyklakippur og lundahúf- ur og koma fyrir munntóbaks- pokum og Happaþrennum. arnartomas@frettabladid.is Stórt og nauðsynlegt skref var stigið í vikunni. Með því að framlengja hlutabótaleiðina er komið til móts við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli en sjá fram á aukna eftirspurn innanlands í sumar. Þá mun sú ákvörðun að ríkið greiði að hluta uppsagnar- frest koma í veg fyrir að lífvænleg fyrirtæki – einkum í ferðaþjónustu – verði gefin upp til gjaldþrotaskipta og kemur þeim í skjól meðan mestu hremmingarnar ganga yfir. Kostnaður ríkisins af að gera ekki neitt hefði að lokum verið síst minni og þetta er aðgerð sem er til þess fallin að varðveita störf til lengri tíma litið. Það skiptir höfuðmáli núna þegar hætta er á að atvinnuleysi verði í sögulegum hæðum í lengri tíma en við höfum áður séð. Enginn deilir um að stjórnvöld munu þurfa að gera meira. Tvennt mætti þar helsta nefna til. Þrátt fyrir að vextir Seðlabankans hafi verið lækkaðir í tvígang – um samtals eitt prósentustig – þá sætir furðu að ekki sé búið að ganga lengra nú þegar öllum er ljóst að við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í manna minnum. Við slíkar aðstæður þurfa fjármagnseigendur að venjast umhverfi neikvæðra raunvaxta. Vextir bankans, sem hafa verið lækkaðir hlutfallslega minna en í nánast öllum okkar nágrannaríkjum frá því að þessar hamfarir hófust, hljóta því að verða teknir niður fyrir eitt prósent sem allra fyrst – ekki er í boði að bíða þangað til næsti fundur peningastefnunefndar fer fram eftir þrjár vikur. Aðgerð ríkisins um að ábyrgjast allt að 70 prósent brúarlána til átján mánaða, að fjárhæð samtals 70 milljarðar, sem bankar kynnu að veita til fyrirtækja í rekstrarvanda er klúður. Þetta ættu bæði Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið að vita. Sérstök eftirlitsnefnd með slíkum lánum, sem var skipuð í gær, er óþörf eins og sakir standa. Útilokað er að bankarnir muni nýta þetta úrræði, sem hefur verið ætlað stærri félögum landsins, svo neinu nemi enda eru skilyrðin með þeim hætti að fyrirséð er að þeir muni sitja eftir með fjárhags- lega skellinn af því að lána til gjaldþrota fyrirtækja. Hvað er til ráða? Efnahagsvandinn í dag er tvíþættur. Hann kemur annars vegar til vegna þeirra hörðu sótt- varnaaðgerða sem gripið hefur verið til og hins vegar er það óvissan sem er alltumlykjandi. Sú óvissa er afar kostnaðarsöm. Hægt er að draga verulega úr henni með markvissum og heildstæðum aðgerðum sem búa til raunverulega hvata fyrir bankakerfið, sem er ekki núna fyrir að fara, til að veita áfram útlán til atvinnulífsins. Ein leið að því markmiði væri að Seðlabankinn veitti viðskiptabönkunum stóra lánalínu til nokkurra ára þar sem vaxtakjörin ráðast af því hversu mikið lánabók þeirra stækkar. Eftir því sem bankarnir lána meira, sem yrði í fyrsta kasti einkum til fyrirtækja sem standa betur að vígi, því lægri yrðu vextirnir á lánalínunni – og gætu mögulega orðið neikvæðir. Ávinningurinn myndi birtast okkur í því að bankarnir færu strax að bítast um bestu bitana á lánamarkaði. Fyrirtæki, sem hafa horft upp á vaxtaálög rjúka upp, gætu endurfjármagnað sig á mun betri kjörum, lausafé í kerfinu myndi aukast og fjárfestingarverkefni yrðu arðbærari. Óvissunni myndi létta og það kæmist smám saman hreyfing á hlutina. Beinn kostnaður ríkisins yrði líklega aðeins sambæri- legur því og áætlað er að tap þess yrði af brúarlánunum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Minnkum óvissu öflugur liðstyrkurfl r liðstyrkur 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.