Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2020, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 01.05.2020, Qupperneq 15
Guðmundur Steingrímsson Í DAG Hugmyndin um að drekka sótt-hreinsispritt til þess að drepa kórónaveiruna er allrar athygli verð. Kosturinn við þessa hugmynd er sá, að það er algerlega óhætt að segja að hún eykur mjög líkurnar á að maður deyi þá alla vega ekki úr COVID-19. Út af fyrir sig má hugsa sér marg ar aðrar leiðir til þess að ná því sama markmiði. Sjálfsagt er hægt að drepa veiruna líka með því að fá sér rottueitur, drekka vít- is sóda, terpentínu, bryðja þvotta- efnistöflur eða gleypa rak véla blöð. Hugmyndin um að drepa hana með geislum er á sama hátt mjög góð. Góður ofurheitur geisli niður í kokið — kannski á alþjóðadegi Star Wars sem er núna á mánu- daginn — sem eyddi þar öllu lífi myndi ábyggilega drepa veiruna. Í þeim anda má svo aftur hugsa sér margar fleiri aðferðir. Sjálfsagt er hægt að brenna veiruna. Það er líka hægt að kæfa veiruna með því að troða þvottapoka eða visku- Að skjóta veiruna Baráttudagur verkalýðsins sækir uppruna sinn í mál sem er okkur Pírötum hjartans mál; styttingu vinnuviku, það er að segja átta stunda vinnudag og helgarfrí. Fyrstu skref baráttu verkalýðsins grundvölluðust þar að auki í kröfunni um verkfallsréttinn sem telst nú órjúfanlegur hluti af nútímalegum lýðræðisríkjum. Að leggja niður störf til að krefjast bættra kjara er grundvallarréttur verkafólks og nýtist eingöngu þegar allt um þrýtur, er það því réttur sem ganga þarf langt til að standa vörð um. Óneitanlega setur COVID-19 svip á hátíðarhöldin að þessu sinni. Við Píratar viljum óska launafólki góðs dags. Fögnum árangrinum sem náðst hefur og mætum endurnærð til baráttunnar fram undan. Hinn 1. maí árið 1886 lagði verka- fólk í Bandaríkjunum niður störf í kjölfar langrar baráttu fyrir bætt- um kjörum og átta stunda vinnu- dag. Íslenskar rætur dagsins sækja einnig upphaf sitt í baráttuna um styttri vinnudag. Vökulögin sem voru lögfest árið 1921 og tryggðu íslenskum sjómönnum sex tíma hvíld á sólar hring. Þau eru einn fyrsti sigurinn sem hefur unnist á Íslandi í verkalýðsbaráttu. „Hér skal orðtakið það: Fylgjumst einhuga að!“ segir í auglýsingu Kröfugöngu- nefndar á forsíðu Alþýðublaðsins 1. maí árið 1923. Stytting vinnutíma er lýðræðis- mál og mannréttindamál. Það er vitað að með skemmri vinnudegi fylgir meiri ánægja í starfi, færri veikindadagar og aukin lífsgæði. Það varðar aukna hamingju og samverustund með fjölskyldunni. Starfið okkar á að styðja við okkar heilsu og velferð. Við erum ekki hlutir sem hægt er að nýta og ofnýta og henda svo í ruslið. Nýverið var skrifað undir kjara- samninga fyrir lægsta launahóp okkar Reykvíkinga og það er mér mikið gleðiefni að ásamt því að leiðrétta laun kvennastétta og hækka lægstu laun er þar kveðið á um styttingu vinnuviku dag- vinnufólks úr 40 í 36 klukkustunda vinnuviku – og enn meiri styttingu fyrir vaktavinnufólk. Þessum hópi, Ef lingarfólki og öðru mikilvægu starfsfólki annarra verkalýðs- félaga, vil ég þakka fyrir að standa eins og klettur í framlínunni vegna COVID-19. Ég vil einnig nota tæki- færið og hvetja önnur sveitarfélög til að ganga frá samningum. Pólitík er ekki leikur og ábyrgðin er mikil á tímum sem þessum að ganga ekki til samninga. Baráttunni er hvergi lokið. Við eigum öll rétt á góðu lífi með reisn. Gleðilegan 1. maí. Fylgjumst einhuga að! Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata í Reykja- vík stykki mjög langt ofan í kokið. Keðjusög drepur veiruna sé henni beitt með réttum hætti. Og svo má líka ábyggi lega skjóta veiruna. Eini gallinn við það — eins og reyndar með allar þessar hugmyndir — er að ef maður ætlar að skjóta veiruna að þá verður maður líka að skjóta sig upp að einhverju marki. Það breytir þó ekki hinu: Maður drepst þá alla vega ekki úr COVID-19, sem er auðvitað út frá vissu sjónarmiði hálfur sigur. Klemman Flestir skilja, en alls ekki allir — eins og gerist og gengur — að mark miðið um þessar mundir er að finna aðferðir til þess að drepa kórónaveiruna án þess að drepa sig. Þetta er visst lykilatriði. Ef þetta væri ekki lykilatriði væru marg ar álitlegar leiðir í boði, eins og hér hefur verið rakið. Það sem er hins vegar bita- stætt við hugmyndir eins og að drekka sótthreinsivökva eða klór, eins frámunalega heimskulegar og þær hljóma, er að í raun og veru hitta þær nákvæmlega inn í kjarn ann á því sem allir faglegir við bragðs aðilar heimsfarald- ursins og heimskreppunnar eru að reyna, nótt og dag, að gera ekki. Reynt er að hanna bólu- efni. Ástæða þess að það tekur svona óheyrilegan langan tíma er ein mitt sú að vísindamenn vilja ekki að bóluefnið verði eins og sótthreinsivökvi. Að það drepi veiruna og okkur líka. Að bólu- efnið hafi verri afleiðingar en sjúkdómurinn, má ekki gerast. Önnur viðureign Þessa klemmu má yfirfæra á stöðu efnahagsmála. Æ betur er að koma í ljós að glíman er ekki einungis við skæða veiru heldur er hún í vax andi mæli farin að snúast líka um að komast í gegnum einhverjar erfið ustu efnahagsþrengingar sem um getur í veraldarsögunni. Leiðar- ljósið í þeirri viðureign verð ur að vera hið sama og í við ur eigninni við sjúkdóminn. Þar vilj um við heldur ekki skjóta veir una. Við þurfum að vinna bug á kreppunni án þess að sliga þjóðfélagið. Nóg hefur veiran gert. Stærsta at vinnugrein þjóðarinnar er stopp. Ekki skal þó vanmetið hvernig hæglega er hægt að gera afleitt ásig komulag enn verra með því að drekka efnahagsleg eiturefni á þess ari stundu í hagsögunni. Hér eru nokkrar hugmyndir: Við getum blás ið til átaka á vinnu- markaði. Í það stefnir, sem er ótrú- legt. Við getum misst atvinnulífið í fjölda gjaldþrot. Það er ekki langt und an, þó svo aðgerðir ríkis stjórn - arinnar hafi keypt tíma. Við getum staðið eftir án flug sam gangna. Sú staða er hreint ekki óhugsandi. Við getum dregið þróttinn úr einka- framtakinu. Urm ull af skapandi frumkvöðlum sér núna áratuga streð sitt puð ast út í vindinn. Við getum einangr ast sem þjóð. Þetta sumar mun ein kenn ast af hinu gamla og mjög svo varhugaverða slagorði þjóð ern is sinna hér á landi, þótt hafa megi smá gaman af því nú. Nú rætist það bókstaflega: Ísland fyrir Íslendinga. Það yrði vont ef það yrði ofan á sem efna- hagsstefna. Tækifærin Veiran og kreppan. Þetta eru lúmsk ir skrattar. Þoku kennd ir draug ar. Í tilviki kreppu kvik ind- is ins blasir við að brugðið getur til beggja vona. Við getum misst allt í dauða og djöful en við getum líka, sem betur fer, snúið á hana. Við get um beinlínis fundið leiðir til þess að nýta kreppuna okkur í hag. Kreppu fylgir andrúm. Við getum dytt að að. Brugðist við uppsafnaðri við halds- og upp byggingarþörf. Við getum menntað okkur. Við getum eflt nýsköpun, listsköpun, þróun og vísindastarf. Við getum eflt sam stöðuna sem hefur myndast í þessum þrengingum og byggt á henni sameiginlega sýn um rétt látt, kraftmikið og fjölbreytt þjóð félag. Svo ég missi mig alveg í því að líkja þessum tveimur viðureignum sam- an, uppfullur af andagift á sjálf um baráttudegi verkalýðsins: Að fá veiru myndar mótefni gegn henni. Að fá kreppu getur líka myndað mótefni gegn henni. Ef við höldum vel á spöðunum komum við út úr þessu sterkari en áður. Það er vitað að með skemmri vinnudegi fylgir meiri ánægja í starfi, færri veikindadagar og aukin lífsgæði. VELDU GÆÐI! Tilboð í maí Allar tertur á 2900 kr. Daim terta Kaka ársins Hindberja og súkkulaðiterta Jarðarberjaterta. VELJUM ÍSLENSKT S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F Ö S T U D A G U R 1 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.