Fréttablaðið - 01.05.2020, Síða 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Sigurrós Ingvadóttir
lést á heimili sínu laugardaginn
18. apríl. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Aðstandendur þakka auðsýndan
hlýhug og samúð.
Bára Mjöll Ágústsdóttir Helgi Magnús Baldvinsson
Ómar Þór Ágústsson Margrét Rósa Sigurðardóttir
Jóna Vigdís Kristinsdóttir Stefán Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Elís Gíslason
skipstjóri,
Grundarfirði,
lést sunnudaginn 26. apríl.
Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 9. maí með fjölskyldu og nánustu ættingjum.
Við þökkum starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Fellaskjóli og starfsfólki heimahjúkrunar Heilsugæslunnar
í Grundarfirði fyrir kærleiksríka umönnun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð
dvalarheimilisins Fellaskjóls.
Hulda Valdimarsdóttir
Valdimar Elísson Guðlaug Sturlaugsdóttir
Jóhanna Elísdóttir Gísli Bachmann
Ragnheiður Elísdóttir Haukur Tómasson
Hugrún Elísdóttir
Katrín Elísdóttir
Gísli Karel Elísson Vala Ólöf Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær bróðir okkar,
afi, langafi og langalangafi,
Þorsteinn Jónatansson
verkalýðs- og stjórnarmaður
Einingar – Iðju og KEA,
til heimilis að Grundargerði 3a,
Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu Furuhlíð
þann 19.04.2020. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Viljum við senda starfsfólki Furuhlíðar hjartans
þakkir fyrir góða umönnun og hlýju. Einnig viljum við
þakka ættingjum og vinum fyrir ómetanlegan stuðning
undanfarin ár.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar Jónatansson
Gróa Jónatansdóttir
Heiðdís Steinsdóttir Almar Eiríksson
Fanndís Steinsdóttir
Þórdís Steinsdóttir
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir alla samúð og
hlýjar kveðjur vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
Grétars Þórs Sigurðssonar
Austurgötu 11, Keflavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar
og á deild 12E á Landspítalanum v/Hringbraut.
Signý Hrönn Sigurhansdóttir
Gunnar Þór Grétarsson Sólveig Gísladóttir
Signý Jóna, Helena Rós, Daníel,
Bryndís Grétarsdóttir Hafsteinn Guðmundsson
Hanna Guðný, Hafdís,
Magnea Grétarsdóttir Sigurður R. Magnússon
Grétar Þór, Svava Rún, Sigurpáll Magni.
Það var árið 1970 sem rauð-sokkur gerðu sig gildandi fyrst með því að mæta í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí til að vekja athygli á misrétti kynjanna. Þær báru
styttu af konu með borða sem á stóð
Manneskja – ekki markaðsvara. Síðan
er liðin hálf öld.
„Þessi ganga markaði tímamót og
samtakamáttur kvenna það vor varð
upphaf að miklum breytingum,“ segir
Auður Hildur Hákonardóttir, vefari og
baráttukona fyrir bættum heimi. „Við
ætluðum að endurtaka leikinn núna og
raða okkur aftast í hina hefðbundnu 1.
maí-göngu verkalýðsfélaganna en ekk-
ert verður af henni og þá ekki okkar
göngu heldur,“ segir hún. Síðan hverfur
hún í huganum fimmtíu ár aftur í tím-
ann og rifjar upp viðbrögðin á Hlemmi
þegar konurnar mættu. „Okkur var ekki
vel tekið. Verkalýðshreyfingin sagði í
raun og veru nei við þátttöku okkar, en
auðvitað var ekki hægt að banna okkur
að ganga niður Laugaveginn á eftir
hinum. Lögreglan komst í málið en var
róleg og fannst víst ekki líklegt að átök
brytust út. Það var líka fullkomlega
eðlilegt fyrir okkur að fara í verkalýðs-
gönguna því eitt af því fyrsta sem við
rákum okkur á þegar við fórum að rýna
í aðstæður kvenna var hið hróplega mis-
ræmi í launum kynjanna. Konur höfðu
verið settar í sérstakt verkalýðsfélag og
þannig var miklu hægara að halda þeim
niðri.“
Sóttu fyrirmynd til Dana
Hildur telur hugmyndina að íslensku
rauðsokkahreyfingunni hafa komið
frá Danmörku, þar voru rødstrømp-
ene. „Áður en við fórum í gönguna
var haldinn kvennafundur í Norræna
húsinu. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld
boðaði til fundarins símleiðis, enda
ekki fésbók eða SMS þá. Hún hringdi að
minnsta kosti í mig, var strax framar-
lega í kvennabaráttunni og lengi síðan.
Mæting á fundinn var svo góð að við
sprengdum fundarherbergið á efri hæð
Norræna hússins og þurftum að færa
okkur niður í kjallara. Vilborg segir
að ég hafi sprangað þar um í rauðum
sokkum. Ég man það ekki en þori ekkert
að mótmæla því. Þarna varð vitundar-
vakning því samfélagið var komið að
einhverjum þolmörkum, eins og þegar
stíf la brestur og vatn finnur sér nýjan
farveg. Það er kallað núna „að vera í
f læði“ ef fólk hittir á rétta orku svo úr
verður sameinað af l, það gerðum við
sannarlega. Þjóðfélagið þurfti á þessu
að halda svo það gæti þróast áfram og
sveigt sig að mýkri gildum en höfðu
verið við lýði.“
Þetta var skæruliðahreyfing
Til að byrja með segir Hildur engar
harðar kröfur hafa verið uppi meðal
kvennanna, heldur hafi gangan 1970
verið leið til að feta sig áfram. „Í fram-
haldinu fór af stað mikil rannsóknar-
vinna á því hvar vandinn lægi og
hvernig væri hægt að ráða bót á honum.
Við unnum í hópum og um haustið
var komið vinnuplagg,“ rif jar hún
upp. „Við vildum brjóta upp það hefð-
bundna kerfi sem var búið að festa í
sessi, þannig að pláss yrði fyrir okkur.
Við þurftum að beita sterkum rökum
alla daga og hafa hugrekki til að vinna í
frjálsu formi. Vorum ekki með leiðtoga
sem lagði línuna og stjórnaði en náðum
ótrúlegum árangri á jafningjagrunni. Þá
vissi heldur enginn hvernig átti að taka á
okkur. Það var engin félagaskrá enginn
formaður, engin aðildargjöld. Þetta var
skæruliðahreyfing.“
Alls staðar voru veggir og þá þurfti
að leysa upp á mörgum sviðum, með
aðgerðum, mjúkum eða hörðum, að
sögn Hildar. „Við vildum ekki láta
stimpla okkur pólitískt. Þó þetta væri á
vissan hátt bylting vil ég meina að við
höfum siglt ótrúlega vel milli skerja.
Reyndum að breyta vitund þjóðarinnar
í þeirri trú að ef okkur tækist það mundi
annað fylgja. Ég held það hafi heppnast.“
Spurð hvort hún hafi verið gift kona
á þessum tíma svarar Hildur. „Ég var að
sigla inn í seinna hjónabandið. Hann Þór
Vigfússon tók þessari jafnréttishugsjón
minni vel, það var ekki vandamál. Ég
þurfti ekki að slást við hann. Það var
frekar að hann væri að slást fyrir mig!“
gun@frettabladid.is
Rauðsokkur fram á völlinn
Konur með áhuga á kynjajafnrétti settu svip á 1. maí gönguna fyrir fimmtíu árum. Þær
voru í rauðum sokkum. Ein þeirra var Auður Hildur Hákonardóttir veflistakona.
„Við vildum brjóta upp það hefðbundna kerfi sem var búið að festa í sessi, þannig að pláss yrði fyrir okkur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þó þetta væri á vissan hátt
bylting vil ég meina að við
höfum siglt ótrúlega vel milli
skerja. Reyndum að breyta
vitund þjóðarinnar í þeirri trú
að ef okkur tækist það mundi
annað fylgja. Ég held það hafi
heppnast.
Manneskja - ekki markaðsvara var letrað á borða styttunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT