Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Heimilis­ ofbeldi er svartur blettur á hverju samfélagi þar sem það viðgengst. Jón Þórisson jon@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Einn er sá blettur á mannlegri tilveru sem er hvað svartastur. Það er nöturlegt til þess að hugsa að innan vébanda heimilisins þar sem heimilismenn eiga að njóta verndar og öryggis skuli ofbeldi af ýmsu tagi þrífast.Í nýlegri umfjöllun í Fréttablaðinu er greint frá rannsókn Drífu Jónasdóttur, doktorsnema við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður hennar leiða í ljós að tæplega fimmtán hundruð konur hafi leitað til Landspítala vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili. Tæp 93 prósent þeirra leituðu á bráðamót­ töku og rúm þrjú prósent þurfti að leggja inn. Lýsingarnar á dæmigerðum áverkum eru ekki fagrar. Konurnar leita þangað vegna þess að þær voru kýldar, slegnar, sparkað var í þær, þeim hrint, þær voru teknar kyrkingartaki eða dregnar um á hárinu. Dæmi um áverka eru yfirborðsáverkar, tognanir, sár og beinbrot. Menn setur hljóða. Rannsókn Drífu sneri aðeins að konum sem þol­ endum ofbeldis. En þar með er ekki öll sagan sögð. Karlar geta líka verið þolendur ofbeldis og sama á við um börn. Og konur geta verið gerendur og það geta börn líka verið. Í því ástandi sem nú varir hafa margir varað við því að heimilisofbeldi yrði tíðara þegar heimilisfólk dvelur langdvölum saman inni á heimilum í stað þess að fara út til vinnu eða að hitta annað fólk. Aukinn kvíði og spenna, ekki síst þeirra sem þurfa að dvelja í sóttkví, gæti einnig aukið hættuna á heimilisofbeldi. Tvö mál eru nú til rannsóknar þar sem mannslát varð nýlega og nákomnir eru grunaðir um að hafa valdið dauða fórnarlambanna. Tildrögin eru óljós en sennilegt að þau megi rekja til heimilisofbeldis. Í fréttaþættinum Kveik kom fram í vikunni að til­ kynningum um heimilisofbeldi hefði fjölgað um tíu prósent undanfarið og var vísað í opinberar tölur. Í fyrrnefndri frétt blaðsins var rætt við Andrés Ragn­ arsson sálfræðing sem rekur verkefnið Heimilisfrið, þar sem fólki sem beitir ofbeldi er veitt meðferð. Hann segir þar að þangað leiti helst fólk sem beiti maka sinn ofbeldi, um 75 prósent skjólstæðinga eru karlar og 25 prósent konur. En þetta er ekki bara áhyggjuefni fyrir Ísland. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, lýsti áhyggjum sínum af auknu heimilis­ ofbeldi víða um heim í kjölfar faraldursins í ávarpi sem hann flutti í vikunni. Í þættinum sem áður var vísað til kom fram að eitt af því sem gerðist í svona árferði væri að mönnum fyndist þeir máttvana gagnvart þáttum í lífi sínu sem þeir hafa ekki stjórn á. Þá gripu þeir til þess með örþrifaráðum að reyna að hafa stjórn á einhverju öðru. Nefnilega með ofbeldi. Heimilisofbeldi er svartur blettur á hverju samfélagi þar sem það viðgengst. Það er skylda okkar að uppræta það og finna leiðir fyrir þá sem því beita út úr ofbeldis­ hegðun. Heimilisofbeldi er nefnilega ekki einkamál þeirra sem því beita og enn síður þeirra sem því eru beittir. Svartur blettur  Ég trúi ekki á karma. Ég trúi ekki á hreinsunar­eldinn, himnaríki eða helvíti. Ég trúi ekki á yfir­náttúrulegar afleiðingar mannlegrar hegðunar, hvorki refsingar fyrir siðferðisbresti né umbun fyrir velgjörðir. COVID­19 faraldurinn sem nú geisar kann þó að hafa svipt hulunni af veraldlegum afleiðingum gamalla synda, jarðlegu karma þar sem gleymdar gjörðir snúa aftur sem uppvakningar og bíta menn glaðhlakkalegir í óæðri endann. Í vikunni gagnrýndi enska biskupakirkjan fyrir­ tæki sem hafa notað skattaskjól til að komast hjá því að greiða í sameiginlega samfélagssjóði en sækjast nú eftir fé úr sömu sjóðum til að forða sjálfum sér frá gjaldþroti. Hvatti kirkjan til þess að bresk stjórnvöld færu að fordæmi Danmerkur, Frakklands og Póllands og veittu slíkum fyrirtækjum ekki ríkisstyrki vegna kórónaveirunnar. Spjótin hafa einkum beinst að flug­ félaginu Virgin Atlantic og breskum stofnanda þess, Richard Branson. Hinn síðhærði og síungi sextíu og níu ára viðskiptamógúll hefur löngum notið vin­ sælda í heimalandi sínu. Hann er þekktur fyrir líf lega framkomu, ljósmyndir þar sem hann ber föngulegar flugfreyjur í fanginu og einkaeyju sína, Necker Island, þar sem hann slakar á með fræga fólkinu. En skjótt skipast veður í lofti. Nýverið óskaði Branson, sjöundi ríkasti maður Bretlands sem metinn er á 3,5 milljarða punda, eftir 500 milljóna punda björgunarpakka frá breska ríkinu svo hann mætti halda flugfélagi sínu á f loti – eða öllu heldur á lofti. Aldrei þessu vant gramdist breskum almenningi djarft uppátæki Branson. Ástæðan var einföld: Branson hefur ekki greitt skatta í Bretlandi í fjórtán ár, eða síðan hann flutti lögheimili sitt til Bresku Jómfrúaeyja, þekkts skattaskjóls þar sem móðurfélag Virgin Atlantic er einnig skráð. Óvæntar steinvölur Hér í London þar sem ég bý hafa íbúar verið í alls­ herjar sóttkví í sex vikur. Eftir fyrstu vikuna tók ég eftir breytingu úti fyrir. Gatan mín, venjulega grámygluleg og umferðarþung, hafði yfir sér brag smáþorps við Miðjarðarhaf. Bílar voru hvergi sjáan­ legir. Eldhúsgluggar stóðu opnir og í bland við fugla­ söng mátti heyra glamur í pottum, pönnum og nið frá útvarpstækjum. Matarilm lagði um hverfið sem keppti við angan af nýsprottnum vorgróðri. Meira að segja himinninn var öðruvísi, einhvern veginn djúp­ blárri en hann átti að sér að vera. Í fyrstu taldi ég þetta óra eftir of mikla inniveru; himinninn skipti varla litum svo glatt. Vísindamenn hafa hins vegar staðfest að ekki var um hugarburð að ræða. Vegna snarminnkandi mengunar í borgum heimsins blasir nú við blámi á himni sem skákar himninum á afviknustu hitabeltiseyjum. En ekki nóg með það. Reiknilíkan sýnir að minni mengun kann að hafa komið í veg fyrir 11.000 ótímabær dauðsföll í Evrópu síðasta mánuðinn. Kórónaveirufaraldurinn kaffærir okkur. En allt tekur enda og vera má að þegar fjarar út sitji eftir í sandinum óvæntar steinvölur, breytingar, sem við kjósum að halda í. Í Fréttablaðinu í vikunni sem leið mátti lesa fréttir um að fólk sem glímir við spilafíkn upplifi frelsi og betri líðan í kjölfar þess að spilasölum og spila­ kössum var lokað fyrir mánuði vegna smithættu af völdum COVID­19. Einnig mátti lesa viðtal við skóla­ stjóra Þelamerkurskóla sem sagði endurskipulagn­ ingu skólastarfsins vegna faraldursins hafa gengið svo vel að sumar breytingarnar yrðu varanlegar. Nýr veruleiki mun blasa við eftir yfirstandandi faraldur. Kannski að viðskiptajöfrar hugsi sig tvisvar um áður en þeir fela auð sinn í skattaskjólum; kannski að himinninn fái að halda bláma sínum; kannski að spilasalir verði ekki opnaðir aftur. Kannski að hætt verði að úthýsa siðferðiskröfum til handanheima. Þegar fjarar út 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.